Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðssteypa

er það þegar maður les þetta í leiðara blaðsins:

"Barátta fyrir launum í mynt sem rýrnar ekki og er ekki undirorpin sveiflum og óvissu er án nokkurs vafa eitt mikilvægasta baráttumál sem launafólk á Íslandi hefur staðið frammi fyrir lengi."

..." Að þessu sögðu verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu forystumenn Viðreisnar taka í gjaldmiðils og peningamálum. Hvort þeir munu leggja höfuðáherslu á að Ísland eigi að stefna á aðild að Evrópska myntbandalaginu með undanfarandi aðild að ESB. "

 Einn gallinn á þessu er að Viðreisn vill ekki svara hvaða stefnu hún hefur gagnvart ESB og Evrunni. Ef það er þá leyndarmál sem allir vita?

Orsök þeirrar afstöðu er líklega að leita í útklykkingu ritstjórans:

"Í því sambandi er eðlilegt að spyrja, er það eftirsóknarvert á meðan staðan á evrusvæðinu er jafn brothætt og viðkvæm og raun ber vitni."

Skyldi eiga að bíða eftir að "Eyjólfur hressist" eins og kommarnir gerðu svo lengi ?

Ekki eitt orð um það, hvernig á að útvega myntina þegar launþegar eru búnir að leiðrétta kjörin nægilega mikið til þess að skortur verði á mynt til að borga þeim. Það sem ítrekað hefur hent okkar eigin krónu.

Svo er hin hliðin á miðopnunni. Þar þenur prófessor doktor Þorvaldur Gylfason sig í löngu máli um nauðsyn að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið hans sem hann hann ítrekað segir endurtekið þjóðina hafa samþykkt í einhverri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég er löngu búinn að hrekja þennan málflutning ítarlega enda er þessi fullyrðing prófessorsins algjör steypa og útúrsnúningar.

Nýmæli í ósannindunum er hinsvegar það að Alþingi sé ólöglegt af því að það hafi verið kosið efir kosningalögum sem þjóðin var búin að hafna í þeim tilvitnuðu kosningunum. Þar með er allt stjórnkerfið og athafnir þess tóm steypa að dómi Þorvaldar og það sem verra er að það er bara ekkert hægt að gera í því án þess að brjóta eitthvað af lögum Þorvaldar og breyta endurteknar kosningar engu þar um.

Ég sé ekki annað en að bylting sé eina úrræði doktorsins héðan af. Ef hún verður þá ekki bara algjör steypa í meðförum hans eins og flest allt í stjórnmálabollaleggingum hans og ritstjórans  í Fréttablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alveg sama hvað er sagt er við hirð Jóhönnu Sigurðardóttur um þetta stjórnlagaráð hennar, það hreinlega virkar ekki.  Ómar Ragnarsson vísar oftar í stjórnarskrár drög  klömbruð af þessu stjórnlagaráði hennar, heldur en þá stjórnarskrá sem þó er enn í gildi, sem betur fer fyrir okkur öll.

 Hvað skyldi hún annars kosta þessi geymslustöð þarna í háskólanum fyrir þessa prófessora í fræðum um vanda Samfylkingarinnar og hörmungar stjórnlaga ráðs Jóhönnu vitlausu? 

Þetta fólk hefur endalausar áhyggjur af framgangi arfa vitlausra mála en lætur sig engu varða kostnaðinn sem af þeirra fíflaskap hefur hlotist og  en þá minni áhyggjur hefur þetta lið af því hver borgar, því ekki borgar háskólinn það.   

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2016 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er fjórði athyglisverði leiðari Þorbjarnar Þórðarsonar á stuttum tíma. Hér blæs hann á oftrú á evruna. Í tveimur öðrum leiðurum dró hann fram verulegar efasemdir um aðild okkar að EES-samningnum. Góð umskipti eru þetta á Fréttablaðinu hjá þessum vel upplýsta blaðamanni að minnsta kosti.

Og þakka þér fyrir mjög vel skrifaðan pistil á undan þessum, Halldór!

Jón Valur Jensson, 8.9.2016 kl. 11:33

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru ekki flestir meðlimir og frambjóðendur Viðreisnar félagar úr svokölluðum Já samtökum, sem borguðu milljónir í áróðurskostnað til að láta íslenska ríkið borga IceSave.

Man ekki betur en svo að annað áhugamál Já samtakanna hafi verið að Ísland færi inn í ESB ruglið.

Ég held að það sé ósköp einfalt mál, Viðreisn er ESB flokkur og að fá Kúlulánadrttninguna í firsta sæti flokksins í Kraganum, þessa sem kom á nefskattinum fyrir RÚV sem allir landsmenn eru svo ánægðir með og var mikill stuðningsmaður ESB ruglsíns.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.9.2016 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband