17.5.2016 | 11:15
Þrjú Grönd!
er eiginlega sú sögn sem mér dettur í hug eftir þær viðtökur sem síðasta saklausa bloggið mitt fékk um Davíð sem trompaði út.
Athugasemda teljarinn sprakk í þeirri kostulegustu umræðu um keisarans skegg. Allskyns gáfufólk bókstaflega springur í loft upp yfir þessu útspili Davíðs. Menn greinir á um hvort Davíð geti þetta,hvort hann megi þetta, hvort hann verði ekki að taka við laununum. Hann megi eða megi ekki svo hugsanlega gefa þau í eitthvert Guðsþakkafélag?
Ég er nú nokkuð viss um að Davíð líti ekki þannig á málið að hann eigi sjálfur að útdeila fé sem hann hefur sparað ríkinu. Ég held að hann telji það vera ríkisins sjálfs, það er Alþingis, að ráðstafa því fé sem hann annars hefði fengið.
Hvað haldið þið að myndi gerast ef Davíð Forseti myndi biðja Alþingi að setja lög um að hann skuli vera launalaus Forseti? Væri það ekki í þjóðarþágu að þiggja slíkt? Hverjir skyldu greiða atkvæði á móti því frumvarpi? Og ef að Alþingi samþykkti lög um að hann skyldi samt sem áður hirða sín laun, gæti hann þá ekki neitað að staðfesta lögin? Væri þá nokkuð annað eftir fyrir Alþingi að draga lögin til baka eða að þeim sé vísað í dóm þjóðarinnar? Hvar halda menn að þetta bíó myndi enda? Skyldi einhver ekki brosa út í annað á Bessatöðum þann daginn?
Stendur ekki háttvirtur kjósandinn frammi fyrir því að spara par hundrað milljónir með því að kjósa Davíð bara í launakostnað plús svo allt prumpið og prjálið í risnu og ferðalögum sem embættið mun kosta í höndunum á einhverjum öðrum? Hvað vill háttvirtur kjósandinn að sé gert við skattpeninginn hans? Er honum slétt sama?
Myndi óákveðinn kjósandi ekki spekulera í því hvort hann vill heldur gratís Forseta heldur en einhvern annann sem kostar helling? Sér í lagi ef þeir væru báðir líklegir til að leysa það viðunandi af hendi?
Býður einhver betur? Hefur ekki Davíð sagt þrjú Grönd í spilinu við Guðna um Forsetaembættið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 3420155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sammála kæri Halldór að auðvitað á launamaður að geta afþakkað laun til sín, geri viðkomandi launamaður það án nauðungar af annarra hendi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2016 kl. 11:34
Kvótagreifarnir eru eflaust tilbúnir til að halda Davíð uppi með öllum ráðum/styrkjum til að hann skrifi upp á allt sem að er í þeirra þágu.
VIl fólk réttlátara kvótakerfi eða ekki?
Jón Þórhallsson, 17.5.2016 kl. 11:57
Jón
Það er þekkt að Davíð hefur aldrei tekið við neinu sem hægt er að skoða sem mútur eða styrk gegn greiða. Það hafa andtæðingar hans í stjórnmálum og hatursmenn hans reynt að leita að allt frá því hann settist 26 ára í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skemmst er frá að segja að þrotlaus leit hatursmanna hans að misjöfnu fé eða mútum hefur ekki skilað neinu. Það er heldur ekki von á öðru, enda er Davíð í þessu fyrir ánægjuna af því að hafa áhrfi og gerir það vel eins og kunnugt er. Hann hefur fram að þessu aldrei óskað neins nema þeirra launa sem ákvrðuð eru í starfi hans hverju sinni. Þetta sannar hann með stórkostlegum hætti nú með því að bjóða fram krafta sína launalaust, að öðru leiti en því að hann mun þiggja eftirlaun sem hann á rétt á eins og aðrir og lætur það duga. ÞAnnig sparar hann ríkissjóði ógrynni fjár, því hann hefði fengið þau laun til viðbótar lífeyrisgreiðslum sínum. Því eru hatursmenn hans sífellt að læða inn hálfsannleik um hann sem og hreinnum lygum í bland, en eins og Davíð sagði sjálfur í hinni góðu ræðu á landsfundinum 2009, að sannleikurinnnkemur ávallt í ljós á endanum. Þess vegna hrynja reglulega samsæriskenningar og lygasögur hatursmanna hans til grunna með reglubundnum hætti.
Kvótakerfið er ansi gott, og ekki bettra að hafa. Þú ert nú gamall sem á grönum má sjá og veist að kvótakerfið hefur skilað þjóðinni því að íslensk útgerð stendur öðrum útgerðum í heiminum framar að öllu leyti og er ekki lengur á framfæri skattgreiðenda eins og þú manst vafalaust. Þekkt er að flestöll útgerð í heimminum er á styrkjum að meira eða minna leiti. Svo er ekki hér síðan nokkur ár vru liðin eftir að kerfið var tekið í notkun.
Hafi Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson þ0ökk frá mér sem skattgreiðanda að hafa kkomið útgerðinni út úr skattfé mínu og annarra íslendinga.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2016 kl. 12:39
Já Cachoethes
Þetta með kvótakerfið, það er alveg bölvað kerfi vegna þess að þetta er einokunarkerfi, óréttlátt og allt það. Um árangurinn fyrir þjóðina þarf ekki deila, aflinn er seldur á heimsmetsverði. Það stendur í okkur frjálshyggjumönnum að benda á annað kerfi sem skilar meiri árangri því við vissar aðstæður er einokun og samkeppnisleysi best eins og þarna sést.Væri allur kvóti setuur á uppboð, myndi hagnaður minnka þar til hann hyrfi alveg og kvótinn seldist ekki, þá tæki langan tíma að byggja upp það sem tapast hefði, Og svo framvegis.Ef Bónus fengi einkaleyfi á sölu áfengis þá myndi hann selja bara spritt eða landa sem skilaði mestum gróða, bónusvín sem hann græddi mest á.
Halldór Jónsson, 17.5.2016 kl. 13:08
Kæri Halldór.
Það er opinn markaður þar sem hver sem það vill getur keyppt sér kvóta eða selt frá sér. Þannig gæti Andri Snær keypt sér kvóta í þeirri tegund sem hann vill varðveita og bjarga frá því að deyja út telji hann á því hættu.
Kerfið varð til þess að hagræðing varð í útgerðinni. Kvótinn gekk kaupum og sölum þar til þeir sem kunna best að reka útgerð voru komnir með hagkvæma einingu í sínar hendur og skussarnir fengu fé við sölu krvótans síns og snéru sér að öðru sem þeir gátu betur, frekar en að seilast í skattfé mitt og þitt.
Þetta kerfi skapar jafnvægi og stöðugleik og festu í rekstrinum og hægt er að gera áætlanir til áratuga fram í tímann innan útgerrðarinnarum endurnýjun á veiðarfærum og skipum með reglulegum hætti og sömuleiðis endurnýjun á búnaði.
Fulltrúi þjóðarinnar, sjávarútvegsráðherrann, stjórnar því hversu mikið má í heild veiða af hverri tegund og varðveitir því eign þjóðarinnar sem er sjálf auðlindin.Þannig getur handhafi veiðiréttindanna/kvótans jafnvel ekki fengið að veiða einn sporð ef ráðherrann að ráði hafrannsóknarstofnunar ákveður að ekkert verði veitt í tiltekinn árafjöölda af viðkomandi tegund. Þjóðin fær mikinn arð í ríkissjóð af öllum þessum góða rekstri því flest útgerð er rekin með hagnaði undanfarna áratugi og greiða því tekjuskatt sem sjaldgæft var sem hvítir hrafnar á árum áður í þeim geira. Þannig eru einnig afleiddar tekjur af rekstrinyum vegna allra þeirra aragrúa fyrirtækja sem þjóna útgerðinni og skilar einnig tekjum í ríkissjóð til þjóðarinnar af hagnaði sínum vegna viðskipta við útgerðina sem og útsvar allra þeirra hálaunamanna sem vinna um borð í skippunum og í landi við eða í tngslum við útgerðina.
Þetta er auðvitað háð því að flugfreyjan og jarðfræðinmeminn komist ekki á nýjan leik í ráherrastólana. Þau settu sjávarútveginn í mikið uppnám í stjórnartíð sinni eins og kunnugt er.
Það stendur ekki til að gefa einkaleyfi á vínsölu, heldur að allir sem uppfylli grunnkröfur um gæslu, aðbúnað og annað slíkt fái að selja. Hitt er annað að ríkið mun hagnast meira á frjálsri sölu áfengis en nú er, því enginn verður kostnaður við útsölurnar. Hann færist á hendur verslananna og á endanum á okkur viðskiptavinina. Vínskatturinn mun halda sér áfram.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2016 kl. 13:56
Jafnvel þó Davíð tæki ekki laun meðan hann gengdi forsetaembættinu þá ætti hann rétt á eftirlaunum sem fyrrverandi forseti eftir eitt kjörtímabil. Því væri ekki úr vegi að spyrja sig hvort hann ætli líka að afsala sér eftirlaununm forseta þó hann nái kjöri. Annars er ekki víst að það verði mikill sparnaður af þessu.
Sigurður M Grétarsson, 17.5.2016 kl. 17:12
Það var bara lítið barn sem sá að keisarinn var ekki í neinum fötum.
Steindór Sigurðsson, 17.5.2016 kl. 18:00
Sigurður og Steindór.
Þið í Einsmálslandsölulandráðafylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðunni eruð með ólíkindum með að seilast í leiðindin og láta hvessa þar sem lygnt er.
Davíð þá kemur sú barátta ykkar í anda don Quixote ekkert á óvart því þið hafið hamast í vindmyllunum frá því Davíð settist í borgarstjórn 26 ára gamall.
Hann mun ekki taka eftirlaun sem forseti fyrr en eftir að hann lætur af störfum ekki satt? Hugsið nú með nýrunum en ekki með fjölmælinu!
Davíð hefur sýnt það alla tíð að þegar hann gefur út kosningaloforð þá hefur hann staðið við það. Miðað við áratuga reynsluna þá fer hann ekki núna að taka upp á að svíkja þau. Það hafa félagar ykkar í stjórnmálum séð um ósvikið þannig að dugir fyrir okkur hina og vel það.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2016 kl. 19:19
Eyddist áðan út :
Hvað Davíð varðar þá kemur sú barátta ykkar......
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2016 kl. 19:20
Er nokkuð annað eftir í stöðunni en "fjögur lauf" nafni?.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.5.2016 kl. 00:15
Já Davíð getur farið á eftirlaun eftir eitt kjörtímabil og þá á hann rétt á forsetalaunum til æfiloka. Það eina sem hann afsalaði sér þá væri launin þessi fjögur ár sem hann væri í embætti en fengi síðan forsetalaun sem eftirlaun í einn eða tvo áratugi, jafnel meira.
En jafnvel þó Davíð tæki engin laun sem forseti þá værum við bara að fá það sem við borgum fyrir og jafnvel minna en það.
Sigurður M Grétarsson, 18.5.2016 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.