Leita í fréttum mbl.is

Afhending bankanna var lögbrot

Mér finnst menn skauta furðu létt yfir það að þegar Steingrímur J. Sigfússon afhendir slitabúnum hina nýstofnuðu ríkisbanka, þá er hann að afhenda eigur ríkisins. Slíkt þarfnast athugunar við

Bankarnir þrír (þeir nýju sem nú eru starfandi) voru stofnaðir á kostnað almennings sem ríkisfyrirtæki.

Er einhver sem mótmælir þessu?

Þegar eignarhlutir í þeim voru síðar framseldir til slitabúanna var engin heimild fyrir því á fjárlögum.

Sú afhending eða defakto "sala" ríkiseigna, var því fullkomlega löglaus aðgerð.

Hliðstæð því var sala innanríkisráðherra Hönnu Birnu á landinu  undir neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir því lá ekki heimild í fjárlögum þess árs. Dómur Hæstaréttar gekk út á að taka afstöðu til þess hvort ráðherra væri yfirleitt heimilt að réttum forsendum að gera samning um að selja land ríkisins. Svo var talið rétt.

En þær forsendur voru ekki fyrir hendi á söludegi þar sem fjárlög þess árs fjölluðu ekki um söluna.

Afhending bankanna var lögbrot og salan á neyðarbrautinni einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er mjög skírt hjá þér Halldór, en þó Bjarni Ben kunni ágætlega að telja peninga þá er hann handóníur foringi, og stelpu kjáninn Hanna Birna var bara í pólitík handa degi og sjálfri sér, en við vorum hvergi nærri í þeim pollaleik.

En skallagrímur ætti náttúrulega að vera í fangelsi og kerlingarálftin á hæli fyrir vangefna.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2016 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband