Leita í fréttum mbl.is

Hlustum á Björn!

Bjarnason fyrrverandi Dómsmálaráðherra. Myndi þetta viðgangast ef hann réði? 

 

Hann skrifar svo þann 4. október:

"

Í Morgunblaðinu í dag segir að neyðarskýli fyrir hælisleitendur verði opnað í dag á Krókhálsi í Reykjavík þar sem Lögregluskólinn var áður. Um 40-60 hælisleitendur muni dveljast þar en um sé að ræða bráðabirgðaúrræði. Í frétt á ruv.is segir vegna þessa:

 

„Aldrei hafa jafn margir sótt um hæli hérlendis líkt og gerðu í ágúst og september síðastliðnum. Húsnæðið sem Útlendingastofnun hefur til umráða fyrir hælisleitendur var fullnýtt um miðjan september og grípa hefur þurft til þess ráðs að koma hælisleitendum fyrir á hótelum og gistiheimilum.“

 

Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarnasrviðs Rauða krossins, segir Rauða krossinn hafa verið viðbúinn auknum fjölda hælisleitenda hér á landi á þessu ári en ekki hafi verið búist við að svo margir kæmu í einu, líkt og hefur verið á síðustu vikum.

 

Allt ber hér að sama brunni og áður. Á sama tíma og nágrannaþjóðir fagna fækkun hælisleitenda fjölgar þeim hér. Fjölgunin á einkum rætur að rekja til komu fólks frá Albaníu og Makedóníu sem á engan lagalegan rétt til að fá hér hæli en er í nokkrar vikur, mánuði og jafnvel ár á opinberu framfæri hér á meðan mál þess velkist í kerfinu – nú dragast mál á langinn hjá opinberri kærunefnd og þeim sem framkvæma brottflutning fólksins eftir úrskurð um brottvísun.

 

Það er í sjálfu sér frekar nöturlegt að gamalt húsnæði Lögregluskólans skuli notað sem neyðarrými til bráðabirgða fyrir hælisleitendur. Virðist þeirri ráðstöfun tekið sem næsta sjálfsögðum hlut í fréttum í stað þess að leita skýringa á hvers vegna svona er komið í þessum málaflokki þegar unnt er að beita mun öflugri úrræðum en gert er til að draga úr fjölda þeirra sem hingað koma.

 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lýst áhyggjum af ástandinu. Hún glímir hins vegar við sama vanda og ýmsir forverar hennar á stóli dómsmálaráðherra sem sætt hafa gagnrýni þingmanna vilji þeir efla varnir á þessu sviði sem öðrum.

 

Sé því hreyft að huga þurfi að hervörnum Íslands eða vopnum fyrir lögreglumenn reka þeir gjarnan upp ramakveim sem mega ekki heyra minnst á að allt sé gert sem lög leyfa til að stemma stigu víð ólöglegri komu fólks hingað. Hér er áhrifamikill hópur sem vill engar ráðstafanir til að verja eða vernda land og þjóð, allt á að standa opið."

Sumir segja að ég fari með staðlausa stafi í fyrri færslum. En nú segir Björn þetta og ég tek meira mark á Birni en mörgum öðrum.

Mér finnst ekki úr vegi að Ólöf hlusti nú á Björn og þiggi ráð.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menningarlæsi. Ný fyrirmæli yfirmanna lögreglunnar til lögreglunnar í umgengisvenjum við múslima.

 

Lögreglan er í námi og lærir menningarlæsi það hlýtur að vera nám í fræðum múslima og hvernig skuli umgangast þá og geta uppfyllt kröfur þeirra,
Lögreglan er nú þegar fullnuma í menningarlæsi á einu sviði og. það sýndu lögreglumenn þegar þeir voru kallaðir til að fara inn í musteri múslima " Ýmishúsið ".Þá gerðist það sem ekki hefur áður þekkst að íslenskir lögreglumenn drægju af sér skófatnað sinn í útkalli, en það hefur þeim væntanlega verið uppálagt að gera áður en þeir færu inn í þetta musteri múslima.. Ekki drógu lögreglumenn af sér skófatnað sinn þegar þeir sóttu hælisleitanda inn í Laugarneskirkju. Það eitt sýnir að lögreglan er fullnuma í fræðunum er tengjast múslimum. .Til námsins fær lögreglan 1. míljón króna..

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 12:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefðirðu farið úr skónum þegar þú varst flatfótur Eddi vinur?

Halldór Jónsson, 5.10.2016 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband