Leita í fréttum mbl.is

Baugsfíflin

hans Þorvaldar Gylfasonar prófessors doktors og stórkrata erum við kjósendur.

Enn einu sinni þiggur prófessorinn dúsu frá Baugsveldinu fyrir að hræra steypu ofan í kjósendur. Sjálfsagt í von um að einhverjir trúi endurtekinni lyginni að hætti doktors Jósefs og kjósi Samfylkinguna.

Hann skrifar núna:

" ....Úrslitum kosninga verður ekki undir nokkrum kringumstæðum breytt eftir á. Aldrei. Væri veitt færi á að hunsa úrslit kosninga eftir hentugleikum og bíða heldur úrslita næstu kosninga í von um önnur úrslit væri það ávísun á heimild handa stjórnmálamönnum til að endurtaka kosningar eins oft og þeim sýnist þangað til úrslit fást sem þeir geta sætt sig við.

 Slíkt háttalag á ekkert skylt við lýðræði.

 Menn hafa velt því fyrir sér hvernig það gat gerst að 67% kjósenda lýstu stuðningi við nýja stjórnarskrá í október 2012 og 51% kjósenda greiddu Sjálfstæðisflokki og Framsókn, andstæðingum stjórnarskrárinnar, atkvæði sitt hálfu ári síðar í apríl 2013. Hvers vegna?

Eru kjósendur kleyfhugar? Sveimhugar?

Fífl?..."

Enn reynir prófessorinn að halda því fram að 67 % kjósenda landsins þrái ekkert heitara en stjórnarskrársuðu hans sjálfs þegar þáttökuleysið gerði að verkum að mikill minnihluti kjósenda samþykkti þetta. Enda var atkvæðagreiðslan dæmd ómerk af Hæstarétti.

En Þorvaldur hefur tekið eftir því að það má endurtaka atkvæðagreiðslur þangað til rétt niðurtaða fæst. Þannig hafa vinnubrögðin iðulega verið í kring um Evrópubandalagið.

Sagt er að hundurinn bíti aldrei í þá hendi sem fæðir hann. Það útskýrir sauðtryggðina og það að prófessornum finnst kjósendur hugsanlega vera bæði sveimhugar og fífl að kjósa ekki rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband