Leita í fréttum mbl.is

Ég var stoltur

í kvöld að vera í Sjálfstæðisflokknum með þeim Vilhjálmi Árnasyni og Ísaki Erni Kristinssyni , frambjóðendum í Suðurkjördæmi á Hrafnaþingi Yngva Hrafns í kvöld.

Að hlusta á þessa ungu menn ræða æsingalaust um það sem fólkið er að leita svara við í dagsins önn er þvílík hvíld frá því að hlusta á svartagallsrausið og bullið í Þorvaldi Gylfsyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddnýju Harðardóttur um vandmál sem brenna alls ekki á unga fólkinu okkar heldur allt önnur mál.

Stjórnarskráin hans Þorvaldar er ekki það sem þjakar unga fólkið sem betur fer. Það er ekki að leita að Náttröllum sem hefur dagað uppi. Það er að leita að lausnum sem duga í nærumhverfinu.

Og það er ekki það sem þjakar eldra  fólkið heldur. Það var gaman að hlusta á þessa menn lýsa því hvernig þeir ætla að berjast fyrir framgangi hugsjóna Péturs heitins Blöndal sem dreymdi um nýtt kerfi skynseminnar og réttlætisins upp úr viðjum vanans.

Ég öðlaðist nýja trú á  því að Sjálfstæðisflokkurinn geti komist í gegnum þokuna rauðu sem krateríið framleiðir með öllum vélabrögðum í gangi og náð til fólksins. 

Það er enn von fyrir íslenska þjóð að skynsemin verði ofan á í hugum fólksins sem á að ganga til kosninga eftir augnablik. Öllu máli skiptir að fólkið sjái í gegn um þokuna rauðu og sjái Ísland rísa úr henni með alla þþá möguleika sem opnir standa.

Ég var stoltur af þessum ungu mönnum og að fá að vera í sveit með þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Heldur þú virkilega að eihver fagurgali lagi Sjálfstæðisflokkinn.

Steindór Sigurðsson, 12.10.2016 kl. 02:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig galar þú Steindór minn?

Hvernig hljómar þitt stef? Eða hefurðu ekkert til málanna að leggja?

Halldór Jónsson, 12.10.2016 kl. 07:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Íslenska þjóðríkið stendur frammi fyrir tveimur megin vandamálum.   Þetta endalausa flokka kraðak, of margir flokkar styrkja ekki lýðræðið. 

Ríkið á ekki að styrkja stjórnmálaflokka, þeir eiga að sjá um sig sjálfir og í raun ættu ekki að vera nema þrír flokkar á alþingi Íslendinga, án tillits til fjölda þeirra í kosningum.  

Margir flokkar auka bara á málæði og þvarg sem skilar eingu nema töfum á störfum alþingis. Flokka útungunarvélin á Íslandi framleiðir bara vinstriflokka, sniðugt.

Hitt vandamálið er hið svo nefnda RUV, Ríkisútvarpið, kostað af ríkinu en þjónar vinstri flokkunnum póltíst og það er ekki bráðónítt að hafa svoleiðis peningahít í kosningarslag.    

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2016 kl. 11:19

4 identicon

Þið í SjálfstæðisFLokknum megið þakka fyrir ef flokkurinn ykkar nær að slefa í 18%, enda tími til komin.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 16:26

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverju ætlar þú að slefa Helgi minn?

Halldór Jónsson, 12.10.2016 kl. 22:31

6 identicon

Ég ætla að slefa yfir óförum ykkar íhaldsmanna

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband