18.6.2016 | 09:57
Eitthvað annað?
er það sem manni heyrist oft að lýsi pólitískri afstöðu fólks. Það sé búið að fá nóg af sama grautnum í sömu skálinni. Samt er það ekki alltaf tilbúið að nefna úr hverju þessi grautur sé búinn til.
Hugsanlega á fólkið við að stjórnmálaflokkar séu allir að boða svipaðar lausnir. Þeir lofi allir að bæta kjör eldri borgara af því að þeir eigi slíkt skilið. Svo líða kosningar fram hjá og ekkert gerist eða bara versnar. Svo halda margir að hægt sé að afnema verðtryggingu og auka útlán til húsnæðiskaupa. Hver skyldi afstaða manna til jafnræðisreglunnar verða eftir að nýju lánin verða tekin upp?
Það virðist vera útbreidd skoðun að ekkert skipti máli í lífi einstaklingsins nema aðgengi hans að lánsfé. Það er eiginlega aldrei minnst á möguleika mannsins til að leggja fyrir. Hver sé munur á krónu sem maður á eða þeirri sem annar á og maður þráir svona heitt að fá lánaða? Ég heyri færra sagt um hvernig hægt sé að varðveita sparifé og lausa aura fyrir verðbólgu? Verðbólguskot eru ekki sama og verðbólga þegar verið er að semja um kaup og kjör heldur eitthvað annað.
Enda er peningalegur sparnaður yfirleitt hvergi til umræðu í heiminum. Allir prentaðir peningar verða minna virði á morgun en þeir eru í dag. Aðeins föst verðmæti virðast geta breytt verðgildi sínu eftir markaði. Fasteignir, hlutbréf,eiturlyf og þess háttar. Svo hvað er til ráða?
Ekkert nema reyna að krafsa til sín eftir bestu getu. Fara í stjórnmál til þess að komast í aðstöðu til að skattleggja náungann og eyða því fyrir hann í manngæsku. Það eru mjög fáir stjórnmálamenn sem vilja í raun takmarka opinber útgjöld og fara vel með. Það virðist engu skipta í Forsetakosningunum til dæmis, að einn frambjóðandi segist ekkert taka fyrir það að vera Forseti. Miklu fremur túlka menn þetta svo að hann ætli þá ekkert að gera heldur.
Það er töluð síbylja um á Ísland sé ónýtt land, stjórnarskráin ónýt, krónan ónýt, landbúnaðurinn verri en ónýtur, allt sé í rauninni handónýtt nema kvótakerfið því það sé einokun náttúruauðlinda. Það verði að stýra aðgengi vandlega að takmörkuðum auðlindum eins og orkuvinnslu. Sama hvort eru fallvötn eða beislun vindorku,. Þetta er svo vandasamt að það er eiginlega ekkert hægt að gera. Svo kemur 17.júní og þá allt í einu er Ísland besta land í heimi sem allir vilji eignast. Og þá sé um að gera að gefa það til að sýna hvað við erum góðir Íslendingar.
Nú rísa óðfluga upp nýir stjórnmálaflokkar, þjóðfylkingar, Viðreisn, Endurreisn og Píratar. Þeir síðastnefndu eru heiðarlegir í því að þeir krefjast 100 milljarða aukningar á samneyslu þjóðarinnar. Tveir flokkar ætla að ganga í Evrópusambandið fái þeir tækifæri til en afsaka sig með að tækifærin séu nánast engin, það verði að sæta lagi.Þjóðfylkingar vilja varðveita landið og kynstofninn með takmörkun á aðstreymi múslíma.Fylgi við slíkar tillögur eru miklu almennari en nokkrir stjórnmálamenn þora að ræða upphátt. Þó munu þeir verða að búast við því að til dæmis að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði ekki hægt að stýra með þeim hætti sem flokksforystan gerði á síðasta Landsfundi þegar umræðan um flóttamenn var kveðin niður með samanteknum ráðum.
En það er samt þessi krafa um eitthvað annað sem heldur fyrir stjórnmálamönnum vöku.Hvort það eitthvað verður betra eða verra á eftir að koma í ljós.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.