11.5.2016 | 08:44
Óábyrgt kúkerí
hefur víst átt sér stað við Mývatn.
Þar hefur framtaksemi íbúa við að afla sér tekna af ferðamönnum frá því að Kísiliðjan hætti að dæla úr vatninu leitt til þess að þörungagróður sem þrífst af þvottaefnum líklega eins og gerðist í Lake Erie hefur útrýmt kúluskít og fleiru af botngróðri.
Þá er allt í einu fjör á Alþingi. Engum þótti merkilegt að Þistilfirðingurinn Steingrímur J. væri fremstur í flokki að garga á að hundruð milljóna verði strax settir í kaupa rotþrær handa mývetnskum ferðamönnum að kúka í.
Nú er mengun af blómlegri ferðamannastarfsemi Mývetninga orðið málefni þjóðarinnar að leysa strax. Og þingmaður eftir þingmann jafnvel af Suðurlandi tekur undir sönginn. Mývetningar geta ekki keypt sér rotþrær, það er svo dýrt.
Áður en þetta varð urðum menn langa vegu frá Þingvallavatni að hlíta fyrirmælum Þingvallanefndar og kaupa rándýrar rotþrær til allra nýbygginga á svæðinu. Ekkert heyrðist þá frá Steingrími Jóhanni sparisjóðakóngi eða hysteríska liðinu á Alþingi vegna vegna ágangs ferðamanna hér sunnanlands á gullna hringnum til dæmis. Við máttum borga allar mengunarvarnir styrkjalaust.
Einu sinni var sagt að félli hæfileg rigning félli á jarðir bænda þá væri afrakstur túnanna þeirra eign. Ef óþurrkar væru væri það málefni þjóðarinnar að borga ónýt hey og kalskemmdir.
Það var svo sem auðvitað hversu botninn í Mývatni er allt í einu orðinn vandamál þjóðarinnar. Ég hélt að hann óhjákvæmilega myndi fara í fyrra horf ef Mývetningar tækju upp ábyrgt kúkerí eins og við hér sunnanlands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 3419741
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það hefur rækileg komið fram í fréttamiðlum að það eru engin opin ræsi í Mývatnsveit
Allir hafa rotþrær. En þær uppfylla vist ekki einhverja staðla.
En auðvitað er ekki hægt að jafna saman kúkmenningu sunnan og norðanmanna.
Það er jafnvel spurning hvort sunnlendingar kúka yfirleitt.
Snorri Hansson, 11.5.2016 kl. 10:02
Að gera út á almenning er helsta boðorð margar þingmanna. Nefnt þingmannapot. Skiljanlegt með núvera kjördæmaskipan þegar héraðsþingmenn kvaka en þegar sjálfstæðismenn langt að vilja eyða milljörðum í rotþrær hrökkva menn við.
Kaupmaðurinn úr Reykjavík sem ræður umhverfismálum hefur sagt réttilega að vandamál Mývatns séu af öðrum óþekktum toga. Það viðurkenna flestir skynbornir menn að þingmenn geta ekki öllu stjórnað náttúrunni með fjárveitingum.
Kór þingmanna getur með endalausum upphrópunum orðið sammála um að nú sé þeirra að kaupa peningaþrær sem þeir einir kunni skil á . Því er einfaldlega haldi fram að allt sé í ólagi af ágangi og að dæla þurfi fé. Þannig þenst ríkisbáknið út.
Sigurður Antonsson, 11.5.2016 kl. 13:42
Auðvita er þetta allt vonda fólkinu á Suðvestur horninu að kenna!!
Sigurður I B Guðmundsson, 11.5.2016 kl. 16:16
Hvernig stendur á því, að hótel og veitingahús fá að stunda sína mengandi starfsemi í hjarta einnar helztu náttúruperlu Íslands án þess að beita beztu hreinsitækni, sem völ er á ?
Iðnaðinum er gert að setja upp fullkomnustu mengunarvarnir, sem völ er á, að viðlagðri sviptingu starfsleyfis, og hann fær enga opinbera styrki til þessara framkvæmda.
"Náttúruverndarsinnar" hafa haft hljótt um sig, frá því að blóraböggullinn þeirra, Kísiliðjan við Mývatn, var rifin. Það reyndist engu breyta til batnaðar fyrir lífríkið í vatninu.
Mikið hefur verið rannsakað, en ekkert gert til úrbóta fyrr en veiðiréttareigendur og handhafar veiðiréttar skera upp herör.
Loddarar skulu þeir heita, sem beita fyrir sig náttúruverndarsjónarmiðum í afturhaldsáróðri sínum gegn iðnaði, raforkuvinnslu og flutningi raforku með loftlínum
Bjarni Jónsson, 11.5.2016 kl. 17:20
Jón fisku hefur aðrar skýringar á Mývatnsdauðanum sem mér þykja athyglisverðar. Hann segir þetta vera eðlilegar náttúrusveiflur.
"Stundum hefur þetta verið svipað í Mývatni. Byrjum með hreint borð:
1. Vatnið er tært að vori, mikið af krabbaflóm í vatninu, mikið mý, nóg fæða fyrir silung sem þrífst vel, engin hornsíli.
2. 1-2 árum síðar, hornsílum fjölgar, krabbaflóm fækkar og vatnið fer að gruggast, dregur úr vexti silunga.
3. Vatnið grænt, fullt af hornsílum, krabbinn horfinn, silungur horaður. Allt fiskafóður upp étið og það endar með því að hornsílin yfirgefa vatnið. Ég hef séð þau synda úr vatninu niður Laxá í milljónatali.
4. Aftur á byrjunarreit, hornsílin farin, krabbaflær komnar aftur og vatnið tært. Þessi hringrás endurtekur sig á 5-7 árum.
Sé rétt að hornsílin séu nú horfin úr Mývatni (stofninn hruninn eins og sagt er) þá er vatnið að færast yfir á stig 4 hér að ofan og verða tært næsta sumar. Sjáum hvað setur.
Kúluskítur og annar botngróður er horfinn vegna þess að bláþörungasúpan kemur í veg fyrir að ljósið nái niður á botninn. Vandamálið er því bláþörungurinn, hvað veldur því að hann blossar svona upp? Þekkt er að það hafa skipst á tímabil með u.þ.b. 7 ára millibili, þar sem vatnið skiptist á að vera tært og gruggugt af þörungum. Alltaf er samt sama innstreymi af næringarefnum. Hvernig má vera að stundum valdi þau þörungablóma og stundum ekki? Það hljóta að vera aðrir líf- og vistfræðilegir þættir sem þarna eru að verki. Samt er það eina sem mönnum dettur í hug núna er að ráðast í að lagfæra klóak, sem aðeins stendur fyrir um 1% af innstreymi næringarefna ef marka má nýútkomna rannsóknaskýrslu. Ráðherrann vitnar í skýrsluna og telur að ástand vatnsins sé ekki af manna völdum. Samt á að ráðast í dýrar framkvæmdir því "það er það eina sem við getum gert. Hvernig væri nú að skyggnast í hugmyndir og tillögur sem stungið hefur verið undir stólinn?
Ég stundaði rannsóknir í Laxá og Mývatni samfellt frá 1974 til 1986, var í sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir í mörg ár og var í stýrihópi um rannsóknir erlendu sérfræðinganna 1998 og 1999. Ég hef sett upp síðu um Mývatnsmál hér. Þar eru slóðir, m.a. á skýrslu erlendu sérfræðinganna."
Er ekki ástæða til að hlusta á Jón Kristjánsson svona meðfram áður en skrúfað er frá ríkisspenanum?
Halldór Jónsson, 12.5.2016 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.