Leita í fréttum mbl.is

Digurbarkar

fara nú hamförum í Kóreu. Suðrið hótar Norðrinu sem hótar Suðrinu. Þetta er grafalvarlegt.

Norðrið er hinsvegar algerlega undir Kínverjum komið. Það eru Kínverjar sem bera ábyrgðina á öllu sem fram fer þar. Þeir hafa engu gleymt frá Kóreustríðinu.

Kínverjar fara fram með ofbeldi á Kínahafi. Þeir bíta í skjaldarrendur og rífa kjaft við Kanann. Sem þeir eru þó algerlega upp á komnir. Japanir þegja en varla upphátt. Þeir vilja áreiðanlega ekki uppgang Kínverja meiri en orðið er.

Vestrænir menn skilja ekki kínverskan hugsunarhátt. Hann er allt öðruvísi en hjá okkur. Þar er sá sigurvegari sem getur snuðað hinn í dag. Og getur forðast hann á morgun í mannhafinu. Þetta lærir maður fljótlega af þeim í Hong Kong. Þeim finnst ekkert athugavert við þetta kerfi. Og þeir eru oft tilbúnir að leggja undir í hættuspili. Þeir eru gjarnir á að þykjast og leika eitthvað sem þeir eru ekki. Bara til að slá ryki í augu nágranna. Þeir hugsa í áratugum meðan við hugsum í árum. Vestrið verður að hafa varann á í samskiptum við þá Austurlandabúana.

Við verðum að vona að Kínverjar stilli N-Kóreumenn niður. Þeir eru þeir einu sem geta ráðið við digurbarkana þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Hvernig þegja menn upphátt Halldór ? ? ? 

Kristmann Magnússon, 11.9.2016 kl. 15:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er kínversk aðferð sem þú gætir æft þig í

Halldór Jónsson, 11.9.2016 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband