Leita í fréttum mbl.is

Brautin er greið

nú fyrir DagBé og EssBjörn að rústa Reykjavíkurflugvelli.

Samkomulag Hönnu Birnu og Jóns Gnarrs hefur verið staðfest sem löglegt af Hæstarétti. Í því stendur að Ríkið, en ekki Reykjavíkurborg, sem var aðili að áliti Rögnunefndarinnar að flytja almanna- og einkaflug til Hvassahrauns, skuli eitt og sér eiga að framkvæma það og kosta. Reykjavíkurflugvöllur fellur því í heild sinni í fang Reykjavíkurborgar. Ríkið fær núll nema að það fær að kosta nýjan flugvöll í boði Hönnu Birnu, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Dagur er líklega ekki eins vitlaus og margir halda:

Ég var viðstaddur 1947 þegar Bretar afhentu íslenska ríkinu Reykjavíkurflugvöll í heilu lagi.Ég man eftir pípuhöttunum og viðhafnarklæðum fyrirmanna en ég var sjálfur alsæll á nýjum gúmmískóm.

Hann Birna mátti sem ráðherra selja eigur ríkisins og bar engin skylda til að ráðfæra sig við aðra ráðherra eða Landsfundarálit Sjálfstæðisflokksins. Jón Gnarr mátti kaupa hvað sem hann lysti. Skyldi einhver ekki biðja Guð að hefna vesalings síns sem barist hefur hart fyrir Reykjavíkurflugvelli.

DagurBé er löngu búinn að gefa Háskólanum Fluggarðasvæðið sem er víkjandi á Deiliskipulagsuppdrættinum. Þar hafa einkaflugmenn átt flugskýli sín síðan 1978 og greitt af þeim skatta og skyldur alla tíð. Nú skulu þeir rífa byggingarnar á eigin kostnað og bótalaust samkvæmt bréfi frá lögfræðingi Borgarinnar.

Óháð því hvort almannaflugið hefur einhvern stað að fara á hjá Ríkinu, þá blasir við að borgaryfirvöld geta lokað Fluggarða af frá flugbrautunum á morgun. Hvaða tilgang hefðu flugskýlin þá? Þá á ríkið alveg eftir að kosta flutninginn frá Vatnsmýri.

Þá er bara almannaflugið eftir. Ætli verði svo erfitt fyrir þá félaga  að finna ástæður til að gera því svo ólíft að það hypji sig? Vegir Borgarstjórnarinnar í flugmálum eru órannsakanlegir.

Ólíklegt er að Guð muni einhvern tímann hefna fyrir þá vesalinga sem nú bíta í gras með áorðnum tilstyrk Sjálfstæðisflokksins. Mannvalið í Borgarstjórn og stjórnmálaflokkunum þar,gefur ekki tilefni til væntinga um að nýjar kosningar breyti miklu um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Á Alþingi breytir kjarkur Höskuldar Þórhallssonar því ekki einn og sér, að þar hafa of margir þingmenn setið á svikráðum við Reykjavíkurflugvöll í of langan tíma með því að mæla fagurt en flátt hyggja, að þaðan er ekki hjálpar að vænta. 

Brautin er greið fyrir þá DagBé og EssBjörn til að loka Reykjavíkurflugvelli með gjörð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. En því nafni skulu Vallarvinir víst ei gleyma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, satt segirðu, þetta er alveg ótrúlegt hreint, og sorglegt líka. Ég furða mig samt alltaf á því, að á sama tíma og þeir vilja flugvöllinn burt, þá eru þeir að auglýsa þarna í nágrenninu friðland fugla. Ég sé ekki, að það geti farið saman við íbúðabyggð, þótt það fari vel saman við að hafa flugvöllinn þarna. Það yrði lítið friðland fyrir fugla þarna í Vatnsmýrinni, þegar verður búið að byggja þarna stórt íbúðahverfi, og vatnið verður nýtt í annað. Fyrir utan það veit ég ekki, hvernig ætti að vera hægt að byggja hús í mýri, án þess að silfurskottur og önnur óværa geri vart við sig, fyrir utan gljúpan jarðveginn þarna. Eða hvað segir þú? Það yrði aldrei nein mynd á þessu, er ég hrædd um, og finnst þetta tómar skýjaborgir af hálfu Dags og kompanís, og eins og annað eftir þeim. Það er meira en kominn tími til að losna við þessa krakkavitleysinga úr borgarstjórninni. Þú sérð líka, hvað Samfó er græðir á þeim og þessarri vitleysu í þeim eða hitt þó, enda tel ég, að Dagur og kompaní eigi sinn þátt í því, að flokkurinn er að þurrkast út.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 12:51

2 identicon

Halldór, af hverju gleymist alltaf að tala um Landhelgisgæzluna sem verður þá að fara e-t líka. Dettur einhverjum í hug að þetta kosti smáaura að byggja nýjan flugvöll sem gæti tekið við af núverandi velli. Örugglaga vel yfir 100 milljarða, það sýnir reynslan í öðrum löndum, sbr. bygging Breta á tveggja brautar flugvelli á St. Helena eyju nú nýverið.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 13:56

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann Birna tók á ríkið allan kostnaðinn af því að flytja kennslu og einkaflugið, kannski lét hún Ganrrinn plata sig

Halldór Jónsson, 2.7.2016 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband