Leita í fréttum mbl.is

Ný Samfylking auglýsir

í málgagni sínu Fréttó í dag:

"Við tökum undir ákall 87.000 Íslendinga um meira fé til heilbrigðismála.

Það gengur ekki að spítalar séu ársveltir á meðan efnahagur er á stöðugri uppleið og útgerðin græðir á tá og fingri.

Veikir Íslendingar og fjölskyldur þeirra eiga að hafa forgang. Við eigum öll að geta gengið að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu um allt land. Ókeypis. Alltaf.

Og vel á minnst, við höfum efni á þessu. Við bjóðum einfaldlega út kvótann til að ná því sem upp á vantar. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Við ætlum að reisa nýjan Landspítala, án tafar

Við ætlum að efla heilsugæslu, sem tekur á móti öllum Við ætlum að útrýma biðlistunum, þeir eru óþolandi

Við ætlum að byggja fleiri hjúkrunarheimili

Við ætlum að styrkja sálfræði– og geðheilbrigðisþjónustu"

 

Bara ein spurning:

Af hverju gerðu þeir ekkert í þessu þegar þeir voru í stjórn?

Ný eða gömul Samfylking?

X-S

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn muna kannski að frá 2006 til 2009 var stjálfstæðisflokkurinn með heilbrigðismálin. Og 2009 var halli á ríkissjóð um 200 milljarðar. En sumir Sjálfstæðismenn eru  fljótir að gleyma. Það var óvart þannig að það var skorið allstaðar niður til að koma ríkiinu aftur á flot og þessa ætti að njóta núna í endurreisn heilbrigðskerfisins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.9.2016 kl. 09:51

2 identicon

Hvar á ad taka peningana...?

Thetta lid er á gódri leid ad setja allt

til fjandans vegna flóttamanna.

Adeins 800 milljónir í ár og fer vaxandi.

Their fá allt ókeypis á medan landinn

tharf ad borga.

Frábaert framtak hjá thessu vinstra-samfó lidi

eda hitt thó heldur.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 09:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Af hverju gerðu þeir þetta ekki þegar þeir voru við sjórn?" er spurt. 

Eðlilega. Því að skipulega hefur verið unnið að því að tala Hrunið niður og segja að það hafi bara verið "svokallað hrun". 

Ef menn skyldu vera búnir að gleyma því stefndi í árlegan 300 milljarða krónu halla á Ríkissjóði á núvirði í kjölfar Hrunsins. 

Þeim sem tóku við rústabjörguninni eftir Hrunið er nú kennt um þetta. 

Ómar Ragnarsson, 22.9.2016 kl. 10:47

4 identicon

Ómar Ragnarsson segir að skipulega hefur verið unnið að því að tala hrunið niður. Sannleikurinn er nú sá að bankakerfið fór á hausinn eins og annars staðar. Við gerðum bara það rétta og leyfðum það. En það sem verra var þá hrundi stjórnmálakerfið hér undan spellvirkjum.

 

Rústabjörgunarmennirnir höfðu nógan pening fyrir Þorvald Gylfason, Ómar Ragnarsson og þeirra nóta til að leika sér við stjórnskipunarrétt. Svo átti að borga Icesave. Annað var eftir því. Til að „forgangsraða“ þurfti einfaldlega að rústa heilbrigðisþjónustunni.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 12:35

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það stefndi auðvitað í halla og þá varð að skera niður. Steingrímur og Jóka réðust fyrst á eldri borgara og stálu af þeim 35 milljörðum.Svo Lögðu þau auðlegðarskatt á sama fólkið og náðu 20 milljörðum. Svo sviku þau skjaldborgarloforðið og gáfu bankana til vogunarsjóðanna án þess að taka eftir því að þeir voru með eiginfé upp á 50 milljarða og áfallna vexti upp á 30 í viðbót.20 milljarða auðlindagjald lögðu þau á útgerðina. Samt var ríkissjóður í bullandi mínus allt kjörtímabilið.

Þau gerðu sem sagt ekki neitt sem skipti máli fyrir þjóðina og ríkissjóð. En skotleyfið hafði þær afleiðingar að 9000 fjölskyldur misstu heimili sín. Týpiskir vinstri idjótar í fjármálum þarna strax oru þau skötuhjúin sem von var. Svo bættust sparisjóðirnir, Sjóva, VBS og Saga capital við ofl. Líklega vilja fáir nema kannski Ómar Ragnarsson og Magnús Helgi fá þau aftur..

Halldór Jónsson, 22.9.2016 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband