Leita í fréttum mbl.is

Hin eitraða forgjöf

í fjármálum þjóðarinnar er sú ákvörðun að ávöxtun lífeyrissjóðanna skyldi að  lágmarki vera 3.5 %.

Þetta var sjálfsagt skiljanleg ákvörðun í  árdaga sjóðanna  þegar verið var að marka þeim stefnu til komandi tíma. En er þetta jafnnauðsynlegt í dag?

Þá voru sjóðirnir varla nokkuð sem hét og mönnum var í mun að varðveita þá til frambúðar enda minnugir fyrri tilrauna til slíkra sjóðastofnana.  Allt brann í verðbólgunni og menn sátu uppi með minna en þeir lögðu upp með.

Nú er allt breytt, sjóðirnir stjórna nánast öllu þjóðlífinu, eiga öll fyrirtæki, deila og drottna undir forystu nafn-og andlitslausra skrifstofumanna sem enginn kaus. Sífellt er verið að hækka framlögin til sjóðanna og nú ætla þeir að taka til sín sjöttuhverju krónu sem þjóðfélagið aflar með vinnu fólksins.

Ekkert af þessu lífeyrissjóðakerfi  hefði orðið án verðtryggingarinnar. Það er verðtryggingin sem er bakbein sjóðanna. Söngurinn í efnahagshálfvitunum, auðvitað mest af vinstri vængnum um að banna verðtrygginguna er hinsvegar síbylja hins daglega lífs, gersamlega óraunhæf vitleysa.

Verðtrygging var og er nauðsynleg. En 3.5 % vextir ofan á verðtryggingu er himinhrópandi okur og verra þegar lagt er enn meira á þessa upphæð. Lífeyrissjóðir geta vel lánað nú til dags í samspili við ríkið á núll prósent vöxtum með bara verðtryggingu þegar um væri að ræða þjóðhagslegar framkvæmdir eins og bygging íbúa almennings og íbúða gamla fólksins.

Þá er hinsvegar stjórnunar-og valdgræðgi sjóðastjórnendanna orðin svo mikil að þeir telja að slíkt rýri getu þeirra í valdataflinu um eigin yfirráð yfir atvinnufyrirtækjum landsmanna. En það telja þeir núna vera eina tilgang lífeyrissjóðanna, að skaffa sjálfum völd og áhrif. Þeir sjálfir séu sjóðirnir og þeir séu réttbornir til ríkis.

Væri hér leitt í lög að menn skyldu fá húsnæðislán til fyrstu íbúðar svona 80-90 % af verðinu til að segja 40 ára með 1-2% vöxtum og verðtryggingu þá er það framkvæmanlegt og ásættanlegt fyrir lífeyrissjóðina. Sömuleiðis til að byggja íbúðir fyrir aldraða í samvinnu við ríkið, þá væri hægt að leysa öll þessi vandamál sem nú er grátið sem mest yfir.

Hin eitraða forgjöf uppá 3.5 % verður fyrst að fara fyrir björg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3,5% er bara reiknuð tala frá tryggingarstærðfræðingum sem þarf til að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar. En þetta er ekkert sem þeir geta heimtað eða gengið að sem vísu, þeir verða að sætta sig við þá vexti sem ráðast á markaði hverju sinni hvort sem innan eða utanlands er.

Villi Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2016 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband