Leita í fréttum mbl.is

Nú var mér skemmt

en ekki kellu minni sagði tröllið í hellinum. Þá var samlyndið kannski ekki í alltaf fyrsta sæti. En þetta batnar ár frá ári og í kvöld vorum við sammála.

Þau Gísli Marteinn og Ragnhildur Steinunn voru með dásamlegan skemmtiþátt úr sögu sjónvarpsins okkar RÚV sem er 50 ára um þessar mundir. Hrein snilld var þetta frá byrjun til enda sem við nutum ósegjanlega miklu meira en hins venjulega sjónvarps sem fjallar um öll þessi vandamál og leiðindi daglegs lífs.

Eiginlega fannst manni maður lifa í annað sinn að sjá alla þessu góðu listamenn sem þarna sáust og heyrðust. Mikið hefur annars sjónvarpið gert mikið fyrir marga á þessum 50 árum. Maður bara yngdist upp að sjá alla þessa gömlu kunningja sem á skjáinn komu. 

Sérstaklega þótti okkur vænt um hvernig þau hylltu hann Ómar Ragnarsson í lok þáttarins. Þegar maður hugsar til baka hversu mikið þessi fjölhæfi orkubolti hefur auðgað líf manns  í allan þennan tíma, þá getur maður ekki annað en fyllst óendanlegu þakklæti til hans. Honum verður aldrei fullþakkað.

Já nú var okkur skemmt báðum í einu hjá RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Núna er ég sammála þér Halldór, í einu og öllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2016 kl. 22:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Axel

Halldór Jónsson, 3.9.2016 kl. 23:35

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek undir hvert orð, Halldór - Enda sagðirðu um daginn að mér væri ekki alls varnað wink

Þórir Kjartansson, 4.9.2016 kl. 08:53

4 identicon

Frábært að sjá á þessari 50 ára sögu hvað það var framleitt mikið að íslensku efni á miðað við í dag. Ég við efla RUV svo það fái sinn gamla sjarma.

Margrét (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 10:17

5 identicon

Sammála. ÉG hafði líka gaman af þessu. Þá var líka öldin önnur en nú er. Þá var fréttastofan líka fréttastofa en ekki einhver áróðurstöð fyrir vinstri flokkana. Meinið var, þegar menn fóru að ehffa þetta, því að þá varð fjandinn laus, og öllu eftirliti hætt með starfseminni, sérstaklega þó fréttastofunni. Fréttastjórarnir voru líka strangir í því, að í fréttatímum væru sagðar fréttir, og sérstaklega Margrét Indriðadóttir veit ég, að krafðist vandaðrar, áreiðanlegrar og hlutlausrar fréttamennsku. Þulirnir áttu ekkert með að vera að blanda eigin skoðunum inn í fréttirnar eða blaðra eitthvað frá eigin brjósti þar. Hvað þeir voru að masa utan fréttatímanna kom engum við, en fréttir voru fréttir og ekkert annað, og enginn mátti flytja annan texta þar, en Margrét hafði fyrir sitt leyti samþykkt, að yrði fluttur. Nú er allt í hers höndum á fréttastofunni og hún orðin að Sovétfréttastofu og áróðurstöð fyrir vinstri flokkana og ESB, eins og það er nú huggulegt eða hitt þó heldur. Það er varla orðið hlustandi á Rúv nema tónlistarþætti og aðra listaþætti. Fréttir lætur maður að mestu leyti fara inn um annað eyrað og út um hitt, eins og ástandið er orðið á þessum bænum. Þegar svo Samfó er að líða undir lok, þá agiterar fréttastofan fyrir Pírötum, og allir gleypa við því, hráu og ósoðnu. Svei, svei, segi ég bara. Nei, útvarp og sjónvarp voru miklu skemmtilegri og meira vit í hlutunum fyrir fimmtíu árum en nú er. Það er alveg ólíkt. Það má mikið breytast, ef við eigum að geta endurheimt þá tíma aftur, og spurning, hvort það er yfirleitt hægt. Svo er nú það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420086

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband