Leita í fréttum mbl.is

Harmafregn

er það mér að Vigdís Hauksdóttir ætlar ekki að sækjast eftir þingsæti. Ein af þeim örfáu sem mér stendur nærri  hjarta og skoðunum. Skellegg,kjarkmikil og og rökvís.

Tíföld að gildi við dótið af vinstra vængnum sem ekkert erindi átti á Alþingi nema að hækka sjálft sig um launaflokk.

Ég sendi Gulla mínar innilegustu samúðarkveðjur, hann hefur sannarlega misst verðugan samstarfsmann.

Alþingi verður lengi að jafna sig eftir þessi tíðindi og harmafregn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er ég sammála þér Halldór, þetta er eina manneskjan sem hefur þorað að standa upp á móti vinstri vitleysuni á Alþingi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.7.2016 kl. 15:24

2 identicon

Sælir.

Innilega sammála.Þessi kona hefur kjark og þor.

Það er mikil eftirsjá að missa hana af þingi.

Sigurður.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 15:54

3 identicon

Ég er ósammála. Alþingi batnar mikið þegar Vigdís er hætt að koma þangað. Hún er án nokkurs vafa einhver óhæfasti þingmaður landsins, fyrr og síðar.

Kvaran (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 18:44

4 identicon

þetta er prinsippkona, og það er einmitt það sem ormarnir þola ekki, manneskjur með prinsipp. Vilja helst einhverjar marglyttur eins og þau sjálf til að drepa allt niður í meðalmennsku og sötra kaffi með hinum marglyttunum. Ég óska Vigdísi velfarnaðar á öðrum vettvangi og á hún miklar þakkir skildar fyrir vel unnin störf.

sæmundur (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 20:42

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vígdís blessunin fer væntanlega að rannsaka sjóuðu og skemmdu málverkin? Ekki getur hún tjáð sig um málveka-skaðabóta-tryggingamálin meðan hún er þingamaður?

Það er alvarlegt vandamál að þingmenn skulu vera þvingaðir og jafnvel dópaðir, og þeim hótað, til að þegja og hlýða Valdstjórum falda valds-fjármálaglæpamafíunnar.

Hvítflibbarnir fá það sem þeir eiga skilið að lokum, eins og við hin. Það sleppur enginn undan lögmálum lífsins skóla. Stundum kallað karma.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2016 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband