Leita í fréttum mbl.is

Bláköld alvara

Elliði Vignisson skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Hann er að skrifa um fiskvinnsluna í Vestmannaeyjum sem er svo stórkostleg að maður getur eiginlega ekki ímyndað sér hana alla til fulls.

VSV og Ísfélag Vestmannaeyja hafa í heila öld starfað fyrir land og þjóð með þeim árangri að Ísland er statt þar sem það er statt í hópi fremstu ríkja heims.

En það er eiginlega niðurlagið á greininni sem vekur athygli mína. Þá er ég búinn að lesa í Fréttablaðinu einlæga ástarjátningu Oddnýjar G. Harðardóttur formanns Samfylkingarinnar til Evrópusambandsins og upptöku Evrunnar eftir að Íslendingum verður komið þangað inn. Þangað vill hún og vinnur að því öllum árum með hjálp frá öllum sem vilja það sama. Sem eru til dæmis flokkar VG, Viðreisnar  og Pírata sem geta náð völdum með henni eftir kosningar. 

Í ljósi þeirrar staðreyndar að fram til apríl 2017 er hægt að breyta Stjórnarskrá Íslands með bráðabirgðaákvæðum og auknum meirihluta á Alþingi,  sem gera inngönguna tæknilega mögulega þá verða niðurlagsorð Elliða að pólitískum brimbrjót.

"Tímanna tákn er að einu spurningarnar um sjávarútvegsmál sem spyrlar ljósvakamiðla hafa uppi í ermum fyrir frambjóðendur til Alþingis eru á þá leið hvort þeir lofi ekki upp á æru og trú að stórauka og herða skattheimtu gagnvart útgerðarfyrirtækjum og hirða helst af þeim aflaheimildir líka til að setja á ríkisuppboð!

Boðskapur af þessu tagi er hrollvekjandi og orðfæri boðbera hans á köflum beinlínis meiðandi í garð þeirra sem starfa í sjávarútvegi og vilja honum vel."

Það lítur beinlínis út fyrir það ef skoðanakannanir ganga eftir, að Evrópuflokkarnir geti náð auknum meirihluta á Alþingi eftir kosningar til að keyra breytingar á Stjórnarskránni í gegn og taka þau nauðsynlegu skref sem formaður samfylkingarinnar lýsir til að ganga  í Evrópusambandið og taka upp Evru.

Að vísu er í gegn um þjóðina að fara með atkvæðagreiðslu. En það hefur verið sýnt áður að það má möndla með slíkt á réttan hátt ef rétt er spurt.

Orð Elliða eru því tímabær viðvörun um hvað er verið að kjósa í kosningunum 29. október. Þær kosningar eru ekki endilega saklaus skoðanakönnu sem má endurtaka eftir hentugleikum heldur bláköld alvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef BB hefði getað staðið í lappirnar og látið ekki þetta

lýðskrum sem nú er að gerast með þessum kosningum, þá

væri ekkert verið að fara að kjósa núna.

En hann var bara ekki meiri bógur en það að hann lét

undan þrýstingi "háværra minnihluta hópa" og þar með

gjaldfelldi lýðræðið á Íslandi.

BB er nú búin með sínum heigulshátt, að aðstoða

vinstra-samfó liðið með að koma okkur inn í ESB

og jafnvel breyta stjórnarskrá.

Það var ekkert tilefni eða ástæða til að fara í

kosningar.

Fari sem horfir, getum við þakkað BB fyrir.

Meiri foringinn eða hitt þó heldur.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 11:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Siggi vinur,

BB mat það svoleiðis að mér áheyrandi að málefnastaðan veæri svo sterk fyrir flokkinn núna og alls ekki útséð um að hún yrði sterkari að vori. Það gengur honum til. Annað mál er að við fáum hálfu ári skemur að vera í sólinni áður en vinstra fárið skellur á okkur, Það sjónarmið var ekki uppi hjá stjórnarflokkunum báðum þegar þetta er ákveðið. Hvarnig spilast úr þessu er gamla máltækið að allt orkar tvíælis þá gert er. Kallagreyin taka ákvarðanir með ófyrirséðum enda. Við báðir erum samm´la um að varla verður líft í þessu landi taki þessi fíflasamkunda við völdum eftir kosningarnar.

Ef þú kýst ekki Sjálfstæðisflokkinn skiptir engu máli hvað þú annars kýst Siggi minn. Glundroðinn gæti þessvegna verið á sama listanum, þessi hjörð eru bara villikettir sem Össur og ESB verða að smala til að keyra okkur inn í bandalagið.

Halldór Jónsson, 15.10.2016 kl. 13:28

3 identicon

Nei Halldór.

Thú getur aleg bókad thad, ad atkvaedi mitt fellur 

ALDREI til vinstri.

M.b.kv.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband