Leita í fréttum mbl.is

Afstaða Guðna til Icesave

er rifjuð upp af höfundu Reykjavíkurbréfs, hver sem það skyldi nú vera, svofellt:

"..getan og viljinn En þetta smámál skiptir að sjálfsögðu engu um það, hvort Guðni sé upplagður sem forseti Íslands eða ekki.

En það er jafnsérkennilegt að þetta smáræði í „settinu“ sé talið réttlæta framboð til forseta. Annað segir meiri sögu, og kannski hana alla.

Stærstu atvik í sögu forsetaembættisins snúa að Icesave-samningunum. Hræðsluáróður stjórnar Jóhönnu og Steingríms við atkvæðagreiðslu þjóðarinnar var magnaður. Margir kiknuðu.

Einn af þeim var sérfræðingur „RÚV“ um forsetaembættið. Tímaritið Grapevine segir: „I’m glad that I’m not in the Icelandic government. I wouldn’t know what to do, I wouldn’t know if I should accept this agreement or not. Guðni Thorlacius Jóhannesson.“

Og um fyrsta Icesave-samninginn, sem almennt er viðurkennt að hafi verið sá vitlausasti þeirra allra, segir hann:

„We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get. Take it or leave it, that’s the message we got. I think anyone criticizing the negotiations team for being weak are ignoring, wilfully or not, the incredibly difficult position the Icelandic authorities find themselves in.“

Þarna talar maður sem hafði kokgleypt áróðurinn og skalf af hræðslu.

Dettur nokkrum manni sem þetta les í hug að Guðni hefði sem forseti staðið með þjóðinni þegar mest lá við? Nei.

Er eitthvað sem bendir til þess að hann hafi breyst? Guðni segist þakklátur fyrir að vera ekki í ríkisstjórn sem þarf að fást við þetta stórmál.

Mega ekki Íslendingar vera mun þakklátari fyrir það, að hann var ekki á Bessastöðum þá? Og í mars 2010 skrifar Guðni og nú í Fréttablaðið:

„Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“.

Hæstiréttur hafnaði sjónarmiðum af þessu tagi sem fráleitum með dómi sínum um neyðarlögin."

Þarf Guðni Thorlacius ekki að sýna fram á það að hann hafi allt aðra afstöðu til Icesave núna en hann hafði þá? Og sýna fram á hversvegna honum sé núna betur treystandi og þá? Og svara beint um afstöðu sína til þjóðkirkjunnar? Og afstöðu sína til inngöngu í ESB og upptöku Evru?

Þó að Ólafur Ragnar hafi á sínum tíma haft rökþrota meiningu um eðliskost pólitísks andstæðings síns, þá kiknaði hann ekki í Icesave eins og Guðni Th.,Steingrímur Jóhann, Kúbu-Gylfi og jafnvel fleiri.

Afstaða Guðna og þeirra til Icesave er ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var alveg meiri háttar opinberun Icesave-viðhorfa Guðna Th. í Reykjavíkurbréfinu, úr gömlu Grapevine. Ég r ekki áskrifandi Moggans, en lagði það á mig að skrifa upp allan textann þann arna úr blaðinu, og þvílík afhjúpun ein minns, sem telur sig hafa burði til að skáka þvílíkum forseta sem við höfum haft í Ólafi Ragnari! Ég hygg jafnvel, að Guðni hafi skemmt fyrir endurframboði sínu til embættisins eftir fjögur ár, þótt hann fái það ekki nú, vegna yfirlýsts aumingjaskapar hans í Icesave-málinu. Alveg er ljóst, að hann hefði EKKI gefið þjóðinni réttinn til að hafna Icesave. Þar með hefði þjóðin nú verið búin að borga Bretum og Hollendingum ...

um eða hartnær 80 milljarða króna í einbera vexti (óafturkræfa) skv. Buchheit-samningnum -- og allt í erlendum gjaldeyri -- en líka miklu meira:

Ef þjóðin hefði farið þá leið, sem Guðni Th. vildi í þessu máli (að semja um upphæðina, eins og Buchheit-hópurinn gerði), þá hefðum við Íslendingar aldrei fengið að heyra það staðfest af EFTA-dómstólnum, að við værum SAKLAUSIR af þessu máli og að við þyrftum ekki að borga neitt!

 

Þykist svo Guðni ætla að gera betur en Ólafur Ragnar?!!!!!! laughing

Jón Valur Jensson, 7.5.2016 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Enn eru menn hér að falsa söguna og fara rangt með staðreyndir.

Fyrsti Icesave samningurinn var samningur sem Geir Haarde og Árni Matthisessen gerðu við Hollendinga með fulltingi Davíð Oddsonar þáverandi seðlabankastjóra. Hann kvað á um 6,7% vexti. Það var með þann samning á bakinu sem Svavar Gestson þurfti að reyna að ná fram betir samningi við Breta og Hollendinga og náði því að lækka vextina umtaslvert en náði einfaldlega ekki lengra með þennan samning undirritaðan af þetta háttsentum mönnum á móti sér.

Sá samningur var samþykktur á Alþingi með fyrirvörum og Ólafur Ragnar skrifaði undir hann. Menn vilja stundum gleyma því. 

Það voru Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim samningi og var þá gerður annar samningur. ÓLafur Ragnar neitaði sð skrifa undir hann og fljótlega upp úr því áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kom fóru þeir að bjóða betri samning og eðlilega var sá samningur því kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu enda fer engin að samþykkja samning þegar hinn samningsaðilinn er búið að gefa í skyn að hann sé tilbúin í hagstæðari samning.

Hvað varðat Bucheit samninginn þá er það rangt að íslenska ríkið hefði ekki getað gert kröfur á móti vaxgagreiðslunum. Þær hefðu orðið almennar kröfur í þrotabúið og nú þegar ljóst er að það næst um þriðjungur upp í almennar kröfur úr þrotabúi gamla Landsbankans þá er ljóst að þriðjungur af þessum greiðslum hefði fengist til baka. Til viðbótar við það hefði ríkissjóður fengið þá 23 milljarða sem voru í innistæðutryggingarsjóði. Því hefði kostnaður ríkissjóðs verið um það bil 35 milljarðar þegar upp væri staðið.

Ófrángengin Icesave samningur tafði endurreisn íslensks efnhahagslífs um að minnsta kosti 9 mánuði og hefur það leitt til tapaðra skatttekna ríkisins upp á mun hærri fjárhæðir en þá 35 milljarða sem samningurinn hefði kostað. Til viðbótar við það leiddi það til tekjutaps fyrir alnenning í landinu og tapaðra skattekna sveitafélaganna í landinu.

Það er því ljóst að við töpuðum mun meira á því að hafna Bucheit samningum en það hefði kostað að samþykkja hann.

Svo hefur komið fram að vegan gengishækkunar krónunnar hafa Bretar og Hollendingar fengið 53 milljórðum meira úr íslensiu efnahagslífi fyrir Icesave greiðslurnar heldur en þeir greiddu í það. Þessu sleppa menn alveg sem eru að gagnrýna þá sem vildu samþykkja Bucheit samninginn.

Svo má einnig geta þess að í dómsmálinu fyrir EFTA dómstólnum fengum við þeim lið vísað frá á grunvelli tækniatriðis sem mesta hættan var á að við töpuðum ef hann hefði farið til efnislegrar meðferðar. Þetta reyndist unnt vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Þá atburðarrás var ekki hægt að sjá fyrir þegar ákveða þurfti hvort Bucheit samningurinn yrði samþykktur eða ekki.

Eitt er þó alveg ljóst. Það fólst gríðarlega mikil áhætta í því að láta málið fara fyrir EFTA dómstólinn og það hefði getað farið illa. Þegar upp er staðið er ljóst að við töpuðum meira á því að láta máli fara fyrir dóm heldur en að samþykja samninginn þó við hefðum unnið fullnaðarsigur fyrir dómstólnum. Hvað segir það um þá sem vildu fara dómstólaleiðina og þá sem ekki voru tilbúnir í þá áhættu?

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2016 kl. 13:36

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður M Grétarsson

Bendi þér á eftirfarandi grein á Vísindavef HÍ eftir Hersir Sigurgeirsson:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=68935

Þar kemur fram m.a. að í sjóði TIF voru 20 ma, ekki 23 eins og þú heldur fram.

Eins kemur þar fram að vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna Buchheit samningsins hefðu numið 80,5 ma. Í þessari grein á Vísindavefnum er sýnt fram á með útreikningum hvernig sú niðurstaða er fengin.

Sjálfsagt er að halda til haga, því sem rétt er í þessu máli.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.5.2016 kl. 16:04

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það sem ekki kemur fram á þessari grein á vísindavefnum er að gert er ráð fyrir að um þriðjungur náist upp í almennar kröfur úr þrotabúi gamla Landsbankans. Það leiðir til þess að ríkissjóður væri að fá hátt í 30 milljarða upp í þessar greiðslur til viðbótar við greiðslu úr innistæðutryggingasjóðnum. Nettó kostnaður ríkissjóðs hefði því oriðið undir 40 milljörðum. Einnig má reikna með því að hraðari uppbygging efnahagslífsins hefði leitt til styrkingar krónunnar og þar með lægri greiðslna í íslenskum krónum.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband