Leita í fréttum mbl.is

Vá, orðinn frægur

kominn á lista Gunnars trommara Waage og Semu Erlu Serder leiðtoga Samfylkingarinnar í Kópavogi. www.sandkassinn.com .

Ég er útnefndur nýrasisti nr. 18 meðan Davíð Oddsson fær aðeins 20. sætið. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að sigra Davíð í vinsældakosningu.

Hvorugur okkar nær því í þetta sinn að vera útnefndir kúkar mánaðarins. Þeim heiðri ná þau skötuhjúin á Útvarpi Sögu, Pétur og Arnþrúður ásamt bloggvini mínum Valdimari Samúelssyni og sr. Þórey Guðmundsdóttir.

Ég hef ekki hugmynd hvað þarf til að hljóta útnefningu í seinni flokknum en verð líklega að hlusta á Útvarp Sögu betur til að skilja það. En auðvitað verða menn að stefna að því að hækka um flokk eins og í Samfylkingunni svo við Davíð höfum verk að vinna. Við höfum líka tekið eftir því hér í Kópavogi að Alþýðublað Kópavogs hefur ekki komið út í talsverðan tíma á pappír í prentbænum sjálfum og verðum þá að álykta að þetta sé einskonar  Samfylkingarafbrigði  af e- Mogga.

Sema Erla ætlar að stimpla sig inn í pólitíkina með afgerandi og keppa við Framsóknarflokkinn og Sigmund Davíð  um hin brennandi mál samtímans.

Takk fyrir að gera þennan bloggara loksins frægan  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Virðing og traust :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.7.2016 kl. 13:46

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hefur reyndar skýrt komið fram hjá Semu Erlu að hún hafi enga aðkomu haft af þessum lista. Þegar Jón Magnússon ásakaði hana um það þá hringdi hún í hann og gerði honum þetta ljóst en í stað þess að leiðrétta rangfærsluna á facebook síðu sinni þá kom hann með aðra færslu í morgun þar sem hann endurtók lygina og fór reyndar að ásaka þrjá aðra um það sama, væntanlega út í loftið eins og í fyrri færslunni.

Það að fara með rangt mál gegn betri vitund kallast einfaldlega að ljúga. Og lygi eins og Jón Magnússon fer þarna með getur ekki talist neitt annað en lágkúrulegt skítkast og persónuníð.

Ég geri ekki ráð fyrir því að þú hafir vitað það Halldór að fullyrðingin um að Sema Erla eigi þarna hlut að máli en hvet þig til að leiðrétta pistil þinn svo rétt sé farið með staðreyndir.

Hvað þennan lista varðar þá er það að mínu mati einfaldlega ekki í lagi að kalla menn nasista án þess að geta fært rök fyrir því að viðkomandi sé það. Það gæti falist í því að vitna í skrif frá viðkomandi sem sá sem kemur fram með ásakanirnar telur að beri vott um nasisma. Þá getur sá sem fyrir verður í það minnsta varið sig með rökum um að viðkomandi skrif séu ekki nasismi og lesandi getur einnig sjálfur metið það hvort hann sé sammála því að um nasisma sé að ræða. Meðan ekki eru færð rök fyrir ásökuninni getur sá sem fyrir henni verður ekki varið sig og lesandi getur ekki lagt mat á hvort ásökunin sé réttmæt eða ekki. Í þeim tilfellum getur sá sem fyrir ásökuninni verður ekki gert neitt annað en að leggja fram kæru fyrir meiðyrði.

Sigurður M Grétarsson, 27.7.2016 kl. 16:18

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þarf fólk að kæra sjálft fyrir meiðyrði af þessu tagi?  Hvernig er með þetta opinbera hatursglæpaembætti - er það bara stofnað fyrir suma?

Kolbrún Hilmars, 27.7.2016 kl. 16:23

4 identicon

Já Kolbrún. Það er bara gagnvart fólki sem

aðhyllist ekki Islam og vill ekki fá þessa

óværu hingað.

Sandkassasleikjurnar sjá um það.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 17:03

5 identicon

Annan eins viðbjóð, sem byrtist á þessari síðu Sandkassinn, hef ég nú aldrei séð á prenti fyrr, þetta eru greinilega mikið sjúkt fólk sem skrifar á þessa síðu, og kalla þjóð þekta íslendinga Ný rasista, ef þeir vilja fara eftir Stjórnarskránni, 65gr."konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna# Það er óumdeilanlegt að hjá múslimum eru konur settar skör lægra en karlar, þannig að þessi trúarbrögð Islam standast ekki þær kröfur sem Stjórnarskráin gerir til trúfélaga. Því á að banna Islamstrú á Íslandi,og allar Moskubyggingar.Síðan er varaformaður Neytendasamtakanna pislahöfundur á þessari viðbjóðslegu síðu, og fjallar um kúk mánaðarins,og lýsir því síðan yfir að hann muni bjóða sig fram sem formann Neytendasamtakanna þegar Jóhannes hættir,við skulum vona, og að Guð gefi að það gangi ekki eftir.                                            þetta eru tveir gjörólíkir menningarheimar sem eiga enga samleið, og hafa aldrei gert, og munu aldrei gera. Ef múslimum tekst ekki að byggja upp siðuð samfélög sem þeir geti búið í, geta kristnir lítið að því gert, og best að múslimar haldi sig sem sem mest heima hjá sér.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 17:13

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek að menn eigi að kæra þetta en er sjálfur búinn að hringja inn og verð að mæta og skrifa undir.Ég hafði ekki hugmund um þessa síðu fyrr en einn félagi sagði mér frá því í gærdag. Ég hef heiður að vera númer 7 og líkleg oft Kúkur. Ég reyndi að svara Ritstjóranum Gunnar Waage en hann býður ekki upp á það  hér er FB síðan er hin sandkassinn.com var lokuð í dag https://www.facebook.com/sandkassinn/?fref=ts

Valdimar Samúelsson, 27.7.2016 kl. 19:25

7 Smámynd: Jón Bjarni

En er ekki tjáningarfrelsi á Íslandi.. má maður ekki segja það sem maður vill Valdimar?

Jón Bjarni, 27.7.2016 kl. 23:47

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Halldór vill greinilega ekki leiðrétta þær rangfærslur sem hann skrifar hér að ofan um Semu Erlu. Það segir meira um hann en Semu.

Sigurður M Grétarsson, 28.7.2016 kl. 00:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór verkfræðingur tekur léttilega á þessu fráleita máli hinnar rakalausu níðhöggssíðu Gunnars Waage. En Halldóri væri ekki svona létt í hug, ef hann gerði ráð fyrir möguleika haturs-hryðjuverka einnig hér á Íslandi og væri sjálfur með ung börn á sínu heimili.

Annars er umræðan hér um margt óvenju-vönduð. Sigurður M. Grétarsson kemur t.d. skemmtilega á óvart með pottþéttum rökum í síðustu og lengstu klausunni í aths. sinni í gær kl. 16.18. Og hér hafi menn það í huga, að þessi sandkassi Gunnars Waage er lokaður fyrir athugasemdum, það er ekki boðið upp á, að við getum afsannað órökstuddan og ósanngjarnan málflutning hans á síðunni, hann er greinilega enginn fulltrúi málfrelsis.

(Um Semu-mál og hugsanlega aðild hennar að þessari síðu og annarri sem boðar boycot á Útvarp Sögu veit ég ekkert.)

Þá tek ég undir orð Kolbrúnar Hilmars hér. 

Halldór Guðmundsson á svo athyglisvert innlegg, m.a. þar sem hann getur um algerlega vansæmandi aðkomu varaformanns Neytendasamtakanna að málum.

Jón Bjarni skal fræddur um, að menn hafa ekki leyfi til að níða náungann opinberlega; hér er tjáningarfrelsi að því marki, að menn geti varið ummæli sín fyrir dómi.

Jón Valur Jensson, 28.7.2016 kl. 10:40

10 identicon

Hvað er nýrasisti? Eru til nýantirasistar?

Í úthvefum stórborga eru oft erjur, líkamsárásir og morð og er þarna oft illindi milli íbúanna, því í þessum hvefum búa mörg þjóðarbrot.

Sómalíusvertingjarnir eru verstu rasistarnir, að sögn.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 17:50

11 Smámynd: Már Elíson

Jón Valur að býsnast yfir því að athugasemdir skulu ekki vera leyfðar þar sem HANN vill koma sínum ómerkilegu athugasemdum að..Ja hérna..Jón Valur "guðsmaður" og haturspostuli leyfir EKKI athugasemdir og strikar út og eyðir eins og honum lystir, nákvæmlega sömu hlutir í gangi. - Sök bítur sekan, og mátulegt á þennan kjaftask og besservisser í sjálfskipuðum sandkassaleik.

Már Elíson, 29.7.2016 kl. 10:22

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu framfylgi ég skilmálum innleggja á Moggabloggi mínu gagnvart þeim sem troða á þeim skilmálum og á æru manna, eins og þessi Már gerir hér. Vandi hans er heimatilbúinn, og skyldi engan undra, að hann komist ekki upp með hvað sem er. Að hann noti sína Moggabloggs-skráningu til að kalla mig "haturspostula" verður kært til blog.is og mbl.is.

Jón Valur Jensson, 29.7.2016 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband