Leita í fréttum mbl.is

Sýndarveruleiki

er listgrein sem sprettur úr tölvuheiminum. Þar er hægt að upplifa furðulegustu hluti. Ég hef setið í vagni og haldið mér með hvítum hnúum í dauðans angist meðan vagninn þeyttist um himinvíddir, á hvolfi beint upp og svo í steypifalli ofan í brennandi helvíti. Þegar hann loksins lenti og ljósin voru kveikt þá sá ég rennsveittur að auðvitað hafði hann hvergi farið. Allt var blekking. 

Í leiðara Bændablaðsins er skrifað um íslenskan veruleika af Herði Kristjánssyni ritstjóra. Þessi skrif létu mig minnast fyrri upplifana af sýndarveruleika. Hörður skrifar m.a.um íslenskt efnahagslíf svo:

" Samkvæmt 5. grein laga um Seðlabanka Íslands hefur hann einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar. Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði.

Það er einmitt það – en af hverju í ósköpunum er ekki farið eftir þessum lögum?

Staðan á Íslandi í dag er þannig að Seðlabankinn stendur einungis á bak við um 5% af því peningamagni sem er í umferð. Einkabankar sem nú eru reyndar flestir komnir í eigu ríkisins, sjá um útgáfu á um 95% peningamagnsins í formi rafrænnar krónu. Samt stendur það skýrt í lögum um Seðlabankann, að hann hefur „einkarétt“ til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt „eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar“.

Undir þetta ákvæði hlýtur rafmynt bankanna að falla. Þá er spurningin; hver afsalaði Seðlabankanum einkarétti sínum til útgáfu á gjaldmiðli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar? Það þarf engan snilling til að átta sig á að það er ekki hægt að búa til verðmæti úr engu.

Allt sem er búið til úr engu er einfaldlega plat. Þetta vita leikskólabörn, en þeir sem hafa haldið um valdatauma á Íslandi í fjölda ára hafa hins vegar reynt að telja fullorðnum almenningi trú um að hinn einfaldi sannleikur leikskólabarnanna sé rangur.Það sem meira er, stjórnmálamönnum og stjórnendum fjármálakerfisins hefur orðið býsna vel ágengt við að snúa þessum leikskólasannleik á haus. Þeir fengu almenning m.a. til að spila með ímyndað fjármagn í formi rafeindapeninga í aðdraganda hrunsins. Rafræna peninga sem gefnir voru út af bönkunum en engin innistæða var fyrir. Bankarnir bjuggu einfaldlega til tölur í tölvu og lánuðu viðskiptavinum sínum án þess að eiga raunverulega nokkurn tímann þann pening sem þeir sögðust vera að lána.

Síðan voru búin til skuldabréf sem greiða átti einhvern tíma í framtíðinni og þau bréf voru látin standa í bönkunum til að tryggja peningana sem búnir voru til úr engu. Þetta eru bréfin sem mynduðu rosalega jákvæða eiginfjárstöðu bankanna. Sem sagt allt í plati. Þetta gat aldrei endað með öðru en efnahagshruni.Drullan í einni drulluköku leikskólabarns hafði meira raunvirði en allar gervifjárfúlgurnar sem allir íslensku bankarnir til samans bjuggu til. Drullan var nefnilega áþreifanleg stærð sem hægt var að nota, en rafeindapeningarnir voru það aldrei og eru það heldur ekki í dag.

 

 Á meðan höldum við fullorðna fólkið ótrauð áfram sama feigðarflaninu. Spilum platmatador með platpeningum. Allt er þetta í boði bankakerfisins sem tekur síðan okurvexti af rafkrónum sem þeir bjuggu sjálfir til úr engu...."

Frosti Sigurjónsson reyndi að vekja athygli á þessu atriði á Alþingi. Hann mætti þannig skilningi að nú fer hann af þingi án þess að nokkuð hafi breyst. Hugsanlega af því að meðalþingmaður skilur þetta ekki eða vill ekki skilja það. Hugsanlega líka af því hversu erfitt er að breyta þessu þó að við vildum gera það. Lögmálið um bankamargfaldarann er staðreynd í og forsenda efnahagslífs heimsins eins og við þekkjum það. 

Spyrja má líka hvort það sé eitthvað betra að breyta þessu til þess að Seðlabankinn fái allt vald frekar en einkabankar? Og hér eru núna bara ríkisbankar hvort sem er og verða líklega lengi enn.

Fimmþúsundkallinn er bara fimmþúsundkall meðan við trúum því að hann sé fimmþúsundkall. Og ef við ekki segjumst trúa því þá væri þjóðarvá fyrir dyrum.  Það er ekkert á bak við fimmþúsundkallinn nema pappírinn sem hann er prentaður á. Þú getur bara fengið annan fimmþúsundkall fyrir hann.

Í góðæri leyfir ríkið þér náðarsamlegast að skipta honum í aðra seðla, t.d. dollara í nægilega litlu magni án þess að Seðlabankinn felli gengið. Væru peningalausir bankar eitthvað skárri en þessir platbankar sem við þó höfum? Getum við nokkuð annað gert en að halda áfram að ljúga hvert að öðru og trúa hvert öðru um leið? Ég sé akki aðra betri lausn. 

Fimmþúsundkallinn er  "djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur" eins og Sölvi orðaði það. Enginn hefur séð dýrð hans frekar en margir hafa séð Drottins dýrð. En samt er hún allstaðar um kring. Miklu betri en drullukaka ef við getum fengið að lifa hamingjusöm í henni?

Eða er hún hugsanlega aðeins sýndarveruleiki sem einhverjir óþekktir kraftar stýra?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er gott hjá þér.

Peningur er bókhald, og við eigum að umgangast peninginn sem  slíkann, BÓKHALD.

Þegar við erum farnir að skilja þetta, getum við fengið tölvukallana okkar til að búa til nýtt BÓKHALDSKERFI, fjármálakerfi.

Göngum fram dyrir skjöldu og sýnum heiminum gott fordæmi.

Leitum lausna.

Byrja strax, og lei'rétta síðan stefnuna, eftir því sem reynslan kennir okkur.

Sjerð þú bloggin hjá mér, virka slóðirnar, eru bloggin í lagi?

Hér er*wink*ég slóð

 Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.  

Peningar, seðlar.

Coins and bills 

Spuni, gamla sagan, skírð.

*---  Spuni ---*

 

Egilsstaðir, 09.09.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 9.9.2016 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband