7.9.2016 | 19:47
Pólitísk tíðindi
eru það þegar fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður ganga til framboðs á vegum Viðreisnar,flokks sem fyrst og fremst er Evrópusambandsflokkur.
Er ég eitthvað skúffaður eða ekki? Nei,mér er barasta slétt sama. Ég var á landsfundinum þegar Davíð steypti Þorsteini og stóð þá með Þorsteini af því að ég er líklega kurteis kerfismaður í mér.En ég er ekki í vafa núna að þetta varð flokknum og þjóðinni til góðs.
Ég var ánægður með Þorgerði Katrín lengi vel þangað til að hún sýndi af sér bruðlarahegðun sem ráðherra. Ég legg ekki dóm á kúlulánin þeirra hjóna en gleðst bara yfir því að þau héldu húsinu sínu meðan aðrir misstu sín.
Mér líkaði ekki við Þorstein þegar hann orsakaði klofning flokksins með einstrengingshætti gagnvart Albert. Ekki heldur þegar hann lét slíta á sig ríkisstjórninni í beinni. Heldur ekki þegar hann gekk í raðir Baugsliða og með Fréttablaðsritstjórninni. Ekki heldur þegar hann fór til Brussel á vegum Steingríms J. og Jóhönnu að semja um inngöngu í ESB. Það er eins og hann hafi alltaf skort eitthvað í mannlegum samskiptum sem stjórnmálamenn þurfa að hafa.
Mér líkar í það heila tekið ekki við fólk sem fer í aðra flokka sem þar sem það hefur lengst af verið.Eins og þau tvö og Benedikt Jóhannesson. Aðra er mér sama um.
Í sjónvarpinu veltir ritari Sjálfstæðisflokksins Áslaug Arna og efsti maður á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi Gylfi Ólafsson því fyrir sér hvort þau séu ekki að fara á þing til að breyta þar málum. Líklega finnst þeim þá báðum að þar sé flest ómögulegt. Ekki sé það kaupið sem trekki segir Logi Bergmann. Þau eru sammál um að þau verði góðir þingmenn og Gylfi vill að á Íslandi ríki viðskiptafrelsi og eitthvað fleira fallegt. Maður spyr sig hvar hefur þessi maður búið undanfarið?
Ég er á móti inngöngu Íslands í tollabandalagið Evrópusambandið sem stefnt er gegn restinni af veröldinni. Ég bendi á að hagsveifla Íslands er allt öðruvísi en gerist þar. Ég sé að ástandið hér er miklu betra en víðast þar. Ég vona að Viðreisn fari að tína saman yfirburði ESB-ríkjanna yfir Ísland eða Canada til dæmis. Þeir þurfa aldeilis á góðum rökum að halda.
Ég vona að fleiri Íslendingar komi auga á muninn en ég þegar þeir velta fyrir sér að kjósa Viðreisn eða Pírata sem eru framlenging á Samfylkingunni að því að Össur segir.
Ég hef ekki trú á því að þessar tvær nýju persónur í liði Viðreisnar valdi straumhvörfum í komandi kosningum. Er afrekasaga þeirra sem stjórnmálamanna þvílikt afbragð að fók hljóti að kjósa þær blindandi?
Ef Sjálfstæðisflokkurinn berst hinni góðu baráttu og er trúr hugsjónum sínum, óttast ég ekki þó einhverjir veifi einhverjum páfuglsfjöðrum sem varla fljúga langt þegar þær eru dottnar af vængjunum sem báru þær sjálfar lengst og tryggast.
En pólitísk tíðindi eru þetta vissulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Er þá Viðreisn ekki bara framlenging af Samfylkingunni eins og Píratar ef marka má ályktun Össurar í þeim efnum?
Mér sýnist Viðreisn vera enn einn krataflokkurinn. Alla vega virðast kratarnir úr Sjálfstæðisflokknum finna sér athvarf þar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.9.2016 kl. 20:28
Þau eiga sér ekki viðreisnar von eftir þessa ferð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2016 kl. 21:29
Tómas, ég held að þú hafir réttara fyrir þér en Sjálfstæðiflokkssspekingurinn doktor Eiríkur Bergmann sem heldur að þetta sé klofningur úr þeim flokki. Það var búið að kanna þetta og aðeins 17 % af fylgi Viðreisnar kemur úr D.Mikið meira úr Samfó.
Heimir, þetta fólk er ekki með okkur lengur og enginn saknar þeirra. Fólk sem hugsar meira um eigin metorð en flokkinn sinn hefur hvergi orðið langlíft í pólitík. Liðhlaupar virðast óvíða vera í miklu uppáhaldi í hvaða aðstæðum sem eru.
Halldór Jónsson, 7.9.2016 kl. 22:22
Bjarni Ben undrast að manneskja sem hefur unnið með honum að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, fari svo bara í framboð með allt öðrum flokki. Dómgreindin er alltaf jafn helfrosin á þeim bænum.
Ég undrast ekki, því að þó Þorgerður Katrín sé skeleggur málflytjandi, þá er hún ekki Sjálfstæðis maður frekar en rolan Þorsteinn Pálsson fyrrverandi fjórtán mánaða forsætisráðherra.
Það samrýmist ekki grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins að gefa frá Íslendingum auðlindir þeirra og sjálfstæði. Þannig er bara vel að sambandssinnarnir finni sér samastað utan Sjálfstæðisflokksins, svo friður gefist til að hreinsa upp sóðaskapinn eftir hina ósvífnu umsókn Jóhönnu, Össurar, Steingríms og katta hjarðar þeirra.
Það eru eiginhagsmuna peninga menn sem fastast sækja á Evrópusambands aðild og hafa stuðning allrar vinstrihjarðarinnar, að Framsókn undanskilinni en þá.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.9.2016 kl. 22:50
Hef áður sagt það nafni að innan Sjálfstæðisflokksins væru orðnir of margir kratar. Nú virðist sem þeir séu einhverjir á förum úr flokknum og er það vel. Farið hefur fé betra og ekki nokkur einasta eftirsjá af þeim. Ekki nokkur. Krataeðlið er samt við sig, þegar síðan kemur að útskýringum vegna "sinnaskiptanna". Umsókn um aðild að evrópusambandinu er eitt helsta keppikefli viðreisnar, en af einhverjum orsökum er það ekki nfnt einu orði þessa dagana. Sérdeilis trúverðugur flokkur, eða hitt þó heldur! Verði viðreisn að góðu með nýja innlimunar og sjálfstæðisafsalssinna sína.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.9.2016 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.