Leita í fréttum mbl.is

Þá skerpast línurnar

bæði í pólitíkinni og Forsetabísnessnum.

Fólk er að átta sig á því að aukinn hagvöxtur, lág verðbólga, betra gengi á norsku krónunni er að gerast núna. Það er atvinna fyrir alla sem nenna að vinna og fleiri. Og Píratar eru ekki í stjórn.

Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þessi ríkisstjórn er ekki á leið í ESB. Þessi ríkisstjórn gengur ekki með drauma um að taka upp annan gjaldmiðil. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að ganga úr NATO.

Þessi ríkisstjórn er ekki með áform um að hækka skatta. Samt fær VG aukið fylgi. Hvernig skyldi standa á því? 

Þessi ríkisstjórn vill gera eitthvað í húsnæðismálum og gerir það líklega. Þessi ríkisstjórn er búin að lækka virðisaukaskatt og létta af vörugjöldum. Það voru ekki stjórnarandstöðuflokkarnir eða Píratar sem gerðu það. Eru þeir líklegir til að bæta um betur ef þeir komast að? Er fólkið að velta því fyrir sér þegar það svarar spyrlunum? Vill það að stjórnmálamenn skattleggi og eyði eða vill það sjálft ráðstafa sínu aflafé?

Og svo á að kjósa Forseta. Við vitum hvað við höfum. Við vitum hvað Ólafur Ragnar er búinn að gera. Hvað hann hefur ekki gert vitum við líka. Hann á ríka og glæsilega konu. Hann á kjarkmikla konu sem gekk hiklaust á móti grjótkösturunum á Austurvelli og deplaði ekki auga. Meðan sumir skutust skíthræddir á bak við aðra inn um bakdyr Alþingishússins. Þó að vinstri pressan hatist við alla sem eru ríkir þá held ég að meirihluti þjóðarinnar sé ekki sama sinnis í þessu tilviki. Við erum stolt af Dorrit Forsetafrú.

Guðni sagnfræðingur er mætur maður og glæsilegur. Hann hefur ekkert gert af sér nema vera skemmtilegur og fróður.  Við vitum ekkert hvað hann mun gera sem Forseti. Við vitum bara að hann er Evrópusinni og okkur er sagt að hann sé ekki kirkjurækinn. En fyrri prinsar hafa þó jafnað París til einnar messu virði.

Ég er hinsvegar skuldbundinn Ólafi þannig að þetta er ekki erfitt fyrir mig  frekar en að kjósa ekki Pírata.

Svo að línurnar eru að skerpast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Þessi ríkisstjórn er ekki með áform um að hækka skatta. Samt fær VG aukið fylgi. Hvernig skyldi standa á því?".

 

=Ætlar xd að selja þá gullgæs sem að LANDSBANKINN er eða að halda í það góða fyrirtæki almenningi til heilla?

Jón Þórhallsson, 6.5.2016 kl. 14:06

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HALLDÓR "

 þESSI RÍKISSTJÓRN EINS OG SU FYRRI HAAFA SVIKIÐ LOFORÐ VIÐ ALDRAÐA OG ÖRYRKJA- LOGIÐ OG FARIÐ MEÐ PENINGA Í SKATTASKJÓL.

 bÚVÖRUSAMNINGUR ER SERSNIÐINN FYRIR ÞÁ SEM FLYTJA INN BÚSAFURÐIR  OFG STINGA SKATTALÆKKUN Í EIGIN VASA ENDA MEÐ ALLT SITT Á TORTÓLA EINS OG rÍKISTJÓRNENDUR !

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.5.2016 kl. 20:23

3 identicon

Guðni er álíka mikill ESB sinni og þú Halldór. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 21:39

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ljóst að Bjarni er góður fjármálaráðherra, en auðvita eiga fatlaðir (aldraðir) sama rétt og aðrir í þessu landi þó að auðveldara sé að snuða þá en verkfallsmenn.

Tortóla manía hefur heltekið marga og verður ekki séð að sú heilapest réni í bráð. 

En hvernig hefði farið með Icesave ef Guðni hefði verið forseti þá?

Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2016 kl. 23:18

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gallup og aðrar skoðanakannana-stofnanir eru ekki þjóðin.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði víst eitt sinn að fámenn samkoma væri ekki þjóðin. Ummæli sem urðu því miður efniviður fjölmiðla í blekkingarleik. Í dag veit ég betur en fyrir nokkrum árum síðan. Ingibjörg Sólrún var alls ekki að gera lítið úr þjóðinni, eins og fjölmiðlar og pólitísk valdaöfl reyndu þó að blekkingarmatreiða þessi orð hennar á sínum tíma.

Ég biðst fyrirgefningar á að hafa á tímabili trúað fjölmiðlaáróðrinum. Ég er hætt að trúa fjölmiðlum gagnrýnilaust og blindandi.

Gallup-arar og fjölmiðlar eru ekki þjóðin.

Þjóðin á að kjósa forseta og landsstjórnar-þingmenn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2016 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband