Leita í fréttum mbl.is

Lúpínan ljúfa

þekur nú að lágmarki 314 ferkílómetra, samkvæmt kortlagningu Náttúrufræðistofnunar.

Líklega er um vanmat að ræða þannig að hún þeki nær 400 ferkílómetra.

Þessi þjóðargersemi Íslendinga hefur gert stórkostlegar breytingar á landgæðum allt frá því að hann Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kom með nokkur fræ í vestisvasa sínum frá Alaska eftir stríðið.

"Alaskalúpína er skilgreind sem ágeng, framandi tegund hér á landi. Hún breiðist hratt út, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Því þótti ástæða til að kortleggja útbreiðsluna sérstaklega. " Svo segir í Mogga.

Þetta er fráleit staðhæfing. Lúpínan er auðvita innflytjandi. En hún er löngu orðin Íslendingur og allar lúpinurnar eru fæddar hérlendis í marga ættlið. Hún er ekki ágeng nema við hrjóstrugt land og grjótklungur. Sjáið hana vaxa í sprengdri klöpp við Suðurlandsveg. Hún sækir ekki inn á berjalyngsmóa sem ég þekki austur á Bergstöðum þar sem ég fylgist með í mörg ár. Hún hörfar fyrir birki og grasi, það geta allir séð uppi við Rauðavatn.

Lúpínan ljúfa er ástmögur þjóðarinnar og sannkölluð þjóðargersemi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki gert að því aað mér finnst þessar fjólubláu fallegu breiður af Alaskalúpínu gefa mun skemmtilegri og fallegri svip en einhverjir grýttir melar og grýttar auðnir.  Ég get alls ekki skilið fólk sem kallar lúpínuna illgresi.

Jóhann Elíasson, 13.10.2016 kl. 18:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála Jóhann og við erum ekki einir í Lúpínuvinafélaginu. Meira að segja rollurnar eru okkur sammála.

Halldór Jónsson, 13.10.2016 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband