Leita í fréttum mbl.is

Meiri steypa

í Fréttablaðinu.                                                 

fylgiflokka 

 

Aðalfyrirsögnin Viðreisn bætir við sig fylgi. Þeir sem lesa sjá að Viðreisn mælist nú með 6.7 % fylgi. Bæta við sig úr hverju  er náttúrlega það sem skiptir máli. Úr Núlli í 6.7 % er aukning fyrir nýjan flokk með nýfengna skreytiframbjóðendur.

Flokkur sem ekki þorir að nefna stefnumál sitt upphátt af ótta við að fæla kjósendur frá.

Ég fór á heimasíðu Viðreisnar. Það er glæsilegt fólk í framboði. Efalaust með mikla þekkingu samanlagt. En kann það sem þarf í pólitík? Er það eina fagið þar sem menn þurf ekkert að kunna til að stunda sem atvinnu?

Hvað veit ég um hversu einn frambjóðandinn er flinkur í pólitík þó að hann sé betri en ég í tennis? Hvað á að ráða því hvernig maður kýs?

Ef ég vil ekki fara í ESB af hverju á ég þá að kjósa eitthvað fólk sem ég hef aldrei séð né heyrt af því að það sem ég þekki er bæði leiðinlegt og latt að gera eitthvað fyrir mig þó að það vilji ekki fara í ESB eins og ég ?

Verður þetta allt öðruvísi og betra ef menn bara kjósa ekkert af því sem þeir þekkja heldur eitthvað nýtt og ferskt?  Nýtt og því betra?

Þeir hjá Viðreisn vilja samkvæmt forsíðu sinni:

"Allir skulu hafa rétt til góðrar heilbrigðisþjónustu, menntunar og félagslegrar þjónustu. Lífskjör á Íslandi verði svipuð og í nágrannalöndum og gróska í menningarlífi."

Hefur ekkert af þessu verið til staðar hér? Eru þeir að stofna nýtt ríki? 

"Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Sköpun verðmæta með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda til framtíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar."

Gæti Bjarni Ben ekki farið með þessa klausu sem sína?

Eða þá ekki bara þessa líka?

"Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyrishöft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafn atkvæðisréttur fyrir alla."

Hvaðan er þetta fólk að koma? Ætlar það að fara með mig þangað sem það er að fara? Á ég ekkert að borga?

Jú, það er smáatriði í viðbót:

"Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildarsamningi sem borinn verði undir þjóðina."

Ljúka skuli viðræðum um "Aquis" þ.e. hversu fljót við getum tekið upp stjórnarskrá ESB. Aðildarsamningur getur aðeins byggst á "Aquis", sem þýðir starfsreglur 27 þjóða sem nýir aðilar skulu samþykkja að taka upp sem sínar. Spurt er aðeins hversu fljótt? Ekki hvort? Allt tal okkar um aðildarviðræður snúast um það hvernig ESB ætlar að aðlagast okkur. Þeir skilja það hinsegin.

Til viðbótar hefur Sambandið lýst því yfir að engar nýjar um sóknir verði á dagskrá í næstu framtíð. ESB hefur hætt viðræðunum við Íslendinga. Hvernig ætlar Viðreisn þá að ljúka einhverju sem ekki er lengur á dagskrá?

Er þetta allt ekki bara meiri steypa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steypa er það svo sannarlega Halldór.

Flokkur um ekki neitt.

Fleiri mættu fylgja í kjölfarið sem ekkert eiga

heima í Sjálfstæðisflokknum og fara yfir í

öfugmælaflokkin Viðreisn.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband