26.9.2016 | 09:26
Betur lesinn en ólesinn
er leiðari Morgunblaðsins í dag, hver svo sem skyldi skrifa hann.
"Kettir koma iðulega við sögu í stjórnmálum og svo ósanngjarnt sem það nú er þá er það sjaldan af tilhlýðilegri virðingu fyrir þeim ágætu ferfætlingum.
Þegar Vinstri græn hófu ferðalag sitt inn í Evrópusambandið strax að loknum kosningum árið 2009 töldu margir kjósendur flokksins réttilega að þeir hefðu keypt köttinn í sekknum. Þáverandi forsætisráðherra, sem hafði barið samstarfsflokkinn til hlýðni, var þó ekki sáttari en svo við niðurstöðuna að hann taldi samskiptin við þingmenn samstarfsflokksins líkust því að þurfa að smala köttum. Þessi miður vinsamlega framkoma við þá þingmenn samstarfsflokksins sem ekki vildu beygja sig möglunarlaust undir aðlögunarferli forystumanna Samfylkingar og VG og töldu sig þurfa að halda hagsmunum Íslands til haga varð til þess að allt fór í hund og kött hjá vinstristjórninni.
Sú stjórn sýndi þó að hún átti fleira skylt með kattardýrunum, enda hafði hún níu líf þar sem hún naut þess að lukkuriddarar á borð við núverandi kaptein Pírata vildu ekki fyrir nokkra muni verða til þess að kjörtímabilið yrði stytt.
Þannig tókst Jóhönnu, Steingrími og Katrínu að sitja í ráðherrastólum sínum út kjörtímabilið, eða þangað til landsmenn fengu tækifæri til að grípa til sinna ráða, sem þeir gerðu með afgerandi og eftirminnilegum hætti. Í stjórnmálaumræðum kemur líka iðulega fram að ýmsir, ekki síst þeir sem hagsmuna eiga að gæta, telja að útgjöld ríkisins til ákveðinna málaflokka séu ekki upp í nös á ketti. Og þá gildir einu þó að umrædd útgjöld séu aukin verulega, sú aukning þykir varla heldur upp í nös á ketti.
Skattgreiðendur eru gjarnan annarrar skoðunar, en fáir hafa áhuga á áliti þeirra nema þá helst rétt fyrir kosningar. Nú um stundir fær þessi þjóðfélagshópur, sem raunar inniheldur alla landsmenn, sorglega litla athygli. Svo er í stjórnmálabaráttunni stundum farið eins og köttur í kringum heitan graut þegar kemur að vissum málefnum sem þykja viðkvæm eða vandræðaleg. Fátítt er að þetta eigi við um meginstefnumál flokka, miklu frekar einhver minniháttar mál sem þó þykja erfið í umræðunni. En svo sérkennilega vill til að ekki alls fyrir löngu var stofnaður stjórnmálaflokkur um eitt mál, þó að fyrir væri annar flokkur sem hefði einmitt aðeins það eina mál í forgrunni stefnu sinnar.
Samfylkingin hefur lengi litið á aðild Íslands að Evrópusambandinu sem einu von þjóðarinnar og öll stefna flokksins hefur snúist um að lauma þessu máli inn á þjóðina, lokka hana nær og nær hengifluginu og vonast svo til að henni skriki fótur þegar á brúnina er komið. Landsmenn hafa hins vegar séð í gegnum þessa tilburði Samfylkingarinnar og hún hefur búið við stórfellt fylgisleysi um langa hríð og heyr að sögn sumra forystumanna sinna bar- áttu fyrir eigin tilvist, ef ekki dauðastríðið sjálft. Við þessar aðstæður hafa aðrir, sem haldnir eru sömu þráhyggju og þeir sem enn eru eftir í Samfylkingunni, ákveðið að stofna flokk um málið eina.
En þeir vita sem er að málið er óvinsælt meðal þjóðarinnar og hafa þess vegna gripið til þeirra pólitísku klækjabragða að tala um nokkur önnur mál sem flokkseigandinn telur til vinsælda fallin í umræðu dagsins. Um leið fara talsmenn flokksins eins og kettir í kringum heitan graut þegar kemur að þessu máli, aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á landsþingi flokksins um helgina hélt þetta áfram, en myndin er þó smám saman að verða skýrari eftir því sem hringferðunum um heita grautinn fjölgar.
Nú liggur til dæmis fyrir að flokkurinn vill festa íslensku krónuna við aðra mynt og formaður flokksins upplýsti á laugardag að sú mynt hlyti að verða evra. Með þessu er ætlunin að stíga skref inn í Evrópusambandið án þess að hleypa þjóðinni nokkuð að þeirri ákvörðun. Þá vill flokkurinn sækja um aðild að ESB og sjá svo til hvaða samningum Ísland nær í viðræðum við sambandið. Allir vita þó, ekki síst eftir að samningaviðræður voru fullreyndar á síðasta kjörtímabili, en raunar ekki síður vegna þess að Evrópusambandið sjálft segir það skýrum orðum að engar samningaviðræður fari fram vegna aðildarumsóknar.
Einu viðræðurnar sem fara fram eru aðlögunarviðræður um útfærslu þess hvernig umsóknarland tekur upp lög og reglur Evrópusambandsins. Þetta vita talsmenn Viðreisnar mætavel og þess vegna þarf almenningur að fylgjast með þessari miklu grautarferð flokksins. En það er umhugsunarvert að á sama tíma og þessi blekkingarleikur er stundaður vegna meginstefnumáls flokksins skuli formaður hans saka aðra um óheilindi en segjast sjálfur standa fyrir viðreisn trausts í stjórnmálum.
Er það traustvekjandi málflutningur?"
Mér finnst þetta athyglisvert að fleiri en einni ástæðu.Þetta mætti nota sem skólabók í hvernig er hægt að skrifa hnitmiðað og skemmtilega. Svo er þetta sannleikurinn hreinn og tær.
Þetta er betur lesið en óslesið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, Halldór, þessi leiðari Morgunblaðsins er meistaralega vel skrifaður og sannarlega ekki sá fyrsti þar.
Þessir daglegu dálkar tveir standa upp úr í íslenzkri blaðamennsku þessi árin, en vinstri menn fælast mjög að kannast við það, gjalda Davíð líka aldrei þá virðingu sem honum með réttu ber og lesa hann helzt ekki. Það segir meira um þá sjálfa en hann.
Og ekki var aðeins stíllinn með eindæmum skemmtilegur, heldur er röksemdafærslan og inntakið skothelt. Flokks-viðrinið "Viðreisn" ber naumast sitt barr eftir þessa glöggu kynningu, en enginn virðist treystast til að koma til varnar þeim foringja flokksins sem þarna var afhjúpaður í hvelli. En þeim er svo sem velkomið að mjálma hér, ef þeir geta.
Snilldarrök eru þarna um Evrópusambandsmálin, þökk fyrir það, meistari.
Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 20:44
Já þökkum báðir meistara Davíð fyrir þessa snilldar færslu.
Halldór Jónsson, 26.9.2016 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.