Leita í fréttum mbl.is

Breivik

á fimm ára starfsafmæli frá útey í dag.

Á þessum fimm árum sem liðin eru þá finnst mér ég hafa séð mikinn fréttaflutning sem tengist þessum manni. Ekki vegna þess hvað hann gerði heldur vegna allskyns deilna um réttindi hans sem fanga. Hann krefst þessa og hins á grundvelli mannréttinda að manni skilst.Og allt kerfið skelfur í deilum við hann.

Clint Eastwood í hlutverki atvinnumorðingja er látinn segja við ungan og upprennandi drápara í myndinni Unforgiven. "Það er djöfuls mikill hlutur að drepa mann. Taka af honum allt sem hann á og mun nokkru sinni eiga".

Ég veit ekki hvað öðrum finnst um þennan mann Breivik. En fyrir mér tók hann allt af tugum saklauss fólks án þess að spyrja leyfis og án gilds tilefnis að dómi flestra. Hvað gerir hann að manni eftir þetta sem hefur alls kyns réttindi? Er hann ekki frekar eins og óður hundur sem í stað þess að vera lógað strax er settur í geymslu? Þar fær hann það sem hæfir óðum hundi sem ekki skilur atferli sitt vegna ólæknandi sjúkdóms síns. Gæslu, mat, bæli og skammtaða útiveru. Ber honum eitthvað fleira?

Víst er að upp eiga eftir að koma álitamál þar sem fjöldadráparar koma við sögu. Hvað á að gera við þá sem sannarlega hafa barist og drepið í röðum ISIS? Hvað réttindi eiga þeir að fá við heimkomuna? Hvað ætlum við að gera þegar slíkt verður lagt fyrir okkur?

Á sínum tíma var sjóránum útrýmt með aðferðum sem væru ekki leyfðar dag. Þau hurfu. Hvernig mun okkur ganga að eiga við sveitir sem lúta öðrum siðferðislögmálum en við gerum? Flytjast okkar hugmyndir um mannréttindi yfir á þá ef við ráðum? Myndu þeirra hugmyndir um siðferði ekki flytjast yfir á okkur ef þeir fengju að ráða?

Svo hvað á að gera? Flestir munu segja að ekki tjói að bjóða fólki eins og Breivik hinn vangann eða rétta óðum hundi hinn fótinn eftir að hann hefur bitið í þann fyrri. Hvernig stöðvaði franska lögreglan fjöldamorðingjann í Nice? Erum við undirbúin? 

Byssan er eini vinur hermannsins sagði maður sem hafði verið á vígstöðvunum í Rússlandi. Hvað sem okkur kann að finnast um vopn þá eru þau til. Það skiptir öllu máli hverjir halda á þeim. Breivik var rangur maður með byssu á röngum stað og auk þess í lögreglubúningi. Aðeins góður maður með byssu á sama stað hefði getað breytt einhverju.

Verðum við ekki ávallt að búast við Breivik?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norski kóngurinn átti að skjóta Breivik sjálfur ef að hann ætti að  fá að halda krúnunni:

Við tökum hunda af lífi ef að þeir bíta fólk;

Þessi gjörningur  er margfalt á við slíkt.

Kastljósið ætti að beinast að þeim sem að buðu honum í frímúrararegluna= Hvaða kröfur eru gerðar í þá reglu?

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1180774/

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 10:05

2 identicon

Þetta er áhugaverð pæling hjá þér Halldór og eitthvað sem margir hugsa um þessa dagana.

Minnir mig á barn sem fann dauða flugu og ég ætlaði að nota tækifærið og ræða um dauðann, en þá voru öll vopn slegin úr höndum mér með þessum orðum: "Hún er ónýt, hendum henni í ruslið".

Eygló (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 11:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Eygló, hvar á Breivik heima? Er hann rusl eða er verið að reyna að betrfa hann?

Jón Þórhallsson,ja kóngurinn var ekki látinn skjóta Quisling sjálfur. Þú segir tíðindi. Var Breivik frímmi?

Halldór Jónsson, 22.7.2016 kl. 11:57

4 identicon

Það er slegið upp þeirri fyrirsögn að nork gildi hafi sigrað!

En í hverju felst sá sigur?

Ef að svarti riddarinn fellir öll hvítu peðin  á skákborði lífsins; er þá ekki um að ræða tap fyrir okkur SANN-KRISTIÐ fólk?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/07/22/norsk_gildi_hofdu_sigur/

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:39

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í samræmi við mun á hugsunarhætti ISIS manna og okkar ætti upptekning dauðarefsingar ekki að hafa fælingargildi fyrir sjálfsmorðstilræðismenn, heldur þveröfugt.

Ómar Ragnarsson, 22.7.2016 kl. 16:17

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Dauðarefsingar...

Meðal frumstæðari þjóðflokka voru þær iðkaðar vegna þess að:

1: Þeir hafa náð í mann sem er hættulegur og þeir geta hvergi geymt hann.

2: Ættingjum fórnarlamba hans líður aðeins betur (Catharsis)

Norðmenn hafa efni á að geyma sína hættulegu menn einhversstaðar um ókomna tíð.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2016 kl. 16:40

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er rauneverulegt verðmæti mannslífs?

Er líf Einsteins eitthvað svipað að gildi og Breiviks? Eða telur einhver þetta jafngilt?

Halldór Jónsson, 22.7.2016 kl. 20:17

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þeir sem að leggja af stað til að fella varnarlaus ungmenni og gera  það = Þeirra líf er minna virði en líf ísbjarna.

Ísbjörn sem að myndi ráðast á fólk hér á landi gerði það þá vegna hungurs en í tilviki Breivíks að þá er það bara tilganslaus illska sem að er þar á ferðinni.

Jón Þórhallsson, 22.7.2016 kl. 21:05

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammál Jón Þórhalls

Halldór Jónsson, 22.7.2016 kl. 23:29

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, dauðarefsingar hafa ekki fælingarmátt að því að rannsóknir sýna. En það er stundum að fólki finnst að þær eigi betur við en aðrar refsingar sem hafa tendens til að hætta að virka með tímanum. Hugsanlega verður Breivik sleppt innan tíu ára.

Halldór Jónsson, 22.7.2016 kl. 23:32

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þeir gátu ekki geymt Jón Arason eða syni hans, því fór sem fór. Það er í samræmi við það sem Ásgrímur tekur eftir.

Ómar, hvetur ekki múslímatrúin beinlínis til píslarvættis? Sjö hreinar meyjar osfrv.

Ég held að ekkert rándýr sé grimmt ef það hefur fullan maga. Nema kannski minnkurinn sem á það til að raða upp dauðum hænum eftir sig. Og svo auðvitað mannskepnan, sem er grímmust allra og viðbjóðslegust um leið og að vera kóróna sköpunarverksins fyrir andlegt atgervi.

Halldór Jónsson, 23.7.2016 kl. 17:23

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Skelfing er að Breivik hafi orðið brengluðum unglingi fyrirmynd í Munchen, 

Halldór Jónsson, 23.7.2016 kl. 19:30

13 Smámynd: Halldór Jónsson

80 manns sprengd upp í Afgahnistan á sama degi. 

Heimurinn mun líklega fara í breyttar aðferðir gegn þessari vaxandi hættu. Það verður harðneskjulegar tekið á svona hlutum og aðvörunm og saklausir munu líða fyrir röng hættuboð. En hvað skal gera?

Halldór Jónsson, 23.7.2016 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband