Leita í fréttum mbl.is

Píratastefnan

er aðgengileg á vefnum. Ég gluggaði aðeins í þetta og tók eftir þessum atriðum:

  1. Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.
  2. Endurskoða beri samninga ríkisins við Þjóðkirkjuna um kirkjujarðir (frá 1997) og prestsetur (frá 2006) með tilliti til:
  3. a) Þess hvort greiðslur ríkisins séu sanngjarnar og eðlilegar miðað við þær eignir sem um ræðir.
  4. b) Þess hvort skynsamlegra sé að greiðslur ríkisins verði skilgreindar sem afborganir heldur en sem greiðslur fyrir afnot.

 

Það er gott að þessi afstaða til þjóðkirkjunnar liggur fyrir. Líklega mun þessi eindregna afstaða verða einhverjum leiðbeining í komandi kosningum.

Evrópusambandið:

  1. Ísland má aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu án þess að aðildarsamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hann hefur verið kynntur þjóðinni með hlutlausum hætti.
  2. Gangi Ísland í Evrópusambandið skal það vera eitt kjördæmi í kosningum til Evrópuþingsins.
  3. Gangi Ísland í Evrópusambandið skal íslenska vera eitt af opinberum tungumálum þess.
  4. Ef aðildarviðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið stöðvast, eða aðild verður hafnað af öðrum hvorum aðila, þarf að leitast við endurskoðun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, til að tryggja betur sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Ótækt er að Ísland þurfi að taka upp stóran hluta af Evrópskri löggjöf í gegnum viðskiptasamning án þess að fá fulltrúa eða áheyrn.
  5. Skilyrði Pírata fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru undanþága frá upptöku á gagnageymdartilskipuninni (2006/24/EC) og reglugerð um fullnustu óáskoraðra krafna (1869/2005/EC), þar sem annars yrði gengið gegn grundvallarmannréttindum.

 

Greina menn samúð með inngöngu eða ekki? Smári McCarthy er merktur sem höfundur að þessari stefnu sem fleirum  og hann er einmitt á Sprengisandi þegar ég er að skoða þetta. Hann segist þar vera bæði vinstri-og hægri maður. En spillingin sé meiri hægra megin og dragi úr áhuga Pírata á samstarfi til hægri. Þrátt fyrir margt gott fólk sé spillingin að ráða ferðinni hægra megin. Þá hafa menn það. Vinstra samstarf er hugmyndafræðingnum  Smára McCarthy hugstæðara.

Flóttamenn og hælisleitendur er ein heild í hugum Pírata.

  1. Veita beri þeim flóttamönnum atvinnuleyfi sem geta stundað atvinnu, í samræmi við Flóttamannsamning SÞ.
  2. Endurskoða skuli reglur um læknishjálp, í samræmi við reglur Flóttamannsamnings SÞ um opinbera aðstoð. Eins og er, er eingöngu veitt neyðarþjónusta þegar líf er í bráðri hættu.
  3. Vinna skal með bæjarfélögum að því að gera flóttamönnum kleift að stunda nám og/eða vinnu, þar sem mestur möguleiki er fyrir þá að stunda slíkt.
  4. Setja skal upp áætlun sem felur í sér að hætta að misnota Dyflinarreglugerðina til að senda hælisleitendur úr landi, a.m.k. þar til Ísland hefur nálgast önnur lönd sem eru aðilar að reglugerðinni í fjölda flótttamanna miðað við höfðatölu.
  5. Endurskoða vinnulag og reglur Útlendingastofnunar og færa nær alþjóðlegum samþykktum. Þ.e.: hætt skuli að brjóta á réttindum flóttamanna, sem fest eru í alþjóðleg og íslensk lög; Útlendingastofnun skal ekki senda flóttamenn úr landi meðan mál þeirra er rekið á Íslandi.

Það er nokkuð ljóst að þetta er no-borders lína og vill opna allar gáttir varðandi aðstreymi flóttafólk og hælisleitenda. 

Píratar virðast hvergi gera tilraun til þess að tengja kostun við stefnumál sín. Þau eru því hreinar hugsjónir án tengingar við hið mögulega. Það yrði erfitt fyrir ábyrgan stjórnmálaflokk að semja við slíkt lausbeislað lið.

Píratastefnan vekur upp fleiri spurningar en hún svarar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://x.piratar.is/issue/35/ Rétt skal vera rétt

Þetta er stefna Pírata orðrétt.

Assumptions

    • þess að það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að vera með eða á móti aðild eða aðildarviðræðum að Evrópusambandinu sem slíkum.

    • þess að við þurfum að stuðla að því að allt sem tengist viðræðunum sé gagnsætt,

    Declarations

      • Ísland má aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu án þess að aðildarsamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hann hefur verið kynntur þjóðinni með hlutlausum hætti.

      • Gangi Ísland í Evrópusambandið skal það vera eitt kjördæmi í kosningum til Evrópuþingsins.

      • Gangi Ísland í Evrópusambandið skal íslenska vera eitt af opinberum tungumálum þess.

      • Ef aðildarviðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið stöðvast, eða aðild verður hafnað af öðrum hvorum aðila, þarf að leitast við endurskoðun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, til að tryggja betur sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Ótækt er að Ísland þurfi að taka upp stóran hluta af Evrópskri löggjöf í gegnum viðskiptasamning án þess að fá fulltrúa eða áheyrn.

      • Skilyrði Pírata fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru undanþága frá upptöku á gagnageymdartilskipuninni (2006/24/EC) og reglugerð um fullnustu óáskoraðra krafna (1869/2005/EC), þar sem annars yrði gengið gegn grundvallarmannréttindum.

      Margrét (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 13:03

      2 identicon

      Ef thetta lid kemst í stjórn og einhvern meirihluta

      med odrum álíka hugsjónavitleysu, thá á thad sko vel vid

      sem Geir H Harde sagdi,

      "Gud blessi Ísland"

      Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 13:05

      3 Smámynd: Halldór Jónsson

      Já félagi Sigurður

      það á alltaf við í hugum góðra drengja eins og hann Geir minn er.

      Halldór Jónsson, 2.10.2016 kl. 14:01

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Höfundur

      Halldór Jónsson
      Halldór Jónsson

      verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

      -ekki góður í neinu af þessu-

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (22.11.): 6
      • Sl. sólarhring: 6
      • Sl. viku: 43
      • Frá upphafi: 3419716

      Annað

      • Innlit í dag: 6
      • Innlit sl. viku: 37
      • Gestir í dag: 6
      • IP-tölur í dag: 6

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Eldri færslur

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband