Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætla Sjálfstæðismenn?

að gera í kosningaundirbúningi?

Þingmenn flokksins eru sagðir ganga á milli manna og stinga upp á uppstillingu á framboðslistana vegna þess að tíminn til kosninga leyfi ekki venjuleg prófkjör hvað þá landsfund flokksins?

Er þetta svo? Væri tímahrak, af hverju er þá ekki byrjað? Jú, það er af því að kjördæmisráðin eru undir of sterkum áhrifum uppstillingarsinna sem styrkjast með hverjum degi aðgerðaleysis.

Ætlum við Sjálfstæðismenn að ana í kosningar með það í farteskinu að við höfum ekki nennt að taka til höndum fyrir október þegar friðþægingarkosningar við tunnutrymblana eiga að fara fram. Án þess að við flokksmenn höfum verið spurðir.Við höfum ekkert samþykkt þessa tilhögun. Hverjir eiga að ráða?

Við verðum að hysja upp um okkur Sjálfstæðismenn og láta ekki mata okkur af lítilli klíku atvinnuþingmanna. Stjórnmál snúast ekki um að skaffa þeim lifibrauð heldur hugsjónir flokksins og stefnu.

Höfum við svör í innflytjendamálum eða ætlum að láta Unni Brá og Áslaugu Örnu um þann málaflokk? Þurfum við ekki að horfa á það að þjóðin er ekki sammála núverandi gangi mála. Væri annars verið að stofna nýja stjórnmálaflokka vegna þessa málaflokks?

Þurfum við ekki að afgreiða Viðreisnarflokkinn á afgerandi hátt? Eru landsmenn sáttir við okkur í afstöðunni til ESB og hvernig við höfum haldið á þeim málum? Þurfum við ekki að finna svör sem duga? 

Verðum við ekki að gera eitthvað Sjálfstæðismenn og það strax til að geta farið í kosningar eftir 200 daga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver eru  5 stærstu baráttumálin í réttri forgangsröðun?

Jón Þórhallsson, 2.5.2016 kl. 09:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er nokkuð ljóst að þú veist ekkert í pólitík Jón ef þú spyrð mig svona

Halldór Jónsson, 2.5.2016 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband