Leita í fréttum mbl.is

"Guð ég þakka þér

fyrir að ég er ekki Framsóknarmaður" er morgunbæn sem einn vinur minn sagði að hann færi með á hverjum einasta degi.

Mér varð hugsað til þessa þegar ég las viðbrögð Vigdísar Hauksdóttur við ráðherra um aðra afneitun hennar áður en haninn gól. Í stað þess fær ennþá formaður Framsóknarflokssins og ennþá forsætisráðherra að setja inn sérstakan upplýsingafulltrúa sinn í væntanlega ríkisstjórn þeira Sigurðar Inga og Bjarna. Ég man þá daga þegar Baldur hélt í sveifina í baki Konna styrkri mundu og við áheyrendur í Tívólíinu gamla í Vatnsmýrinni veltumst um að hlæja.

Vegir þeirra Framsóknarmanna og flokksforysta eru þvílíkir krákustígar að maður hugleiðir inntak morgunbænarinnar ósjálfrátt með sér. "Guð ég þakka þér..."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lítillátur sá þakkar fyrir að vera ekki eins og alvöru íslenskir menn.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2016 kl. 00:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki bæn faríseians?

Virkilega viðeigandi og smellpassar einhvernveginn á þessu bloggi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.4.2016 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband