Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar Birgitta?

Það er ekki úr vegi að landsmenn velti fyrir sér því hvað er sett í uppnám með því að fela Birgittu að taka við stjórninni.

 

Óli Björn fer vel yfir stöðu mála í grein í Mbl. sem "enginn les" í dag:

Óli segir:(Bloggari feitletrar að vild)

"Landsmenn hafa enn einu sinni fengið smjörþefinn af því sem koma skal ef draumar stjórnarandstöðunnar um að fella ríkisstjórnina rætast.

Í umræðum um fundarstjórn forseta síðastliðinn mánudag var ekki gengið fram af hófsemd. Stóryrðin og brigslyrðin voru ekki spöruð vegna fjárhagslegra málefna forsætisráð- herra og eiginkonu hans. „Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, leiðtogi Pírata á þingi.

Hún var í harðri samkeppni við Guðmund Steingrímsson, fyrrverandi formann Bjartrar framtíðar, sem sakaði forsætisráðherra um að vera „frægasta fjárglæframann heimsbyggðarinnar“ – hvorki meira né minna.

Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður Pírata, sýndi meiri yfirvegun en flokkssystirin sem að hans sögn hefur „opinberlega rægt aðra, þónokkuð oft og mikið“.

Pólitísk líflína Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sannfærður um að erfið staða forsætisráðherra sé einstakt tækifæri og geti orðið pólitísk líflína í baráttunni við að halda völdum í Samfylkingunni. Líkt og nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar nýtti Árni Páll þingsköp til hins ýtrasta til að kalla eftir afsögn forsætisráðherra í umræðum um fundarstjórn forseta.

Um leið krafði hann stjórnarþingmenn um að þeir upplýstu hverju þeir ætluðu að svara GRECO-nefnd Evrópuráðsins vegna spillingarmála. Árni Páll veit sem er að engar líkur eru á því að nefndin óski eftir skýringum hans eða annarra samfylkinga á baktjaldamakki í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Í bréfi sem Árni Páll skrifaði til félaga sinna í Samfylkingunni 11. febrúar síðastliðinn staðfesti hann að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði byggt „aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi“. Formaður Samfylkingarinnar hefur aldrei skýrt út hvað fólst í hrossakaupum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Ekkert liggur fyrir um hvað var selt og hvað var keypt á bak við luktar dyr vinstriflokkanna, sem um leið sammæltust um að koma í veg fyrir að landsmenn kæmu að afdrifaríkri ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Árni Páll Árnason fær kærkomið tækifæri til að leggja spilin á borðin í væntanlegri umræðu um vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn, sem hann hefur lagt fram í félagi við formenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, auk Birgittu Jónsdóttur.

Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að rjúfa þing og boða til kosninga sem fyrst. Áður en kjósendur ganga að kjörborði er nauðsynlegt að þeir verði upplýstir um baktjaldamakkið svo þeir geti áttað sig á því á hverju er von ef vinstriflokkarnir komast aftur í ríkisstjórn sem væntanlega verður undir forsæti Birgittu Jónsdóttur, líkt og Össur Skarphéðinsson hefur lagt til.

Erfið staða Engum getur dulist að pólitísk staða forsætisráðherra er erfið. Um leið er tvísýnt um ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Líkt og svo oft áður í stjórnmálum skiptir litlu hvað einstaka þingmönnum, ráðherrum eða stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna finnst vera sanngjarnt eða ósanngjarnt. Veruleikinn blasir við og að óbreyttu verður ekki haldið áfram.

Ábyrgð stjórnarþingmanna og ráðherra er mikil. Þeim ber skylda til þess að tryggja að ekki skapist pólitískt upplausnarástand sem grefur undan þeim mikla árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu. Fram undan geta verið þáttaskil við afnám fjármagnshafta sem skapa nauðsynlegar forsendur fyrir frekari framþróun viðskipta- og efnahagslífsins sem er grunnur bættra lífskjara.

Fyrirhugað gjaldeyrisútboð Seðlabankans í maí verð- ur vart haldið í andrúmslofti pólitískrar óvissu. Kostnaðurinn verður borinn af launafólki og fyrirtækjum.

Árangur ríkisstjórnarinnar er óumdeildur. Hagvöxtur er rífandi – 4% á liðnu ári og annað eins á þessu ári. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri og atvinnuleysi er komið niður í 3,1%. Verðbólga síðustu 12 mánuði er langt undir verðbólgumarkmiðum, eða 1,5%. Síðustu 26 mánuði – í liðlega tvö ár – hefur verðbólga verið undir markmiðum Seðlabankans. Stöðugt verðlag gerir verðtryggingu óþarfa og óskynsamlega.

Á liðnu ári greiddi ríkissjóður fyrir fram 150 milljarða af innlendum og erlendum skuldum. Að öðru óbreyttu lækka árlegar vaxtagreiðslur um sjö milljarða. Tekist hefur að lækka skuldir ríkissjóðs gríðarlega og verða þær komnar niður fyrir 50% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þar með hefur verið búið í haginn fyrir framtíðina.

Og þrjú ár í röð hafa fjárlög verið afgreidd með afgangi – nokkuð sem fáar þjóðir geta státað af. Stefnt í tvísýnu Samkvæmt fjárlögum 2016 verða útgjöld ríkissjóðs til heilbrigðismála 38,5 milljörðum króna hærri en á fjárlögum 2013. Í undirbúningi er að efla heilsugæsluna verulega og styrkja þar með grunn heilbrigðiskerfisins.

Uppbygging Landspítalans er hafin og í undirbúningi er að innleiða greiðsluþátttökukerfi til að létta byrðum af þeim sem bera þungan kostnað. Öllu þessu er stefnt í tvísýnu. Á valdatíma ríkisstjórnarinnar hafa útgjöld til almannatrygginga hækkað um 27 milljarða króna og frá 2014 til 2016 hafa bætur almannatrygginga hækkað um liðlega 17% á sama tíma og verðlag hefur hækkað um 7%.

Verið er að undirbúa róttækar breytingar á almannatryggingakerfinu – einfalda kerfið og bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin. Þær breytingar ná ekki fram í andrúmslofti óvissu og í aðdraganda kosninga. Nauðasamningar þrotabúa bankanna hafa verið staðfestir og stöð- ugleikaframlag innheimt. Þar með hafa forsendur fyrir afnámi fjármagnshafta skapast sem pólitísk óvissa stefnir í óvissu.

Mikilvæg skref hafa verið tekin í skattamálum þó langur vegur sé frá því að ríkisstjórnin hafi undið ofan af „you ain‘t seen nothing yet“-skattavitleysu Samfylkingar og Vinstri grænna. Sú vitleysa verður endurtekin að loknum kosningum rætist draumar stjórnarandstöðunnar um að ná meirihluta.

Hver og einn þingmaður og ráðherra ríkisstjórnarinnar verður því að spyrja sjálfan sig hvort hann sé reiðubúinn að varðveita mikinn árangur síðustu ára og leggja þar með styrkari grunn að bættum lífskjörum almennings á komandi árum.

Ef svarið er já verður hver og einn að svara annarri spurningu: Hvað get ég gert og hvað verð ég að gera? Svarið kann að vera óþægilegt og ekki sérstaklega sanngjarnt."

Hér liggur varningurinn fyrir. Vilja menn spila úr þessari stöðu eða vilja menn Birgittu og Steingrím J. til að endurskipuleggja? 

Það eer vissulega mikið í húfi að við fáum enn frið til að bæta það sem við getum  bætt áður en öllu er umturnað eins og við höfum líklega reynsluna af.

Það er nefnilega grundvallar spurning :"Hvað kemur  Birgitta til að kosta okkur almenning ?" 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég treysti Ólafi Elíassyni í Indefence manna best fyrir framhaldinu.  Hann leggur áherslu á að við fáum svör við því hverjir íslensku kröfuhafarnir voru.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 08:49

2 identicon

Hversu mikid af hagfraedilegum arangri er hægt að rekja til aðgerða ríkisstjórnarinnar? Ég myndi giska á 2%. Íslenskur efnahagur er beintengdur við hið altjóðlega hagkerfi. Meirihluti hagvaxtar sidustu ar hefur verid vegna flökkustofna og ferðamanna. Tvö atriði sem ríkisstjórnin tengist ekkert fyrir utan að hafa misfarist að ná eðlilegum tekjum af hvoru tveggja. Lágt avinnuleysi fylgir tessum tveimur greinum. Ástæða fyrir lágri verðbólgu er alls ekki ríkisstjórninni að thakka! Their hafa verid med thennsluhvetjandi adgerdir hægri vinstri og sérstaklega í glórulausri "leiðréttingunni“ sem er nú tvíleiðrétt með yfirstandandi fasteignabólu sem ríkisstjórnin neitar að bregðast við og hyggst frekar hella Olíu á eldinn. Verðbólgan er lág vegna innfluttrar verðbólgu og byrjandi verðhjöðnun í helstu viðskiptathjóðum okkar. 

Eftir stendur að sjúklingar hafa aldrei greitt hærra hlutfall kostnaðar. Eyða á sem samsvarar Icesave í landbúnaðarstyrki. Ný störf sem myndast eru bara lágmarkslaunastörf í veitinga og thjónustubransa. Útgerðarmenn hafa aldrei haft tad betra og moka gjaldeyri úr landinu. Ríkisfyrirtæki seld frændfólki langt undir markaðsvirði. Risastór fasteigna og hótelbóla bíður eftir að springa. Álver stefna í að loka og allir með lokuð augun og segja aftur " sjáiði ekki veisluna" korteri fyrir næsta hrun.

Hagkerfi ganga i gegnum sveiflur. Tessi rikisstjorn er buid ad vera vid stjornvöl í uppsveiflu en er engan veginn orsök uppsveiflunnar. Ísland er einfaldlega allt of lítið til að hafa áhrif á tað. Tad er svipad og ad stæra sig af tvi ad sólin rísi.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 09:24

3 Smámynd: Már Elíson

Hvað er Sigmundur Davíð og öll fortíð hans og venslafólk, búið að kosta þjóðfélagið í heild sinni ? Er það til á Excel-skjali ? - Gjörið svo vel og birtið það í stað þess að eyða tíma og plássi í þennan biturleika og þessa þvælu hér að ofan.

Már Elíson, 6.4.2016 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband