Leita í fréttum mbl.is

Braut 01 í Reykjavík

gæti mér dottið í hug að væri viðbót möguleika ef eitthvað yrði að í flugtaki þungrar vélar af braut 11 í Keflavík. Viðbót við Keflavíkurveginn og sjóinn. Er Hvassahraunið betra þegar og ef það kemur?

Ég hef auðvitað ekki næga reynslu til að dæma um þetta. En það koma upp tilvik hjá flugstjórum eins og Sullenberger lenti í að fáir kostir eru í boði og fer hratt fækkandi.

Og hversvegna sjá Reykvíkingar enga kosti í því að geta stigið beint í millilandavél í Reykjavík og sett stefnuna á Kaupmannahöfn eða London eftir flugtak af 01? Fjögurra hreyfla Færeyjaþotan kemur nærri daglega til Reykjavíkur án þess að trufla marga.

Af hverju vilja Reykvíkingar fremur torvelda samgöngur en greiða fyrir þeim? Hvað er það sem skilur þá frá öðru fólki?

Braut 01 í Reykjavík gæti verið til margra hluta nytsamleg fyrir nútímafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó það skipti efnislega ekki máli, finnst mér endilega að þú eigir að fara rétt með hvaða þotur Færeyingarnir eru að nota. Það er talsvert síðan þeir skiptu yfir í Airbus 319 (tveggja hreyfla). Þær eru reyndar stærri en þær gömlu, en ekkert verra að fá þær hingað í heimsókn fyrir því.

ls (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 12:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyir leiðréttinguna Is, ég hef bara ekki fylgs með. Skylt er að hafa það sem sannara reynist. En vélategundin skiptir eiginlega minna máli heldur það, hverslags hinn almenni Reykvíkingur er? Er hann 101 kaffihúsamaður á reiðhjóli  eða er hann þáttakandi í efnhagslífi heimsins í nútímanum?

Halldór Jónsson, 24.9.2016 kl. 14:34

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig liggur þetta mál, að við viljum hafa Færeyingana hérna hjá okkur sem og Vestmannaeygingana og Austfirðingana og Vestfirðingana og líka Norðlendinganna, en það virðist engin nenna að segja þetta upphátt. 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2016 kl. 17:15

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Dagur vill þá ef þeir koma hjólandi

Halldór Jónsson, 24.9.2016 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband