8.6.2016 | 13:53
AfKára
skapur er þetta í honum Kára klára að skrifa svona skít um hann Sigmund okkar Davíð. Það bjargar talsverðu að fáir lesa þetta í Fréttablaðinu. En þar sem ég ber endalausa virðingu fyrir honum Kára Stefánssyni þá get ég ekki sagt neitt sem hæfir í raun svona skrifi og verð því að reyna a vera málefnalegur.
Kári skrifar svona og ég feitletra:
" Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert.
Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann.
Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar? Svarið var: Nei, það var Svanhildur. Hvað áttu við, spurði móðirin, kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar? Já, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins.
Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt.
Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála.
Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu."
Kári minn klári. Getur ekki verið að Sigmundur auminginn hafi bara tafsað þetta í einskærri vitleysu. Var ekki kallinn bara í sjokki og þar með viti sínu fjær. Á að hánka menn á því? einu sinni sagði Reagan rétt fyrir útsendingu að sprengjuárás á Sovétríkin hæfist innan fimm mínútna. Nema það að þetta fór út. Hvað hefði skeð ef Sovét hefði verið að hlusta?
Er Reagan að öllu ómerkur eftir að hafa sagt svona hluti? Er Sigmundur Davíð óalandi og óferjandi eftir að hafa látið klumsa sig svona? Hvað er maðurinn ekki búinn að gera fyrir þjóðina? Stóð í lappirnar í Icesave? Lagaði stöðuna fyrir heimilin á ótrúlegan hátt? Sagðist hann ekki myndi ná milljörðum af þrotabúunum? Hefur hann ekki staðið við sín loforð? Þó að að við Sjálfstæðismenn höfum hjálpað honum þá er hann formaðurinn á skútunni?
Hefur þú alltaf staðið við öll þin loforð Kári minn klári? Aldrei sagt neina vitleysu?
Hvernig yrði þér við ef þér væri stillt í sjónvarpi upp til að tala um uppfundningar þínar á vísindasviðinu fyrir framan kommamaskínurnar frá RÚV en svo birtist einhver indriði utan úr bæ og færi að spyrja þig út í einhver hlutabréf, hannesa, panama og tortólur? Gæti ekki komið fyrir að þú færir að tafsa? Nema að þú hefðir kannski bara staðið upp og lúðrað spyrilinn og klárað málið. Hefði Simmi gert það í stað þess að blaðra vitleysu þá hefði hann orðið heimsfrægur og framsókn fengið fjörtíuprósent. Ekki satt?
Passaðu þínar eigin buxur Kári minn klári, við búumst við meiru af þér en svona AfKáraskrif í Samfylkingarblaðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þakka þér kærlega fyrir að birta þessi skrif Kára.
Ég skemmti mér konunglega við lesturinn og er Kára að mestu leiti sammála.
Hélt annars að SDG væri gamall sjónvarpsmaður og ætti því að geta brugðist við óþægilegum spurningum án þess að grípa til fótanna.
Kannski gæti hann líka einfaldlega hafnað sjónvarps/útvarps/blaðaviðtölum nema hann hafi "neitunarrétt" á hvað eftir honum er haft?
Agla, 8.6.2016 kl. 16:01
ÞAÐ VAR UPPTÖKULIÐIÐ SEM LAUG OG SVÍVIRTI ÍSLAND MEÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ VAR FORSÆTISRÁÐHERRA ÞESS SEM VARÐ FYRIR ÁRÁSINNI. REYNIÐ AÐ STÆRA YKKUR SEM ALDREI TAKIÐ ÁHÆTTU FYRIR LANDIÐ YKKAR. ÞETTA VERKAR Á UNGAN MANN EINS OG EÐLILEGT LÍF FJÖLSKYLDU HANS HÉNGI Á BLÁÞRÆÐI.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2016 kl. 17:29
Það var til í vilta vestrinu menn sem voru kallaðir "snakeoil salesmen" og eru til enn. Ekki get ég sagt að ég hafi eða beri virðingu fyrir svoleiðis sölumönnum.
Fólk sem býr í glerhúsi ætti ekki að kasta grjóti.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 8.6.2016 kl. 17:34
er furða að traust á alþingi mælist eitthvað um 10% reglulega, þegar svona bellibrögð og viðbjóður viðgengst er það kannski ekki furða. Það er mikið vanþakklæti og vanvirðing líka að koma svona fram við æðsta fulltrúa þjóðarinnar, sem lagt hefur nótt við dag að gæta hagsmuna þjóðarinnar. En ég er sammála Halldóri að það má ekki dæma menn fyrirfram eins og í þessu máli
bjarni (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 20:27
Ég er Helgu , aldrei þessu vant, ekki sammála. Ég er hinsvegar sammála SD sem taldi frammistöðu sína í þessu viðtali, ömurlega (eitthvað í þá átt).
Auðvitað kennir maður í brjóst um aumingja manninn sem getur ekki klárað sig frá erfiðu embættistengdu sjónvarpsviðtali án þess að grípa til fótanna en mér er fyrirmunað að sjá að ásetningur viðtalsspurjenda hafi verið að svívirða Ísland.
Agla (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.