8.6.2016 | 17:50
Bréf til nafna
hans Halldórs Egils Guðnasonar sem er sjómaður í suðurhöfum á íslenskum togara held ég. Hann skrifar mér oft skemmtileg bréf að sunnan. Í dag barst talið að Tesla og vindmyllum. Ég svaraði honum með þessu bréfkorni:
"
Netop Nafni
það er gaman að heyra þig tala um þetta áhugasvið mitt. Ég var við að setja upp vindmyllurnar í Þykkvabæ. Nú er Steingrímur Erlingsson sem á þær að kaupa lönd þarna og vill fá a reisa 15 stykki alvöru vindmyllur, 50 megawött.
Þá er hinsvegar svo flókið að finna út hvort einhverjar kellingar séu á móti þessu því þeim finnist vindmyllur ljótari en háspennuturnar sem eru út um allt á þessu svæði.Rautt blikkljós og eitthvað sem snýst í vindi skiptir orðið einhverju höfuðmáli.
Það á að rannsaka hvort fuglar hugsanlega drepist á þessum vindmyllum og kaupa einhverja sérfræðinga að norðan til þess fyrir milljónatugi til að reikna út líkindi á því? Þeir hefðu getað spurt mig eða Steingrím hversu margir fuglar hefðu drepist á þeim bráðum tveimur árum sem fyrstu tvær vindmyllurnar hafa snúist upp á hvern dag, í náttmyrkri sem sólskini.
Ekki einn einasti,
Er það einskis virði í svona mati á umhverfisáhrifum? Af hverju þarf að kaupa einhverja hægrabrjóstssérfræðinga til þess að komast að þessu eða hinu? Hvort gróðurskilyrði batni eða versni við vindmyllur? Það er vitað frá USA að þau stórbatna. Af hverju skyldu þau ekki gera það í Þykkvabæ eða á Skeiðum?
Núna verpir lóa beint fyrir neðan skurðpunkt snúningsplans spaðans á annarri myllunni.Er hún búin að uppgötva að mávurinn á erfiðara með að komast að eggjunum og ungunum þegar myllan hvæsir á hann? Sauðféð leggst í skuggann af myllunni í hita og flytur sig eftir sólinni. Þarf að kaupa sérfræðinga frá RALA til að rannsaka samlíf kinda og vinmylla og áhrif vindmyllu á sálarlíf sauðkinda?. Má ekki horfa á það þarna ókeypis?
Sama með hesta og beljur, álftir og gæsir sem bíta gras og rífa kartöflur upp undir myllunum. Pétur skipulagsfulltrúi á Laugarvatni telur alveg frágangssök að reisa vindmyllur í sínu umdæmi fyrr en allar svona rannsóknir hafa verið gerðar. Og Kristófer sveitarstjóri tekur undir með allri sveitarstjórninni. Allt gera þessir menn nema að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu. Er það mottó þessara manna að vera bara á móti?
Við erum með nýja borholu á Bergstöðum þarna í umdæmi þeirra. Við viljum setja upp gróðurhús með afgangsvatninu sem er kássa af og rennur ónotað í Tungufljót. Kannski hitar það Tungufljót upp svo að lax geti þrifist í ánni sem er og hefur verið of köld fyrir hann í gegn um aldirnar því annars hefði lax alltaf veiðst í Tungufljóti. Núna er hægt að stunda hafbeit í Tungufljóti og veiða eins árs lax í hlutfalli við seiðasleppinguna. Engin seiði engin veiði. nema að laxinn drap gömlu bleikjuna sem þar var fyrir.
Við erum búnir að sækja um til Péturs á laugarvatni um að setja um vindmyllu við holuna til að lýsa gróðurhúsin. Nei, ekki virtir viðlits. Þeir eiga eftir að búa til samræmda vindmyllustefnu fyrir landið skilst mér. Tekur mörg ár segir hann eftir að þeir sendu marga menn á kostnað skattgreiðendanna þarna til að horfa á vindmyllur í Bretlandi. Heimkomnir var það eitt vitað að það væri eðlilegt að sveitarstjórnir tækju sér mörg ár í að afgreiða svona umsóknir.
Þetta er ekki grín heldur sannleikur um vitleysuna sem viðgengst á þessu landi nafni minn.
Ég er búinn að sjá nýja Tesla batteríið og ætlaði sannarlega að kaupa mér eitt slíkt í bústaðinn minn og fá rafmagn úr vindmyllunni og borga henni þessi á annað hundrað þúsunda sem rafmagnsreikningurinn er núna bara hjá mér. Nei, Pétri á Laugarvatni og hans liði finnst ekki liggja á neinu slíku fyrir Ísland.
Ég bið að heilsa mörgæsunum þarna suðurfrá. Spurðu þær hvað þeim finnist um vindmyllur. Ég er viss um að þú færð skýrari svör en fást hjá yfirvöldum á Íslandi og sérstaklega í Bláskógabyggð og Árnessýslu ef þú vilt setja upp vindmyllur og Tesla batterí til að nýta auðlindir landsins þíns.
Nema í Rangárþingi Ytra, þeir studdu vindmyllurnar með ráðum og dáð á sínum tíma. Án þeirra velvilja hefðu myllurnar aldrei risið í Þykkvabæ. Og mér heyrast þeir jákvæðir ennþá þó kerfið sé þungt í vöfum. En Þykkvibær er líka á Íslandi og bara svona 50 kílómetra frá Skeiðunum. Enda voru það bændur úr Ánessýslu og af Skeiðunum sem riðu til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla Símanum. Það hljóta að vera afkomendur þeirra sem þar búa núna.
Á Skeiðunum á Steingrímur Erlingsson stórt land sem hann keypti í Vorsabæ. Þar ætlaði hann að reisa myllurnar sínar þegar fyrrnefnd yfirvöld komu í veg fyrir það. Þá komu þeir í sveitarstjórn RY til bjargar, þau Drífa Hjartardóttir, Ágúst sveitarstjóri og Haraldur Birgir skipulagsstjóri og myllurnar risu. Hugsaðu þér nafni, þú kaupir land fyrir milljónatugi þar sem þú ætlar að gerast orkubóndi. Einhverjir sérvitringar og sumarbústaðafólk í nágrenninu geta stöðvað þinn búskap á eigin landi. bara af því að þeim finnast vindmyllur ljótar.
Þeim er öllum svo gersamlega sama, það snertir þá ekki þó að þú tapir skyrtunni á þessu. Furðulegt fólk sem býr á þessu landi sem er þó greinilega mismundandi eftir héröðum. Kannski hefur þetta eitthvað með blóðkornalögunina að gera. En Uni danski kom frá Skáni þar sem blóðkornalögun er sérstök og merkur vísindamaður hérlendur uppgötvaði fyrir tilviljun að einkennir Framóknarmenn á Íslandi.
Bestu kveðjur til þín nafni og vel þér veiði eins og Stjáni blái fékk frá Drottni sjálfum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll nafni. Ekki oft sem maður er mærður opinberlega. Reyndar ekki algengt að maður sé mærður, svon yfirleitt. Kærar þakkir fyrir tilskrifið. Er reyndar á argentískum verksmiðjutogara með 60 manna áhöfn og annað veifið á öðrum stærri, með tæplega hundrað manna áhöfn, hjá sama fyrirtæki, milli þess sem ég sel ís og kaffi hér heima.
Hef haft mikinn áhuga á vindmyllum í langan tíma og reynt að fylgjast eins vel með í þeim geira og frekast er unnt. Rafmagnskostnaður í sumarhúsum, jafnt sem heimahúsum er stór kostnaðarliður í rekstri þeirra. Það er mitt mat að Tesla rafhlaða og skófluvindmylla geti séð sumarhúsi eða einbýlishúsi, einu eða fleirum saman, fyrir öllu því rafmagni sem þar þarf að nota og gott betur. Kostir skófluvindmylla er sá, að þær snúast lárétt, en ekki lóðrétt, eins og flestar hefðbundnar vindmyllur gera í dag. Þar af leiðandi eru þær ekki nándar eins sýnilegar og þær sem best eru þekktar og komið er fyrir á háum undirstöðum. Það má eiginlega segja að þær séu krókur á móti bragði þeirra sem allt finna vindmyllum til foráttu. Lítið sýnishorn af skófluvinmyllu má sjá fyrir framan Hörpuna, á skýli sem þar stendur. Ég hef mikla trú á því að þessi útfærsla muni verða ofan á í framtíðinni. Með þessari útfærslu eru nánast öll vopn slegin úr hendi úrtöluafla og afturhalds kerfiskarla og kerlinga sem missa þvag í hvert sinn er eitthvað einfalt og hagkvæmt er kynnt til sögunnar. Enn virðast "antísímagen" bærast í blóði afkomenda suðurreiðarbænda úr Skeiðum og Árnessýslu samkvæmt lýsingu þinni. Mörgæsirnar suður frá hrista bara hausinn yfir svona þrákelkni og skilja ekki tregðuna í kerfinu, frekar en ég, eða þú. Það virðist sem kerfið hafi snúið hlutverki sínu við, þannig að í dag er hinn almenni borgari orðinn fallbyssufóður þess, í stað þess að það þjóni almenningi. Um það get ég vitnað, hafandi staðið í stappi við Reykjavíkurborgarbáknið mánuðum saman, með ómældum kostnaði og beinu fjárhagslegu tjóni, en það er nú önnur saga. Haganlega hannaðar vindmyllur og rafhlöður eins og Tesla framleiðir í dag er framtíðarsýn sem vert er að huga vel að, hér á landi, þar sem sjaldnast gerir það lognið að ekki snúist spaðarnir. Geymsluvandamál orkunnar er leyst, með Tesla rafhlöðu eða öðrum sambærilegum og furðulegt að ekki skuli vera gefinn meiri gaumur að þessum möguleika. Að kerfið skuli vera orðið helsti þröskuldur framfara í þessum efnum er með ólíkindum. Að finna hve þeim sem þar starfa er gjörsamlega sama um frumkvöðla og nýjungar er nánast óbærilegt. Don Kíkótar samtímans virðast lítið komast, frekar en karlinn sá forðum, þó Kíkótar nútímans berjist fyrir vindmyllum, en ekki gegn þeim.
Bið þig að afsaka langlokuna, en þakka í leiðinni góðar óskir og óska þér og Steingrími alls hins besta í baráttunni um vindmyllurnar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.6.2016 kl. 21:57
Hvar kaupi ég ís og kaffi af þér nafni?
Mér sýnist hinsvegar að þessar lóðréttu vindmyllur séu svo mátlausarf að þær snúi engu nema sjálfri sér. Mómentið sem vindurinn hefur er svo lítið. Þessvegna verða þessir risa spaðar. Skoðaðu þetta líka:
http://www.treehugger.com/wind-technology/vortex- vertical-bladeless- wind-turbine.html
https://en.wikipedia.org/wiki/K%C3%A1rm%C3%A1n_vortex_street
Halldór Jónsson, 8.6.2016 kl. 23:13
Eini ókostur láðréttra vindmyllna er sá, að þær þurfa að vera ögn fleiri, en lóðréttra, til að framkalla sömu orku. Á móti kemur að svokallaður umhverfisþáttur og sjónmengun, sem mér finnst persónulega engin, af þeim lóðréttu, er fyrir bí. Kokteilkerlingarnar og skipulagsstjórarnir missa hinsvegar flesta spónanan úr öskum sínum og þar með rökin gegn þessari útfærslu og rafvæðingu á umhverfisvænasta hátt, sem kostur er, með núverandi þekkingu. Það er held ég fátt sem hamlar láðréttri orkuframleiðslu, en heilmargt sem hamlar þeirri lóðréttu. Aðallega þó hystería í skipulagsyfirvöldum og misleiðinlegum kokteilkerlingum. Sjónmengun og áætlaður fugladauði, sem tekur mörg ár að "rannsaka" er óþarfi, ef láðrett orka er beysluð. Þakka "linkana". Endalaust hægt að bæta við þekkingu í þessum efnum.
Ís sel ég í Erluís, Fákafeni 9 og Krónukjarnanum,Háholti Mosfellsbæ, en kaffið færðu á Café Meskí, sama stað og Erluís, á hinu horninu.
Væri gaman að taka spjall um þetta hugðarefni í betri stofunni á Meskí, einhvern daginn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.6.2016 kl. 03:06
Þú ert sá sem veist um ferðir togarans
Halldór Jónsson, 9.6.2016 kl. 05:18
Góð morguntilskrif milli breiddarbauga eða heimskauta. Nítjándualdar tilskrif. Tesla einkaleyfi á blaðlausri vindmyllu frá 1913 verður að veruleika um miðbik 21. aldar?
Veit ekki hvort steingrímar geta beðið það lengi eftir að fá leyfi frá sjálfsala rannsóknarstofnunum.
Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 07:29
Nafni, geturðu bent á góðan litteratúr um aflgetur lóðréttra vindmylla eins og WOW er með við Hörpu. Ég held að þær geti aldrei snúið neinu nema sjálfum sér.
Halldór Jónsson, 9.6.2016 kl. 13:20
windpowerengineering.com
Halldór Egill Guðnason, 10.6.2016 kl. 03:08
Hvers vegna snúast túrbínur vatnsaflsvirkjana í láðrétta stefnu, en ekki lóðretta? Láðréttur snúningsaflgjafi fær afl sitt úr fallhæð vatnsins, sem smámsaman er sveigð inn í það að verða láðrétt. Vatnið kemur að ofan, en er stýrt í láðrétta stefnu að rafalnum. Breyttu vatni í vind, er þú ekur næst framhjá Hörpunni og virðir fyrir þér "relluna". Liggjandi legur endast margfalt á við "standandi". Í stað vatns, kemur vindur. Engin fallhæð eða aðrir milliliðir. Orkan beint í æð. Í stað risavaxinna mastra, með hreyflum, setur hver fyrir sig, upp sitt eigið raforkuver og getur í dag geymt orku fram í tímann, ef á þarf að halda. Tesla á þar stóran þátt og eflaust einhverjir fleiri, er fram líða stundir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.6.2016 kl. 03:50
Eiginleikar vinds við yfirborð eru þannig er að vindstyrkur fellur sem nær yfirborðinu er farið. Því er mikilvægt að koma spöðum vindmyllunar í sem mesta hæð. Það myndi ég telja að væri eitt af vandamálunum með láréttar vindmyllur, nema þá að þeim væri hreinlega lyft up, þá fer líklega að verða aftur spurning um sjónmengun.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.6.2016 kl. 23:04
Enginn fjargviðrast yfir gerfihnattadiskum á húsþökum. Sé litlar láðréttar vindmyllur fyrir mér á hverju húsi, þannig að hver sjái um sig sjálfur í orkuöflun. Með því sparast mikill kostnaður við orkuflutning, svo ekki sé talað um orkutapið sem verður við langan flutning, eftir rafstrengjum. Menn ættu að kynna sér kosti Esla rafhlöðunnar. Þar er sannkölluð bylting á ferð.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.6.2016 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.