9.4.2016 | 12:49
Samsæri RÚV
er augljóst eftir að menn hafa lesið Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag.Það hljóðar svo:(bloggari feitletrar að vild)
"Þá er sá stormurinn í hinum íslenska tebolla genginn yfir. Kannski er því ekki seinna vænna að gefa sér tíma til að átta sig á, um hvað þetta mál snerist. Þótt ljóst sé að þau 8-9000 sem mættu á Austurvöll (sem síðan hefur fjölgað í 22 þúsund (og eru kannski komin í 25 þúsund þegar þetta birtist)) hafa ekki endilega haft áhuga á efnisatriðum málsins. Hefðu þau haft það, hefði fyrst verið kannað hverju var mótmælt.
Atburðarásin sýnir að verið var að bregðast við ómerkilegri sviðsetningu.
Festina lente
Það skiptir miklu máli hvernig mál eru höndluð. Stundum þarf að bregðast við á mesta hraða sem menn búa yfir. Það á við þegar biti stendur í barni og venda verður því við á einu lifandi bragði og slá þéttingsfast á ofanvert bak til að tryggja öndun. Þetta verða menn að gera, þótt þeir séu ekki vissir um að þeir beri sig rétt að. Enginn annar kostur er til.
Sama gildir um hjartaáföll og annað þess háttar Þrátt fyrir þekkingarskort á þjóðaríþróttinni skal því haldið fram að berist bolti til manns innan vítateigs andstæðingsins skuli hann þruma honum í þá átt sem talið er að netið sé. Tími gefist ekki til að skella á fundi með kunnáttumönnum, kalla á aðkeypta sérfræðinga eða hringja í Lars.
Neyðarástand kallar á snör viðbrögð og mun oft afsaka þau mistök sem hraðanum fylgja. Það er oftast rétt að bregðast fremur fljótt við en hitt. En það er ekki algilt. Skurðlæknir á ekki að skera fyrr en hann veit hvort mein sé til staðar, en ekki vindverkur. Næst er spurt hvort minna inngrip dugi. Verði skurður úrræðið þarf að staðsetja meinið, kanna hvort skurðstofa sé laus, læknar og lið tiltækt, ásamt blóðbirgðum. Og jafnvel væri svo rétt, til ýtrasta öryggis, að kanna hvort Landspítalinn sé enn við Hringbraut.
Að breyttu breytanda átti varúð og vandvirkni við varðandi atburði síðustu daga. Það lá ekki neitt á. Meint mótmælaalda, blásin upp af Ríkisútvarpinu og verktaka þess, ásamt aðkeyptum krafti var ekki góð ástæða. Nú vita allir að forsenda æsingsins voru ekki efnisatriðin sem lágu fyrir. Drifkraftur öldunnar var illa fengið sjónvarpsviðtal sem spólaði fólk upp. Efnisatriðin höfðu verið uppi á borðinu í rúma viku. Meint sök og skýringar sem gefnar voru í tilefni af sakargiftum, urðu ekki til þess að viðkvæm íslensk hópsál hrökk af hjörunum.
Það var ekki fyrr en hið illa fengna viðtal var spilað sem Ríkisútvarpinu tókst að fullkomna æsinginn. Það viðtal var svo sannarlega ömurlegt upp á að horfa.
Vel lukkað leynibrall
Forsætisráðherra landsins var niðurlægður. Hann hafði verið leiddur í gildru af ómerkilegum sænskum fréttamanni fyrir meðalgöngu verktaka Ríkisútvarpsins!
Forsætisráðherranum brá mjög. Fyrir sakir eðlislægrar kurteisi brást hann rangt við og kom fyrir vikið illa út og skaðaði trúverðugleika sinn. Honum bar að upplýsa í fáum orðum á hvaða forsendum svikahrapparnir hefðu komið sér inn í Ráðherrabú- staðinn og því næst að segja það augljósa, að pjakkarnir væru ekki lengur velkomnir í húsinu.
Hitt er annað, að sennilega hefðu flestir fipast við svona aðfarir. Áhorfendur voru með óbragð í munninum og höfðu á tilfinningunni að útsendarar Ríkisútvarpsins hefðu náð að sanna eitthvað.
Nú hafa hrapparnir sjálfir upplýst að aldrei stóð til að afla neinna upplýsinga frá forsætisráðherranum eða sanna eitt eða neitt. Þeir fóru aldrei fram á viðtal til þess. Frá upphafi stóð til að leiða ráðherrann í gildru og niðurlægja hann. Þeir lýsa því sjálfir að þeir hafi þrælæft uppákomuna bak við byrgða glugga.
Sven (sænski fréttamaðurinn) svarar: Þetta er umdeilanlegt, að fara þangað, þykjast vera að fjalla um eitt og eiginlega lokka hann í þetta, en ég held að þetta sé eina leiðin til að ná honum í mynd. Í frásögn þeirra sjálfra segir: Það er svo ákveðið að æfa viðtalið. Hvar myndavélarnar eigi að vera. Hvar Sven eigi að sitja og hvar Jóhannes eigi að bíða áður en hann blandar sér svo í viðtalið sjálft. Við ættum að undirbúa okkur fyrir allt, segir Jóhannes. Í æfingunni er ýmsum möguleikum velt upp. Ef hann stendur upp og gengur út vil ég geta elt hann, segir Jóhannes m.a.
Gústaf Adolf Skúlason lýsir hluta viðtalsins þar sem fréttamennirnir hælast um: Komið er við á leynistað Jóhannesar, sumarbústað í Borgarfirði þar sem hann getur starfað í ró og næði við undirbúning afhjúpunar á skattasvindli forsætisráðherra Íslands.
Heima í íbúð Jóhannesar talar eiginkonan um hræðsluna, hvað verður um þau, þegar upp kemst um svindlið. Leyndardómurinn er svo mikill að svart plast er í gluggum til að hindra innsýn og eiginkonan á í vandræðum með að útskýra fyrir vinkonunum að hún sé ekki deprímeruð... Forsætisráðherrann hefur sagt já við að koma í viðtal sem við þykjumst að eigi að vera saklaust viðtal við hann um hvernig Ísland hefur reist sig við eftir fjármálakrísuna.
Sviðsetningin var birt í íslenska Ríkisútvarpinu síðdegis á sunnudag. Mótmælin fóru fram á mánudag og á þriðjudag sagði forsætisráðherrann af sér.
Sagan afbökuð
En málið sjálft, um hvað fjallar það?
Katrín Jakobsdóttir sagði orðrétt um það í þinginu: Það séu viðbrögð stjórnarinnar við uppljóstrunum um aflandsfélög ráðherranna sem séu ekki síst alvarleg og ástæða vantraustsins. Fulltrúar hennar telji eðlilegt að ráðherra eigi eignir í skattaskjóli og leyni því. Það sé bara óheppilegt ef upp um það kemst. Katrín hnýtir saman orðunum eignir í skattaskjóli og leyni því.
Þetta orðalag er vísvitandi notað til að gefa til kynna að ráðherrarnir hafi svikið undan skatti, án þess að segja það beint. Það er mjög ómerkilegt. Eftir því sem við best vitum, Katrín þar með talin, þá var engu leynt fyrir skattayfirvöldum. Þeir sem í hlut eiga hafa lýst því yfir að íslenskum skattayfirvöldum hafi verið haldið upplýstum um umræddar eignir eins og lög gera ráð fyrir og íslenskir skattar greiddir. Endurskoðendur hafa staðfest það.
Fram til þessa hefur einungis verið upplýst að fv. gjaldkeri Samfylkingarinnar hafi sparað sér 70 milljónir króna í sköttum með því að borga þá ekki á Íslandi. Árni Páll Árnason hefur lýst því að framganga gjaldkerans sé til fyrirmyndar!
Gautur: Refjabrögð! Þið reynið hrekki. Reiknast mér, hvað ég gerði ekki?
Það var athyglisvert að í hópi þeirra sem reyndu nú, eins og síðast, að trufla Alþingi með hávaða og umsátri voru sömu einstaklingarnir, sem þykjast jafnan vera sérstakir sérfræðingar í stjórnarskránni og eigi að ráða því umfram aðra hvernig hún hljóði.
Formið þekkt
Íslensk skattayfirvöld gera ráð fyrir því að menn geti átt eignir á svonefndum skattaskjólum (orðið getur náð yfir öll lönd sem heimta inn lægri skatta en heimaland viðkomandi).
Á heimasíðu ríkisskattstjóra er fjallað um hvernig með eigi að fara: Með CFC félagi (e. Controlled Foreign Corporation) er átt við félag, sjóð eða stofnun sem staðsett er á lágskattasvæði og er í eigu og/eða undir stjórn íslensks eiganda, hvort heldur sem sá eigandi er einstaklingur eða félag...
Skýrsla CFC félags
Eigandi CFC félags þarf að sjá til þess að skýrslu fyrir félagið sé árlega skilað til ríkisskattstjóra (RSK 4.24). Séu íslenskir eigendur fleiri en einn koma þeir sér saman um hver annist skýrsluskil félagsins. Hægt er að sækja pdf-útgáfu á rsk.is, en þetta eyðublað er aðeins til á pappírsformi (ekki í rafrænum skilum). Skila ber ársreikningi félagsins með skýrslunni. Skýrsla eigenda Eigendur CFC félaga, bæði lögaðilar og einstaklingar, skulu skila skýrslu eiganda (RSK 4.25) með framtali sínu og gera þar grein fyrir eignarhlut sínum, atkvæðisrétti, arði og hlutdeild í tekjum og eignum. Þetta eyðublað er fylgiskjal með skattframtali lögaðila. Bæði lögaðilar og einstaklingar geta skilað því rafrænt með framtali sínu.
Þarna er hvergi orðað að þetta fyrirkomulag sé bannað, óæskilegt eða siðlaust. Augljóst er að skattayfirvöld líta svo á að spurningin standi aðeins um það hvort að menn borgi sín lögboðnu gjöld eða ekki. Í tilviki íslensku stjórnmálamannanna þriggja hefur ekki annað komið fram en að þeir geri það. Ekkert væri að því að skattyfirvöld færu, að þessu gefna tilefni, rækilega aftur yfir þau atriði.
Það væri vissulega alvarlegt hefðu íslenskir stjórnmálamenn falið eignir fyrir skattyfirvöldum í skattaskjólum. Ekkert bendir til þess að hinir nafngreindu stjórnmálamenn hafi gert það.
Ríkisskattstjóri hefur hins vegar nú gert kröfu til þess að íslensku rannsóknarblaðamennirnir afhendi yfirvöldum listann yfir aflandsmenn, væntanlega svo embættið geti borið hann saman við sín gögn og séð ef skattsvikarar eru á ferð. Það virðist bæði sjálfsagt og skylt að lögum að þegar verði brugðist jákvætt við þessari kröfu ríkisskattstjóra.
En rannsóknarblaðamennirnir hafa neitað, að því er virðist á þeirri forsendu að þeir séu í blaðamannaklúbbi sem eigi þessar upplýsingar sameiginlega! Dugar þess háttar leyniklúbbur til þess að menn hlýði ekki lögum og hylmi yfir með skattsvikurum?
Því er haldið fram víða að auðjöfurinn Soros standi á bak við þessar uppljóstranir og rannsóknarblaðamennirnir séu aðeins leikbrúður í höndum starfsmanna hans. Blaðamennirnir komust ekki yfir upplýsingarnar. Þeir eru mataðir af liði Soros, samkvæmt þessum kenningum. Þeim voru skömmtuð skjöl sem sneru að einstaklingum í þeirra landi. Það er nú öll rannsóknarblaðamennskan.
Fráleitt fordæmi
Það er mikið áhyggjuefni ef stjórnmálamenn líta svo á, að sé hægt að skapa æsing og spennu með sviksamlegri sviðsetningu, sem leiði til þess að 9000 manneskjur mæti á Austurvöll þá beri að bregðast við með því að flæma mann úr ríkisstjórninni.
Það var æði fjölbreytilegur hópur sem mætti á Austurvöll. Margir voru vissulega í uppnámi. Aðrir komu af forvitni og sumir að eigin sögn til að upplifa hasar. Túristar tóku þátt í gleðinni. Og fámennur þekktur hópur hagaði sér eins og vant er. Í skjóli fjöldans hentu einstaklingar úr þessum hópi óhroða í Alþingishúsið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins sáu ekkert athugavert við þá framgöngu og töldu að fólkið sem grýtti alþingishúsið og bíaði það út og truflaði starfsemina innan dyra með hávaða, væru fullboðlegir álitsgjafar. Þeir spurðu það með lotningu hvort nóg væri að gert með því að flæma forsætisráð- herrann úr embætti!
Ekki ein spurning laut að því, hvort viðkomandi skammaðist sín ekki fyrir að henda hroða í Alþingishúsið og reyna að trufla störf Alþingis. Og fáeinar hræður með dónahróp við Bessastaði nutu sömu virðingar þessarar einkennilegu fréttastofu sem landsmenn eru neyddir með öllu afli ríkisvaldsins til að halda uppi.
Fjandmenn stjórnarskrárinnar
Það var athyglisvert að í hópi þeirra sem reyndu nú, eins og síðast, að trufla Alþingi með hávaða og umsátri voru sömu einstaklingarnir, sem þykjast jafnan vera sérstakir sérfræðingar í stjórnarskránni og eigi að ráða því umfram aðra hvernig hún hljóði. Þeir ættu þá væntanlega að vita hvernig þrítugasta og sjötta grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands hljóðar. Hún getur ekki afdráttarlausari verið: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
Þessi grein var studd af meira en 98% þjóðarinnar og samþykkt samhljóða á Alþingi á Þingvöllum og ákaft fagnað af fjöldanum. Þetta ákvæði endurspeglar inntak lýðræðisins. Þeir, sem standa fyrir því að brjóta ekki aðeins lögin heldur sjálfa stjórnarskrána með þeim hætti sem menn hafa horft ítrekað upp á, eru að berjast fyrir því að lýðræðið víki fyrir skrílræðinu.
Fullyrt skal hér að sá hópur er í miklum minnihluta með þjóðinni. "
Niðurstaðan er fengin.
Með svikabralli tekst Jóhannesi Kr. Valdimarssyni að svíkjast að forsætisráðherra með erlendum samsærisfélaga.Burtséð frá því, að spilið var líklega tapað af hálfu Sigmundar, þá eru þessir menn það sem venjulega eru kallaðir drullusokkar og þessi Jóhannes Kr. hefur með þessu unnið sér fullan rétt til að bera það nafn. Sá sænski sömuleiðis en hann kemur Íslendingum minna við.
Niðurstaðan er að Framsóknarflokkurinn yfirgaf foringja sinn þegar til stykkisins kom og rúinn þeirra trausti gerði hann tilraun til að kúga Ólaf Ragnar til að hlýða sér. Með almennri þingrofsheimild ætlaði hann að berja Bjarna Benidiktsson til hlýðni við sig þó að fabúleringar hans í dag um eitthvað annað haldi auðvitað ekki vatni. Simmi er búinn að vera og engin eftirsjá er í honum frekar en öðrum sprengdum pólitíkusum.
Nú er það framtíðin. Píratar treystu sér ekki í kosningarnar þar sem þeir eru með allt niður um sig og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir þekkja ekki flokkinn og flokkurinn veit ekki hvort einhverjir forystumenn séu einhversstaðar í boði. Það er líklega morgunljóst að stjórnmálaflokkur sem myndi ætla að hafa Birgittu Jónsdóttur í forystu yrði ekki langlífur í stjórn og Helgi Hrafn þyrfti áreiðanlega hátt í kjörtímabil til að ákveða hverjum hann vildi veita að málum eða hvaða stefnu hann vildi taka.
Samfylkingin, þetta forystulausa botnfall úr gamla Alþýðuflokknum handhafa spillingar og sérgæsku og Rússagullsflokknum Alþýðubandalaginu, sem erfði það versta frá báðum foreldrum sínum, gat heldur ekki farið í kosningar með buxurnar á hælunum.
Einu flokkarnir sem gátu farið í kosningar strax voru Framsókn og íhaldið. Það var því meira en hallærislegt að sjá þetta endemislið þvaðra um vantraust á nýja ríkisstjórn sem var tilbúin að veita þeim gálgafrest frá dómi kjósenda nú í maí.
Hvernig ríkisstjórninni gengur að koma sínum málum fram undir endalausum umræðum um fundarstjórn forseta ef þingið á að halda áfram, veit maður ekki. Best er líklega að reka það heim sem fyrst og láta ríkisstjórnina klára þau aðkallandi mál sem hún getur á ráðuneytisplani.
Samsæri útvarpskommanna á RÚV tókst að því leyti að Simmi er farinn og kemur ekki aftur. Nú gefst þeim lengri frestur til að rægja og rangupplýsa stjórnarathafnir til haustsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Hversu marktækt er: Reykjavíkurbréfið alkunna / hlaðið frjálshyggju Kapítalízkri kyrrstöðu hvetjandi, samfélagsins ?
Gæti minnt okkur á - Rude Pravo Gústavs Húsak, austur í þáverandi Tékkóslóvakíku:: hér fyrr meir,, þ.e., krafan, um óskeikulleika ríkjandi stjórnarfars og almennan doða, í naumhyggju Hvítflibba veraldarinnar.
Nema þar eystra: forðum, undir Kommúniskri leiðsögn / hér heima fyrir í dag, undir frjálshyggju Kapítalízkri.
Hvoru tveggju - jafn ógeðfellt, Verkfræðingur knái.
Rannsakandinn: og sannleikans frömuðurinn, Jóhannnes Kr. Kristjánsson og félagar hans, eiga inni hjá okkur djúpar þakkir, fyrir að fletta ofan af sora innlendra- sem og útlendra gróða- og svika afla, afla:: sem einmitt, vinna í því sýknt og heilagt, að grafa undan okkur hinum, sem kjósum að starfa á heiðarlegum og ærlegum grunni.
Ég vona - að Jóhannesi og félögum auðnist, að fletta ræki lega ofan af þjófa bælum ísl. Lífeyrissjóða kerfisins, en þar stefnir að óbreyttu í, að fólk:: t.d., fætt árin 1980/1990 megi búast við - MÍNUSUM stórum, á undan þeim upphæðum sem þeim að réttu að vera goldnar, á árunum 2047 - 2057, t.d. = RUKKANIR til þeirra, í stað greiðzlna.
Slíkur: er hroðinn og óskapnaðurinn, í þeim Myrkra kompum Halldór minn, svo: fátt eitt sé nefnt hér, að nokkru.
Með beztu Falangista kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 13:31
Hér hefur staðreyndum verið snúið yfir á Davíðsku. Þar hefur sannleikurinn enga merkingu.
Að öðruleyti geri ég orð Óskars Helga hér að ofan að mínum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2016 kl. 17:42
ertu að reyna að segja að "Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins" sé einhver sannleikur - sjálfur hef ég aldrei lesið þetta og ég efast um að margir geri það enda bara orð og tilfinningar ákv. manna
Rafn Guðmundsson, 9.4.2016 kl. 23:01
Snilldarlega skrifað bréf, eins og við var að búast.
Elle_, 10.4.2016 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.