14.5.2016 | 11:25
Samfylkingin
er mörgum hugstæð um þessar mundir. Menn skynja vandann með því að lesa málgagn hennar Fréttablaðið sem berst við aðsteðjandi vandamál fylkingarinnar ekki með jákvæðum umbótatillögum heldur með niðurrifi alls sem undir slíkt gæti fallið. Fái menn ekki nóg af því bara að lesa bæði leiðara og stjórnmálapistla blaðsins þá geta þeir bætt skrifum þeirra Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar og frænda míns meira að segja og prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar til þess að sannfærast um þær einlægar hugsjónir sem prýða mega einn jafnaðarmannaflokk.
Þrátt fyrir vasklega framgöngu þessara miklu afla og áhrifamanna þá hefur fylgið hrunið úr nærri þriðjungi kjósenda niður í Elefant-styrkleika svo vitnað sé í vöru sem menn eitt sinn vissu besta í bjórlitlu landi. Árni Páll hefur lagt á sig mikið erfiði til að reyna að greina orsakirnar fyrir fylgishruninu en þegið rýtingsstungu í staðinn. Hann sendi út "mea-culpa" hirðisbréf til allra flokksmanna í vetur í þessu skyni. Hann fékk fá svör og færri uppörvanir flokksmanna að launum og hefur nú ákveðið að reyna ekki frekar að leysa vandann.
En hugsanlega er mönnum að yfirsjást um grundvallarstaðreyndir. Auðvitað er fortíðin og sagan byggð á því þjóðfélagi sem þá var.En samt má velta því fyrir sér að sé VG með hátt í fimmtungsfylgi þá sé Samfylkingin nú með tiltölulega raunhæft fylgi í sögulegu samhengi? Breytingar á þessu verða mjög líklega aðeins innbyrðis milli þessara flokka. Samfylkingin vinnur fylgi af VG eða öfugt. Hvað því ræður er er aðeins að finna í þjóðarsálinni.
Hinir merkilegri flokksmenn virðast helst telja að það byggist á persónutöfrum forystunnar. Það virðist ekki hvarfla að þeim að það er jafnaðarstefnan sjálf, þessi óbreytanlega forsjárhyggja sem felst í því að ríkið skattleggi og eyði en ekki að þegnarnir afli og eyði, sem stýri umfangi flokkanna? Uppskera fylgis ráðist svo mjög af stærð og útþenslu hins opinbera.
Þessi grundvallarforsenda kom fram á Sjálfstæðisflokknum þegar hann þandi út báknið sem mest. Fylgi hans fór þverrandi og sjálfstætt fólk leitaði annað. Nú þegar flokkurinn sýnir merki þess að hann vilji ganga til liðs við fornar hugsjónir um minni ríkisafskipti en meira einstaklingsfrelsi, þá fari fylgið að rísa. Hófstillt og yfirveguð framkoma formanns flokksins vekur traust meðal fólks þar sem hún stingur svo gersamlega í stúf við glamuryrði stjórnarandstöðunnar. Þannig rísi fylgi Sjálfstæðisflokksins meðan Pótemkín tjöld Pírata falla.
Þá kemur til kasta prinsanna, þeirra Magnúsar Orra og Helga Hjörvars.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sem er hið fyrsta eftir að Davíð fer í sumarfríið sitt, fjallar um það hversvegna þessir menn báðir telja sig geta verið þau sameiningartákn sem safni jafnaðarmönnum undir þeirra handarjaðar. Þeir virðast ekki átta sig á því að sögulegt fylgi jafnaðarmanna, bæði róttækra kommúnista og eðalkrata er samanlagt ekki meira en 25 % eins og er um þessar mundir.
Í Reykjavíkurbréfi segir m.a. svo um hæfileika til formennsku í Samfylkingunni: (feitletranir eru bloggarans)
"...Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi og fyrrverandi þingmaður flokksins, á athyglisverðan feril á þingi. Ekki vegna þess að hann hafi náð nokkrum árangri á síðasta kjörtímabili heldur miklu frekar vegna eins máls sem hann situr uppi með og vill síður að hátt fari.
Magnús Orri hóf ferilinn á að beita sér í landsdómsmálinu svokallaða, ömurlegu máli sem fylgja mun forsprökkum þess langa tíð, og var einn þeirra sem tóku í því hvað minnst virðingarverðu afstöðuna þegar greidd voru atkvæði.
Hann vildi láta ákæra þrjá fyrrverandi ráðherra, en undanskilja einn þeirra, vin sinn viðskiptaráðherrann fyrrverandi(sem hefur verið í miklum framhaldserfiðleikum frá ráðherradögum þeim sem leiddu Geir H. Haarde til þess að geta ekki þá lagt mál fyrir ríkisstjórn sína með eðilegum hætti vegna þessa ráðherra og leiddu til skfellingar hans). Þessi skammarlega afstaða hefur ekki orðið til þess að hann þyki óframbærilegur til formanns í flokknum. (Í því stendur hann raunar jafnfætis tveimur öðrum formannsframbjóðendum flokksins, því að Oddný Harðardóttir tók sömu afstöðu og Helgi Hjörvar vildi ákæra fyrrverandi forsætisráðherra en sleppa sínu fólki.)
En Magnús Orri bregst við vanda flokksins með því að vilja ekki ræða fortíðina en þess í stað einbeita sér að framtíðinni. Þetta er skiljanlegt í hans tilfelli, og raunar einnig í tilfelli tveggja annarra formannsframbjóðenda, en hann er bjartsýnn ef hann heldur að tillaga hans um að endurnefna flokkinn dugi til að blekkja kjósendur.
Nýtt nafn og kennitala
Magnús Orri Schram hefur sem sagt lagt það til að hann verði kosinn formaður og að hans fyrsta verk verði að losa flokkinn við nafnið og kennitöluna og bjóða landsmönnum upp á nýjar umbúðir.
Hann segir Samfylkinguna þurfa að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust.
Athyglisvert er að skoða tillögur hans að breytingum. Hann er þeirrar skoðunar að áherslur flokksins eigi í dag brýnt erindi en virðist ekki ná til kjósenda. Þess vegna segir hann að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.
Og hver er grundvallarbreytingin? Hún er ekki í stefnu flokksins, því að eins og að framan segir á stefnan brýnt erindi við almenning. Vandinn er bara sá að sögn Magnúsar Orra að almenningur áttar sig ekki á því hve brýnt er að stefnan nái fram að ganga og þess vegna hafnar almenningur flokknum.
Svar Árna Páls við vanda flokksins var að viðurkenna, að minnsta kosti að hluta til, að stefnan hefði verið röng, en hann hafði engin svör um hvert skyldi stefna. Svar Magnúsar Orra er að bjóða upp á nýjar umbúðir.
"Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum, segir Magnús Orri, og bætir við:
Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar.
Klyfjar fortíðar síga í
Þessu umbúðatali fylgja nokkur orð til staðfestingar þess að Samfylkingin hafi allan tímann verið á réttri leið, fylgt réttri stefnu, en nú þurfi að kasta burt klyfjum fortíðar.
Áhugi þeirra sem hafa slæma samvisku, hvort sem það eru flokkar eða menn, að kasta burt klyfjum fortíðar er skiljanlegur. Það er ekki auðvelt fyrir Samfylkinguna að rogast með þær klyfjar sem núverandi formaður hefur greint frá í gegnum alþingiskosningar.
Ekki frekar en það ætti að vera auðvelt fyrir þrjá af fjórum formannsframbjóðendum að rogast með sínar þungu byrðar í gegnum formannskjör.
Gagnvart kjósendum er hins vegar allt annað en heiðarlegt að leysa fortíðarvandann með því að setja upp grímu og hefja blekkingaleik.
Ætli Samfylkingin og þeir sem ábyrgð bera á störfum hennar á undanförnum árum að taka áfram þátt í stjórnmálum væri réttast af þeim að ljúka því verki sem núverandi formaður flokksins hóf með játningum sínum í febrúar.
Kjósendur eru ekki að biðja um kattarþvott í formi nýs nafns og nýrrar kennitölu. Þeir vilja flokk sem stendur með þeim en berst ekki sí og æ fyrir annarlegum hagsmunum.
Á meðan forystumenn Samfylkingarinnar vilja ekki skilja þetta og neita að horfast í augu við eigin verk, má ætla að nafnabreyting verði ekki til að breyta miklu um afstöðu kjósenda."
Samfylkingin hefur heldur ekki hvergi gert upp við fortíð sína. Hún naut styrkja frá útrásarliðinu sem námu milljónatugum. Hún skilaði engu til baka af því fé sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði. Hún hefur ekki gert upp við sín aflandsfélagatengsli né fornan fjárhagslegan grunn. Forverar VG, Kommúnistaflokkur íslands, Sameingingarflokkur Alþýðu-Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið, allt voru þetta hreyfingar sem töldu sig verða að mála yfir nafn og númer eins og þá var háttur breskra landhelgisbrjóta.
Fólkið er ekki tilbúið að fylkja sér með öflum sem ekki geta gert grein fyrir sjálfum sér, hvorki í fortíð, nútíð eða framtíð eins og Samfylkingin er að berjast í um þessar mundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það verður engin eftirsjá að Samfylkingunni,það á bara að taka hana úr öndunarvélinni, þetta enda lausa ESB kjaftæði, sem logar nú stafnanna milli, skjaldborg um heimili landsmanna sem aldrei kom,en í þess stað var slegin skjaldborg um fjármálakefið, og erlenda vogunarsjóði, og Árna Páls lögin,svo ekki sé nú minnst á Icesave, sem þeir ætluðu að þröngva upp á skattgreiðendur á íslandi, skuldir einkafyrirtækis í Englandi og Hollandi og víðar.
Því bera fagna stofnun nýs flokks Þjóðfylkingarinnar, sem mun taka upp öll helstu stefnumál gamla Alþýðuflokksins á stefuskrá sína, og vera flokkur fólksins í landinu.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 13:09
"- - með niðurrifi alls sem undir slíkt gæti fallið." - - "Kjósendur eru ekki að biðja um kattarþvott - -. Þeir vilja flokk sem stendur með þeim en berst ekki sí og æ fyrir annarlegum hagsmunum."
Niðurrifsflokkurinn sjálfur er vandamálið en þau skilja það ekki. Kjósendur eru bara ekkert að biðja um þennan flokk. Mennirnir 2 eru bara fyndnir að halda að þeir geti bjargað þessu flokksviðrini sem best væri niðurlagt.
Elle_, 14.5.2016 kl. 14:00
Skarplega ályktað Elle, er þetta bara ekki kjarni málsins?
Já Nafni minn, mér líst vel á margt já Þjóðfylkingunni og stórum betur en margt sem fram fer í mínum flokki. Kannski vitkast hann eitthvað við samkeppnina og þetta GGF verði snúið eitthvað niður.
Halldór Jónsson, 15.5.2016 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.