Leita í fréttum mbl.is

Útlendingalöggjöfin í þöggun

hugsanlega vegna ótrúlegs málskrúðs í textanum um hverskyns mannúð sem leiðir, að dómi lögregluyfirvalda, til réttleysis Íslands gegn hverjum hæslisleitanda og flóttamanns sem er. Líklega hafa þingmenn lent í sömu hremmingum og ég við að reyna að lesa frumvarpið, maður bara nennir því ekki þar sem svipaðar leiðinlegar tuggur eru síendurteknar í kansellístíl.

Þetta frumvarp er samt stórhættulegt og verður að ræðast sérstaklega af því að það stefnir ótvírætt í þveröfuga átt við þær takmarkanir sem nú gilda og þykja allt of slakar.Það má ekki lenda í þöggun.

Björn Bjarnason gerir frumvarpið að yrkisefni í Morgunblaðinu í gær.Greinin er svohljóðandi(bloggari feitletrar):

"Útlendingamál valda deilum í öllum nágrannalöndum okkar, austan hafs og vestan. Donald Trump, væntanlegur forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, aflaði sér fylgis með yfirlýsingum um að Mexíkanar skuli borga mannhelda girðingu á landamærum þeirra og Bandaríkjamanna. Girðing hefur verið reist á landamærum Ungverjalands og Austurríkis gagnvart ríkjum í fyrrverandi Júgóslavíu og Austurríkismenn undirbúa girðingu gagnvart Ítalíu í Brenner-skarði í Ölpunum.

Undir lok apríl sigraði frambjóðandi Frelsisflokksins í fyrri umferð forsetakosninga í Austurríki. Flokkurinn vill harða stefnu í útlendingamálum. Jafnaðarmaðurinn Werner Faymann sagði af sér sem kanslari Austurríkis mánudaginn 9. maí. Flokkurinn væri splundraður meðal annars vegna útlendingamála. JeanClaude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir það „pólitíska katastrófu“ fyrir Evrópu verði landamæravarsla hafin í Brenner-skarði.

Hæliskvóti ESB

Innan ESB er tekist á um framkvæmd kvótareglna um dreifingu hælisleitenda til ESB-landa. Neiti ríki aðild að kvótakerfinu er tillaga framkvæmdastjórnar ESB að ríkið geti keypt sig undan því í eitt ár í senn. Gjald fyrir að losna við flóttamann hefur verið kynnt sem 250.000 evrur, 35 millj- ónir ísl. kr. á ári. Greiða á gjaldið beint til þess ríkis sem hýsir viðkomandi flóttamann.

Mikill ágreiningur um kvótareglurnar er innan ESB og óvíst að þær komi nokkru sinni til framkvæmda. Þjóðþing og ESB-þingið verða að samþykkja þær. Í sumum löndum er reglunum líkt við fjárkúgun. Slóvakar höfðuðu árið 2015 mál gegn framkvæmdastjórn ESB fyrir ESB-dómstólnum vegna reglna sem kynntar voru þá. Það á að ráðast í dag hver verður afstaða finnsku ríkisstjórnarinnar til málsins.

Árið 2015 reyndi framkvæmdastjórnin að neyða aðildarríkin til að sætta sig við uppskipti á 160.000 flóttamönnum til að minnka álag á Ítali og Grikki. Nú hefur aðeins 1.441 manni verið úthlutað nýju landi í samræmi við þessa ákvörðun. Ráðgert er að efla hælismálastofnun ESB og veita henni umboð til að reikna út hæfilegan fjölda hælisleitenda fyrir hvert ESB-ríki. Þá er ætlunin að koma á fót 500 manna hópi sérfræðinga í afgreiðslu hælisumsókna. Þeir verði sendir til þeirra landa þar sem vandinn vegna hælisleitenda er mestur hverju sinni.

Fækkun í Danmörku og Noregi

Svíar, Danir og Norðmenn hertu gæslu við landamæri sín í fyrra og nú hefur framkvæmdastjórn ESB samþykkt að þeir geti haldið henni enn uppi í sex mánuði til viðbótar. Hælisleitendur í Danmörku hafa ekki verið færri í fimm ár en í apríl og mars í ár. Danska útlendingastofnunin segir að 349 hafi sótt um hæli í apríl 2016 en þeir hafi verið 564 í apríl 2015. Í Kaupmannahöfn fagna stjórnmálamenn að Danmörk hafi fallið úr 5. í 10. sæti sé litið til þeirra ESBlanda sem taka á móti flestum hælisumsóknum.

Þetta sýni að harðari stefna ríkisstjórnarinnar skili árangri. Ekki aðeins vegna landamæravörslunnar heldur einnig vegna hertra reglna um fjölskyldusameiningu og skilaboða um upptöku verðmæta í eigu aðkomufólks. Almennt hert stefna í útlendingamálum hafi dregið úr fjölda hælisumsókna.

Þess vegna skipti meginmáli að ríkisstjórnin haldi áfram á sömu braut. Enn verði að fækka hælisumsóknum, þær séu nú of margar. Framfylgja beri landamæravörslu og herða útlendingalögin enn frekar. Norska ríkisstjórnin leggur áherslu á að hælisleitendur sem ekki þarfnast verndar í Noregi snúi til heimalands síns.

Til að fylgja þessari stefnu eftir hefur stjórnin ákveðið að bjóða 500 hælisleitendum sem fyrstir ákveða að hverfa frá Noregi 10.000 n.kr. aukastyrk. Í gildi eru reglur um 20.000 n.kr. stuðning við hælisleitendur sem yfirgefa Noreg. Norska ríkisstjórnin rökstyður þennan fjárstuðning með því að mun ódýrara sé fyrir norska skattgreiðendur að fólkið fari úr landi en reyni að setjast að í Noregi.

Norsk yfirvöld fylgjast náið með stefnu Dana í útlendingamálum. Þau hafa til dæmis kynnt sér aðstæður í Næstved í Danmörku þar sem farand- og flóttafólki er komið fyrir í tjaldbúðum. Hefur verið gripið til sama úrræðis í Noregi. Norska útlendingastofnunin segir að nú sé 25.861 hælisleitandi í Noregi, flestir frá Sómalíu, þá Sýrlandi og Erítreu. Hælisumsóknum hefur heldur fækkað undanfarið en þær voru fleiri en nokkru sinni á árinu 2015.

Varað við glæpamönnum

Rob Wainwright, yfirmaður Europol, Evrópulögreglunnar, segir að í fyrra hafi tekjur glæpasamtaka af smygli á fólki til Evrópu numið allt að 6 milljörðum evra.

Um 90% þeirra sem komust ólöglega til álfunnar hafi notið aðstoðar smyglara. Vöxtur í glæpastarfsemi í Evrópu er talinn hraðastur í smygli á fólki. Europol opnaði í mars evrópska miðstöð gegn mansali.

Þá hefur Europol tekið saman gagnagrunn með um 40.000 nöfnum þeirra sem eru taldir eiga aðild að mansali. Í Svíþjóð eru 55 hverfi kölluð „No go-zones“ vegna þess að þar er engin regluleg löggæsla en glæpamenn hafa undirtökin. Hætti lögreglumenn sér inn í þessi hverfi verða þeir fyrir grjót- og jafnvel sprengjukasti eða skotið er á þá. Vegna þessa hefur lögreglan látið þau boð út ganga að hún ráði ekki lengur við ástandið í hverfunum sem eru í 22 bæjum.

Fjölgun á Íslandi

Tölur frá útlendingastofnun sýna að hælisleitendum hér fjölgar mikið á fyrsta ársfjórðungi milli áranna 2015 og 2016. Þeir voru 39 í fyrra en 134 í ár. Flestir komu frá Albaníu (33), þá frá Makedóníu (21), Írak (19) og Sýrlandi (12). Að Albanir og Makedóníumenn séu stærsti og næststærsti hópur hælisleitenda hér ætti að vera sérstakt rannsóknarefni í samvinnu við stjórnvöld þessara landa og Europol.

Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um útlendinga, ný heildarlög í 125 greinum með ítarlegri greinargerð. Frumvarpið var samið af nefnd fulltrúa allra þingflokka.

Þar er orðið „hælisleitandi“ fellt úr íslenskum lögum og í staðinn talað um þá sem sækja um vernd. Frumvarpið er dæmi um stórmál sem hlýtur litla sem enga umræðu á opinberum vettvangi vegna samkomulags milli flokka. Það lofar ekki endilega góðu um efni þess.

Í umsögn lögreglustjóra um frumvarpið er varað við að „sú mikla áhersla sem lögð er á mannúð í frumvarpinu […] grafi undan öryggissjónarmiðum sem lögreglu ber að hafa í forgangi“ ekki síst á tímum þegar sýnt er „að flóttamenn séu hagnýttir í ólögmætum tilgangi af glæpahópum“.

Hér vekur ráðherrann fyrrverandi athygli á þeirr staðreynd að meðan hælisleitendum fækkar í nágrannlöndunum stóreykst aðstreymið hingað eins og vatnsflaumur sem leitar ávallt leiðar minnstrar mótstöðu.

Sá forsetaframbjóðandi okkar sem mest fylgis nýtur í Sskoðanakönnunum vill opna hér sem flestar gáttir í kristilegum anda og að við borgum sjálfir fyrir allan kostnað sem af þessu hlýst. Athygli vekur að hann notar hugtakið um kristilegan anda en er sjálfur utan trúfélaga. Engu að síður verður hann æðsti verndari þjóðkirkjunnar nái hann kjöri.Kannski ekki flóknara en með fyrri Forseta

En með afstöðuna til flóttamanna og hælisleitenda eru hér atriði sem væntanlegir kjósendur í Forsetakosningum ættu að athuga áður en þeir greiða atkvæði.

Hvaða afstöðu hafa frambjóðendur til gríðarlegra áhrifa frumvarpsins til Útlendingalaga ef samþykkt verða?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvæmlega, Halldór: "vegna ótrúlegs málskrúðs í textanum um hverskyns mannúð sem leiðir, að dómi lögregluyfirvalda, til réttleysis Íslands gegn hverjum hælisleitanda og flóttamanni sem er."

Merkilegt samt, að jafn-glögg þingkona og Sigríður Ásthildur Andersen sagði mér það í gær (við opnun kosningamiðstöðvar Davíðs), að henni litist "vel" á það sem hún væri búin að lesa af frumvarpinu!!!

Ætli henni og flestöllum þingmönnum nema kannski Ásmundi Friðrikssyni lítist VEL á það að (1) auðvelda mönnum eins og þessum þremur frá Marokkó, sem laumuðust hingað með Norrænu í fyrradag, að fá hér höfðinglegar viðtökur og að kasta Íslendingum í staðinn úr húsnæði á Kjalarnesi til að búa þessum (kannski "utansveitar passalausum") bærilega notalegar aðstæður og framfæri á kostnað ríkisins?

Ætli henni lítist líka mætavel á, að þeir verði innan fárra ára komnir með fullan "rétt" til að "endursameina fjölskyldur sínar" með því að fá hingað börn sín og foreldra og því næst systkini sín og börn þeirra frá Marokkó? Annað eins hefur nú gerzt í Hollandi og Noregi, þótt Norðmenn séu reyndar búnir að fá yfir sig meira en nóg af slíku, horfandi t.d. á einn Sómala fá til sín 17 manns úr "fjölskyldunni", börn og fólk sem hafði þó aldrei áður stigið fæti á norska jörð, en hefur nú fengið auðveldan aðgang að sócíalnum.

Nú eru Norðmenn að láta formlega af þessari vitskerðingu sinni, rétt eins og Danir og Svíar eru einnig að segja stopp við miklu af þessum straumi innflytjenda. Ætlar þá Sigríður Ásthildur og félagar, undir vinstri rétttrúnaðarflöggum meirihlutans í Proppé-nefndinni um útlendingamál, að byrja á því að endurtaka hér allar verstu vitleysurnar sem okkar skandinavísku bræður og systur létu draga sig út í fram á allra síðasta misseri?

Jón Valur Jensson, 14.5.2016 kl. 14:46

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju ekki að setja þetta frumvarp í þjóðaratkvæði?

Eftir því sem Góða Gáfaða Fólkið (GGF) segir okkur, það vilja flestir islendingar opin landamæri og að landið sé svo ríkt að það hefur efni á t.d. 5000 manns á hverju ári og jafnvel fleirri, kanski 10000 eða kanski fleirri en það.

Hvernig væri að láta reina á þessar staðhæfingar GGF?

Setja frumvarpið í þjóðaratkvæði með þingkosningunum í haust eða næsta vor, það ætti ekki að kosta neitt aukalega að gera það.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 16:48

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór góð grein og þörf. Þetta frumvarp verður að stoppa strax og það er aldrei að vita nema vitgrannir þingmenn samþykkji þetta en vonum ekki. Þjóðaratkvæði myndi fella þetta og vonand forseti okkar hafi tækifæri að stoppa svona frumvarp. 

Valdimar Samúelsson, 14.5.2016 kl. 17:40

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að Guðni Th. verður forseti, þá getur þú gleymt því að forsetaembættið komi frumvarpinu í þjóðaratkvæði.

Guðni Th. sagði í viðtali á Útvarp Sögu að hann væri fylgjandi innflutningi flóttamanna og það væru til nægilegr peningar til að standa undir kostnaðinum.

Guðni Th. var spurður hverjir á Íslandi ættu að borga kostnaðinn af flóttamönnunum? Svarið var einfalt, skattgreiðendur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 18:27

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir.

Jóhann flugvirkjameistari, þetta er það sem ég heyrði í viðtalinu á Útvarpi Sögu nema að hann bætti við að þetta væri í kristilegum anda.

Jón Valur, Guðni er alinn upp í kaþólsku að eigin sögn. Ert þú það eki líka? Ég kann ekki að lesa slíkan bakgrunn en yfirgefa menn slíka söfnuði án þess að kasta allri trú? Komnir að þeim stað að trúa ekki lengur því sem þeim var kennt?

Ég áfellist ekki slíka husgun heldur virði hana. Slíkur maður veit nákvæmlega hvað kristilegur andi er sem hann býst við af okkur samborgurum sínum. En hvað er kristilegur andi fyrir honum sjálfum? Eitthvað brjóstumkennanlegt? Stikkfrí? Kærleikurinn er fyrir hina að sýna mér? Eða hvernig líta menn á síg og umhverfi sitt?

Halldór Jónsson, 14.5.2016 kl. 19:48

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Unnur Brá Konráðsdóttir sagði að hún hefði helst viljað kosningar strax. Þá væri skildi hún þau sjónarmið að fresta kosningum til haust ekki síst til að koma úlendingalögunum í gegn, sem væri brýnt, enda væri um þau "þverpólitísk sátt".

Hvernig getur ríkt þverpólitísk sátt um jafn umdeilt frumvarp?

Sigurður Þórðarson, 14.5.2016 kl. 20:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Sigurður.

Halldór, ég svara þér seinna.

Jóhann, þú hefur því miður á réttu að standa um Guðna Th. En varðandi tillögu þína um þjóðaratkvæði þarna ofar, þá mun það ekki gerast nema tugþúsundir beiti sér í undirskriftasöfnun með áskorun á forseta landsins. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Jón Valur Jensson, 14.5.2016 kl. 21:47

8 identicon

Sæll Halldór.

Skrif þín sem og kórréttur pistill
sem Jón Valur ritar og síðan vingl
íslenskra sjórnmálamanna í aðdraganda
kosninga sýnir betur en nokkru sinni
nauðsyn þess að öflugur flokkur komi
fram á sjónarsviðið er taki þessi mál
framar öllum öðrum föstum tökum.

Ef það er Íslenska þjóðfylkingin þá
mætti hún gjarna vera borin fram
undir kjörorðinu: Íslandi allt!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 21:50

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Góðu vinir Sigurður og Jón Valur og líka dulnefnið Húsari,

Nærri áttræður sjálfur hlýt ég að fara að reyna að skilja hvað felst í orðunum: Íslandi allt.

Þess lengur sem ég hugsa þá finns mér að ég eigi að skilja við landið mitt og þjóðina í  ekki verra ástandi en hún var þegar ég olli henni búsifjum með vanhugsun minni á einhverjum tímum.

Ég sé hugsanlega eftir að hafa látið EES yfir mig ganga og Schengen án þess að hafa veitt meiri mótspyrnu en ég gerði. Var líklega of upptekinn við annað. Verkurinn var að ég hugsaði öðruvísi á þessum tíma og fannst fólkið vitlausara en það var í rauninni.

Ég varð ESB sinni fyrir hálfri öld af þeim ástæðum.Ég veit ekki alveg af hverju ég kom til baka en ég held að hluti þess hafi verið af aukinni þekkingu á því hvernig þetta virkaði. Ég var að hlusta á hinn glæsilega Uffe Ellemean Jensen á Hótel Sögu grínast um sveigjuna á dönskum agúrkum þegar ég fór að hugleiða í framhaldi hvort sveigjan á minni sál myndi falla í kram forskrifta kratismans sem þessi maður stóð fyrir. Var Uffe Elleman svona mikill í raun og veru eins og hann kom fyrir sjónir þennan dag?

Núna sem gamall maður sem enginn hlustar á lengur sem betur fer, iðrast ég helst að hafa verið of ginkeyptur fyrir fallegum flugum sem ýmsir í samtímanum  renndu í munn mér. Of seint opnast augu mín fyrir ýmsu sem ég hefði betur séð fyrr.Nú er ég stundum kallaður nasisti og fasisti fyrir að andæfa samtímanum. En ég læt mig hafa það héðan af. 

Ég minnist gamals félaga míns Horst Schmidt-Walkhoff frá Mecklenburg, Hauptmann der Wehrmacht. Nokkurs furðufugls sem var háskólagenginn uppblástursfræðingur og vann sem sérfræðingur í einhverju ráðuneyti við þau fræði. Hann hafði hinsvegar barist allt stríðið fyrir föðurlandið í Rússlandi. "Ég var aldrei nasisti þá" sagði hann "heldur föðurlandsvinur sem fékk að að taka í hönd Hitlers án hrifningar þegar hann nældi í mig heiðursmerkið.

"Ég hinsvegar sá á árunum sem ég lifði eftir stríðslok"  sagði hann mér áður en hann kvaddi, "að margt sem þá var sagt um heiður og þjóðarhollustu hafði verið rétt"  Í þýska undrinu höfðu tekið aðrir tímar þar sem Guðsótti og góðir siðir höfðu kvatt og lausung og lygi í stjórnmálum tekið við.

"Ég varð fyrst nasisti 10 árum eftir stríðið" sagði hann. Þegar Eichmann var hengdur í Ísrael sýndi ég honum virðingu því hann var trúr til dauðans eins og okkar kjörorð var". "Okkur bar að standa vörð um föðurlandið og kynstofninn. Nú er þetta allt glatað og alþjóðahyggjan tekin við. Þýskaland er orðið alþjóðlegt viðskiptaveldi sem hefur gleymt uppruna sínum" sagði hann

Hann lifði ekki að sjá nútímann. Ég efa að hann hefði trúað sínum eigin augum í dag. 

Ég er ekki að rekja þetta hér til að segja eitthvað sem á erindi til fólks núna eða dagsins í dag. Aðeins að útskýra hvernig fólkið þá hugsaði í Þýzkalandi æsku minnar þegar stríðið var nýliðið hjá. Hvilíkar  breytingar hafa augu mín ekki séð.

Hvert stefnir þá núna? Í hverja heima skal nú halda mín hvikula og brigðula sál  eins og Hadríanus keisari spurði á dánarbeði?

Hvernig verður veröldin eftir hálfa öld? Eitt er víst að því fæ ég ekki breytt í dag með því að skrifa vesælt blogg um samtímann.

En við verðum að halda vöku okkar meðan við lifum og reyna að gera það sem okkur finnst rétt.

Halldór Jónsson, 15.5.2016 kl. 01:39

10 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Húsari !

Því miður: er hugmyndafræði Íslenzku Þjóðfylkingarinnar byggð, á hiki og fumi:: sbr. doðann gagnvart áframhaldandi EFTA og NATÓ aðild, sem og deyfðinni gagnvart þeirri SJÁLFSÖGÐU kröfu, að reka alla þá Múhameðsku af landi brott, sem hér eru fyrir, nú þegar / auk þess, að fyrirbyggja frekari hingaðkomu rumpulýðsins: aukinheldur.

Svo - klykkir þú út með þjóðrembingslega ''Íslandi allt'' upphrópunina, Húsari minn.

Dugir ekki: Íslandi SUMT, sé mið tekið af svefnhöfga þorra landsmanna gagnvart ónýtu stjórnarfarinu / meðfram stjórnlausri gróðahyggjunni og okrinu, á hendur ferðamönnum, utanlands frá - með Tuga og Hundraða prósenta hækkunum á ýmsum veitinga- og gististaða, sem m.a. útilokar nánast aðkomu venjulegra íslenzkra ferðamanna jafnframt, að viðkomandi stöðum ?

Bílaleigur - á Spáni / Danmörku og í Kanada t.d., kváðu vera 40 - 60% ódýrari, en tíðkast hérlendis, Húsari góður.

Er þetta: í lagi, svona yfirleitt ?

Með beztu Falangista og Kúómingtang hreyfinga kveðjum - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 12:43

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til Halldórs málvinar míns

 

Heimsmyndir tvær í huga þér

hníga, rísa og falla, 

bágt þykir það, sem orðið er,

þótt auðlegð megi hér kalla,

veraldargæðum við fyllumst, unz fer

fengsælli ævi að halla,

lýðurinn þeysir um landið hér

i loftköstum, allt upp til fjalla.

 

Kynslóðin unga þó ekki sér,

að öllum þú sért með mjalla,

virðingin lítil eftir er

við okkur, svo gamla karla.

Á þjóðernisást þar ekki ber,

"illt" er um slíkt að fjalla.

"Opnum vor lönd, hér á heima hver!"

---unz hremma þeir álfu´ okkar alla!

  15.5. 2016

Jón Valur Jensson, 15.5.2016 kl. 15:38

12 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Halldór minn. Þó svo að kynslóða mismunur hjá okkur er

ekki mikill, þá hafðu það hugfast, að við sem erum

í yngri kantinum, ennþá, þá erum við, að ég held,

meirihluti hugsandi eins og þú og fleiri.

Það er bara því miður staðreynd, að minnihlutahópar, og

minnihluta þingmenn, sem hafa hvað hæst, hafa ALLTAF náð

að komam sínum skoðunum að og jafnvel lögum, vegna þegjandi

meirihluta, sem ekki vill láta kalla sig rasita eða þvílíkt

verra. Maður verður aldrei of gamamll til að hafa áhyggjur

af þjóð sinni. Reynslan felst í aldri og þekkingu á því sem

er liðið. Það hefur þú. Margt af því unga fólki í dag, skilur

ekkert, þegar talað er um matarmiða eðs skömmtun af ýmsu tagi

sem átti sér stað hér fyrr á árum. Í dag er bara allt svo

sjálfsagt að engin er morgundagurinn, hvað þá fortíðin.

M.b.kv. og virðingu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2016 kl. 21:48

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Yakk fyrir skilninginn Sigurður Hjaltested, þetta vantar oft í umræðuna

Halldór Jónsson, 17.5.2016 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3420164

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband