Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Franklín

tekur hressilega til orða á Facebook. Guðmundur er ekki í framboði í pólitík af einhverjum tæknilegum ástæðum. Það er því alveg vi hæfi að hlusta á hann í kosningabaráttunni um Forsetaembættið:

Guðmundur Franklín Jónsson segir:

" Merkilegt hvað "Latte froðan" í 101 er orðin súr eftir þessa helgi. Ekkert má segja um draumaframbjóðanda þeirra og RÚV.

Það rignir yfir mig skömmum og svívirðingum fyrir að dirfast að styðja Davíð Oddsson, þetta segir mér bara eitt og það er að "góða fólkið" er skíthrætt við besta og reyndasta kostinn, Davíð Oddsson, að hann vinni forsetakosningarnar.

Ég hef alltaf tekið upp hanskann fyrir "underdogs" og geri það aftur núna. Davíð er þekkt stærð, en Guðni er það ekki og það sem ég veit um Guðna Th. er eftirfarandi:

A) Guðni Th. vill koll­varpa Stórnarskránni með Pírötum.
B) Guðni Th. barð­ist fyr­ir samþykki Ices­a­ve samn­ing­anna.
C) Guðni Th. vildi ganga í Evr­ópu­sam­bandið.
D) Guðni Th. talar landið niður og segir að þorska­stríðið hafi ekki verið hetju­dáð held­ur þjóðsaga.
E) Guðni Th. er vinstri sinnaður sagnfræðingur með draumsýn á söguna."

Guðmundur Franklín hefur eindregnar skoðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hægt er að kenna Guðna við einhvern flokk þá er það Sjálfstæðisflokkurinn

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 23:29

2 Smámynd: Elle_

"Það rignir yfir mig skömmum og svívirðingum fyrir að dirfast að styðja Davíð Oddsson, - " Já það hafa víst nokkrir fundið fyrir svívirðingunum og beinum lygum fyrir engar sakir nema treysta honum.

Elle_, 18.5.2016 kl. 00:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég veit að hann hræðir þá upp úr gallosíunum. En við höldum áfram að styðja okkar mann.

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2016 kl. 02:07

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð líking hjá Guðmundi Franklin, að nota latte lepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavík með súra latte froðu þegar það talar um fólk sem að ættlar að kjósa Dabba.

Það ættu nú allir að vita það að aðal stuðningur Guðna Th. Kemur frá latte lepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavik, en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að landsmenn láti latte lepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavik segja sér enn og aftur hvern eða hverja þau eiga að kjósa.

Kjosendur hafið bein í nefinu og segið latte lepjandi kaffihúsalýð  101 Reykjavik að fara í rass og rófu og kjósið eitthvað betra en Guðna Th.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.5.2016 kl. 02:45

5 identicon

Hafa erlendir ferðamenn kosningarétt? Ég fer nú stundum á kaffihús í bænum og þar sitja nú aðallega túristar.

Jón (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 05:50

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er hægt að finna höggstað á öllum;

málið snýst bara um einhverskonar útilokunnaraðferð.

Jón Þórhallsson, 18.5.2016 kl. 08:06

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er eftirsjá að Guðmundi Franklín úr pólitík. Vonandi aðeins tímabundið.

Halldór Jónsson, 18.5.2016 kl. 08:37

8 identicon

Nýtt að heyra DO lýst sem "underdog".  Þetta er jú maður sem hefur aldrei tapað  kosningaslag og sem hefur árum saman setið í ýmsum áhrifamestu stöðum landsins.

Nú breiðir hann út faðminn og gefur okkur kost á sér sem "ókeypis" Landsföður og þeir sem hafa heppnina með sér gætu, í kaupbæti, fengið ókeypis kaffi (með kleinum?) og spjall við hann á Bessastöðum.

Alls ekki útilokað að Davíð Oddsson verði næsti Forseti Íslands.

Geir Haarde bað okkur Guðs blessunar þegar hann sagði okkur frá "hruninu" en kannski hefði hann átt að bjóða þjóðinni í leiðinni áfallahjálp því þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að kjósa okkur út úr sálarkreppunni sem fylgdi hruninu sýnist mér við ekki komin á leiðarenda og vafasamt að forsetakosninga baráttan breyti þar neinu.

Agla (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 3420150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband