Leita í fréttum mbl.is

Hverjum má treysta?

er fyrirsögn á leiđara Morgunblađsins í dag. Höfundur veltir fyrir sér hver sé raunveruleg stefna VG í dag og hver sé forystumađur ţess flokks.

Katrín Jakobsdóttir heillar kjósendur međ fríđleika sínum og fallegum brosum sem skella á ţeim eins og ljósmerki tifstjörnu. En er hún sú sem stjórnar?

Leiđarinn segir svo:

"Ţađ er ósanngjarnt ađ kvarta yfir ţví ađ kjósendur eigi ekki kosti í kosningunum í lok mánađarins. Frambođ hafa sjaldan veriđ fleiri en nú er, fjölbreytni er nokkur og sumt jafnvel skondiđ, sem er gott í skammdeginu.

Nú síđast eru Vinstri grćn tekin ađ auglýsa myndarlega hér og hvar og snýst temađ um ţađ hverjum megi helst treysta. Nú getur enginn međ fulla rćnu taliđ ađ spurning um hverjum megi helst treysta kalli nánast sjálfkrafa á svariđ: Vinstri grćnum!

Núverandi formađur nýtur ţeirrar náđar ađ hafa ţykkari stjórnmálalega teflonhúđ en flestir ađrir. Međ ţví ađ blása upp mynd af formanninum á auglýsingaborđum ţá er ţví treyst ađ fortíđ VG, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, gleymist nćgjanlega lengi. En ţađ eru margar hindranir á ţeirri vegferđ.

Ţađ er ekki bara ţađ ađ Steingrímur er enn á stađnum. Og ţađ er ekki ađeins ţađ ađ hann sé enn talinn af ţeim sem fylgjast međ ráđa ekki bara ţví sem hann vill í VG heldur almennt ráđa ţar öllu. Ţví ţađ er ekki nóg.

Ţví ađ jafnvel í ţví algleymi, sem íslensk stjórnmál hafa smám saman veriđ ađ turnast í, muna enn nćgjanlega margir ađ Katrín Jakobsdóttir var eins og hinn síamstvíburinn í öllu svikaferli Steingríms Sigfússonar. Ţótt af miklu vćri ađ taka heyrđist aldrei múkk frá Katrínu á međan hver ţingbróđir hennar og systir af öđrum hrökkluđust úr ţingflokknum og voru fyrir vikiđ hrakyrt sem villikettir. En eftir sat Katrín Jakobsdóttir malandi í kjöltu valdsins.

Ţegar ţau Steingrímur J. tóku heljarstökk afturábak í stćrsta og helgasta máli VG, andstöđunni viđ ađild ađ ESB, var samhćfingin slík ađ engin slík hefur enn sést á ólympíuleikum í fimleikum.

Ţegar nćst kom ađ dýrkeyptasta svikabrallinu, tilraun til ađ ţvinga ţjóđina til ađ kyngja Icesave-samningunum, sungu ţau tvíraddađ ţannig ađ enginn vissi hvor söng hvađa rödd.

Um sukkiđ um Sjóvá og sparisjóđ suđur međ sjó var samstađa samlyndra stjórnmálamanna í VG ţéttara en sést hefur.

Ţegar ríkisstjórnin ţeirra ákvađ, eftir samhljóđa dóm 6 hćstaréttadómara, ađ gera ekkert međ niđurstöđu réttarins, ţá hefđi ekki glufa í meiningarmun á milli ţeirra sést í rafeindasmásjá.

Og svo telja ţau sér trú um ţađ, ađ ţađ muni leggjast vel í íslenska kjósendur ađ minna á ţetta óskammfeilna brall međ ţví ađ nota orđiđ traust sem stikkorđiđ fyrir innihald í kosningaherferđinni.

Ţađ segir vissulega sína sögu en sú saga er ekki traustvekjandi.

Öđru nćr"

Mér hafa flogiđ í hug gamlar minningar um Baldur og Konna. Konni sá um ađ segja brandarana ţó hendi Baldurs vćri inni í bakinu á honum. Konni var stjarnan ţó hann sćti á hnjám Baldurs. Hvađ er á bak viđ skyndilegu brosleiftrin frá yndisfríđu andliti Katrínar Jakobs? Er hún sá reynslubolti í stjórnmálum sem allir mega treysta?

Glyttir kannski einhversstađar í rauđu úlfshárin sem fćrri treysta í ljósi reynslunnar?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vert er ađ muna helstu ástćđuna fyrir ţví ađ ekki er hćgt ađ treysta VG, ţegar veriđ var ađ kjósa um ESB ţá mćttu ţau hvert á fćtur öđru og sögđust vera á móti ţví ađ Ísland gerđist ađili ađ esb en kusu öll já (Ţrátt fyrir kosningaloforđiđ ađ ţau vćru á móti ESB).

Halldór (IP-tala skráđ) 13.10.2016 kl. 13:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nákvćmlega ţessvegna er ekkert ađ treysta Steingrími J. eđa strengjabrúđinni

Halldór Jónsson, 13.10.2016 kl. 19:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3420648

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband