Leita í fréttum mbl.is

Verkefni fyrir Steingrím J?

dettur manni í hug þegar maður les þessar fréttir í Mogga.

"Neyðarástand rík­ir nú í Venesúela, en for­seti lands­ins, Nicolas Maduro, hef­ur hótað að yf­ir­völd taki verk­smiðjur eigna­námi sem hafa verið „lamaðar af borg­ara­stétt­inni“ og að hand­taka eig­end­ur þeirra. Her­inn hef­ur einnig verið sett­ur í viðbragðsstöðu vegna stöðunn­ar, en meðal ann­ars hef­ur verið skipu­lögð heræf­ing næstu helgi þar sem æfa á viðbúnað við hvaða stöðu sem gæti komið upp í tengsl­um við óstöðugt efna­hags­líf lands­ins.

Venesúela býr við stærstu olíu­birgðir heims, en lækk­andi olíu­verð hef­ur komið illa niður á rík­is­sjóði lands­ins og efna­hags­lífi þess. Geis­ar nú óðaverðbólga í land­inu og reyna yf­ir­völd að berj­ast við efna­hags­sam­drátt. Hef­ur ástandið leitt til mat­ar­skorts, hækk­andi verðlags, óeirða, glæpa­öldu og hafa íbú­ar í aukn­um mæli tekið lög­in í sín­ar eig­in hend­ur.

Á síðasta ári var 5,7% efna­hags­sam­drátt­ur í land­inu og verðbólga mæl­ist nú 180%. Spá sér­fræðing­ar því að hún geti jafn­vel farið upp í 700% fyr­ir lok þessa árs.

Í ræðu á fundi með stuðnings­mönn­um sín­um í gær fór Maduro nán­ar yfir þær aðgerðir sem ráðist yrði í. Sagði hann að öll­um brögðum yrði beitt til að koma fram­leiðslu aft­ur af stað, en hann kenndi borg­ara­stétt­inni um að lama þann iðnað og að banda­rísk yf­ir­völd væru að ýta und­ir óstöðug­leika í land­inu með því að aðstoða hægri­menn í land­inu.

Sagði hann að hver sá sem vildi halda aft­ur af fram­leiðslu í land­inu til að skaða efna­hag­inn ætti að flytja úr landi og að þeir sem létu verða af slíku at­hæfi ættu heima í fang­elsi. Um­mæl­in koma stuttu eft­ir að stærsta mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki Venesúela, Pol­ar Group, stoppaði fram­leiðslu sína á bjór og kenndi stjórn­völd­um um þar sem fyr­ir­tækið gæti ekki leng­ur flutt inn hrá­efni í bjór­fram­leiðsluna.

Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, Lor­enzo Mendoza, er ákaf­ur and­stæðing­ur nú­ver­andi for­seta sem hef­ur sagt Mendoza vera í efna­hags­legu stríði með aðstoð Banda­ríkj­anna."

Myndi Steinrímur J. ekki geta leyst þenna vanda Maduro eins og hann leysti hrunmálin hér heima? Hvað með að leggja auðlegðarskatt á kapítalistana sem eiga eignir? Hvað með auðlindagjald á olíuframleiðendur? Hvað með að setja á gjaldeyrishöft og ráða norskan seðlabankastjóra? Koma bönkunum í hendur kröfuhafa sem eru að sliga þjóðina? Endurreisa sparisjóði einkanlega í fjarlægum byggðum?

 

Þarna hefur maður meira að segja her til að takmarka úrtöluraddir? Hefur Maduro ekki talað við Steingrím um verkefni úr því að hann fór ekki til Grikklands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3420159

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband