Leita í fréttum mbl.is

Það er stand á Goddastöðum

hvað mig áhrærir að minnsta kosti.

Búinn að lýsa því yfir opinberlega að ég styðji Ólaf Ragnar svo lengi sem hann þarfnist mín, hlýtur mér að líða eins og Hrafnkatli Freysgoða núna sem neyddist til að drepa smalamanninn vegna fyrri of sverra yfirlýsinga.

Hvað á ég að gera þegar allt í einu hann Davíð kemur fram og segir skák á Ólaf? Ég hef áður sagt frá því að ég hef enn pólitíska timburmenn fyrir það að finnast það ósvífni af Davíð á þeim tíma að fara gegn sitjandi formanni á sinni tíð. Og verða að þola það allan þann tíma sem liðinn er að Davíð var og er minn maður að öllu æði og orði.

Já mín pólitíska tíð hefur ekki alltaf verið sældarvist allt frá því að kjósa séra Bjarna, og alla þá sem töpuðu í Forsetakosningum  fram að Icesave. Ég átti fáein góð ár í sólinni með Gunnari Birgissyni og Sigurði Geirdal hér í Kópavogi. Það var gaman á þeim tímum þegar allt reis uppá við.

Svo krassaði þetta allt og Gunnar farinn norður að stýra Fjallamönnum og ég sit eftir hér i Kópavogi sem geðvont gamalmenni sem enginn nennir að tala við lengur um pólitík. Þó er dóttirin komin í pólitíkina með honum Ármanni og þeim gengur bara vel að mér sýnist úr fjarskanum. Ég ætti bara kannski að flytja til Timbúktú í þeirri von að einhver tali við mig þar. En líklega hef ég heldur ekki neitt að segja lengur svo mér sé bara sæmst að húka hér í minni holu áfram.  

Og nú finnst mér ég auðvitað vera í vanda sem þó hugsanlega getur leysts ef Ólafur leysir mig frá Freyfaxa. Kannski get ég líka lýst því yfir að ég sé orðinn geðveikur af öllu þessu forsetarugli og ég taki mér vikulangt sumarleyfi þegar kosið verður og geti ekki kosið vegna stundarbrjálæðis. Plead temporary insanity eins og þeir gera fyrir westan. Hugsanlega stingur einhver upp á snæri en ég er ekki alveg tilbúinn í það.

En það er aldeilis stand á Goddastöðum fyrir mig í þessari kosningatíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég les þannig í þetta Halldór, að Þetta sé sameiginlegt "plott" hjá Davíð Oddssyni og Ólafi Ragnari, sem sé þannig að ef Davíð bjóði sig fram þá hætti Ólafur Ragnar við framboð.  Ég hef ekki nokkra trú á að Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar hafi nokkurn hug á að fara að "taka slag" um Bessastaði.  Þannig að ég held að þú getir kosið Davíð Oddsson með góðri samvisku.

Jóhann Elíasson, 9.5.2016 kl. 09:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

N'u er ljóst að ÓRG hefur dregið framboð sitt til baka og þú getur með góðri samvisku kosið Davíð landsföður með okkur  hinum.

Kæri Jóhann, það eru lítil líkindi til að samkomulag hafi verið með Davíðs og forsetans, því þá hefði forsetinn fregið framboð sitt til baka síðdegis þegar framboðsfrestur rennur út og sömuleiðis Davíð lagt inn frambioð sintt þann dag samtímis.

Ég tel það Guðs náð að upphaflega bauð sitjandi forseti fram starfskrafta sína enn á ný þegar kraðak frambjóðenda var slíkt og fátt um fína drætti sem hæfa embættinu. Sú ákvörðun var alger himnasending á ögurstundu. Forsendur þess að forsetinn bauð sig fram og hann lýsti sjálfur hurfu sem dögg fyrir sólu þegar annar risi bauð sig fram í gær, landsfaðirinn Davíð Oddsson.
Það var ekki nema eðlilegt að forsetinn drægi sig til baka úr framboðinu því þær forsendur sem hann gaf voru auðvitað brostnar og engin þörf á að hann heldi sig við að fara fram, enda ekki gert í eiginhagsmunaskyni, heldur þjóðarinnar vegna og í ljósi þress að enginn annar frambjóðandi var augljóslega hæfur í embættið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 12:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann, þetta getur vel verið eitthvað til í þessu hjá þér. Eiríkur birkibeinn þótti stundum helst til fljótur að þiggja friðinn og Ólafur var ekki að tvínóna við.

Cachoetes, Óli lógaði Freyfaxa fyrir mig svo nú er ég frjáls . Ég er sammála þér um smáatriðin.

Halldór Jónsson, 9.5.2016 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband