18.10.2016 | 08:20
Sagan sem ekki má gleymast
er skráð af Sigurði Oddssyni í Morgunblaðinu í dag. Sigurður segir:(Bloggari leyfir sér að feitletra að vild)
"Steingrímur. Í kosningum fékkstu skýr skilaboð um að þinn tími væri liðinn. Þrátt fyrir það skorti þig hvorki brigsl né ísmeygileg hnýfilyrði í garð ríkisstjórnar og nú ert þú aftur í framboði. Þú ættir að draga framboðið til baka.
Þú getur ekki gert formanninum það að dröslast með ykkur Björn Val í skottinu eina ferðina enn.
Loforð um að halda þjóðinni utan ESB sveikstu strax eftir kosningar. Til að liðka fyrir aðild að ESB sendir þú vin þinn að semja um Icesave. Sá kom með samning, þegar hann nennti ekki lengur að standa í samningaströgglinu. Þið kröfðust þess að þingmenn samþykktu samninginn án þess að sjá hann. Líkt og blindir kettlingar. Það gekk ekki og Jóhanna kallaði þitt fólk villiketti, sem ekki væri hægt að smala. Samningurinn var kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefðuð þið átt að segja af ykkur strax.
Næstu kosningar fóru á sömu leið, en áfram sátuð þið samt. Rúin trausti í annað sinn. Stóradóm fenguð þið í alþingiskosningunum. Í viðbót við ESB, Icesave og veiðileyfi til hrægamma kunna eftirfarandi atriði að vera ástæða fallsins:
*Þið hleyptuð AGS inn og lögðuð blessun yfir hækkun stýrivaxta úr 12 í 18%. Kostnaðurinn lagðist á landsmenn. Margir misstu heimili sín og aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki farið á hausinn. Snjóhengjubraskararnir fengu 18% vexti í gjaldeyri, sem streymdi úr landi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin.
* Seðlabanki Íslands (SÍ) braskaði með skráð gengi krónu. Skilyrði var fjárfesting á Íslandi fyrir krónurnar. Ekki var spurt hvaðan gjaldeyririnn kæmi eða hvernig hans var aflað.
Á þinni vakt var SÍ peninga- þvottastöð á sama plani og bankarnir í Tortóla. Fékk skatturinn lista yfir þá sem keyptu útsölukrónur af SÍ?
*Þið kærðuð ekki Breta fyrir að setja á okkur terroristalög af ótta við að fá ekki að vera memm í ESBklúbbnum.
Ekki þorðuð þið að tala máli þjóðarinnar þegar allar vina- þjóðirnar réðust á okkur. Forsetinn sá að ekki gekk að hafa markið galopið með engan í marki. Hann fór í mark og í sóknina með þeim árangri að landinn þurfti ekki lengur að horfa á tærnar á sér í samræðum við útlendinga.
*Þið gáfuð hrægömmum veiðileyfi á almenning og fyrirtæki. Atvinnutæki voru hirt af verktökum fyrir slikk og seld úr landi fyrir gjaldeyri. Milliliðir hirtu gróðann. Fyrrverandi eigendur sátu eftir jafn skuldugir og áður. Mörgum hefði mátt bjarga með því að bjóða út grunn að nýjum spítala.
*Óskiljanlegt er að þið skylduð selja Kaupþing í Lúxemborg án þess að gramsa fyrst í því hvað bankinn hefði að geyma. Sagt var að fyrr myndi snjóa í helvíti áður en sæist hvað þar væri falið. Sérstakur þurfti svo að fara bónleiðina til að fá gögn úr bankanum, sem var mjatlað í hann.
*Þú felldir niður tugmilljarða skuldir hjá ýmsum fyrirtækjum, sem t.d. í sjávarútvegi seldu seinna kvóta úr byggðarlaginu. Kvóta sem var og er þjóðareign. Eitt loforða þinna var að skila honum til þjóðarinnar.
*Skjaldborgin um heimilin var skjaldborg um fjármagnseigendur. Með 20% leiðinni héldu lánardrottnar áfram að innheimta lán. Verðtryggingin sá um hækkun höfuðstóls.
Á nokkrum árum varð staðan enn verri.
* Svo var það Hitaveita Suðurnesja, Sjóvá, Sparisjóðurinn, Askja, Straumur-Burðarás, Byr, VBS, Saga & Askar Capital, Drómi og allt hitt.
*Í liði VG var góður hagfræðingur, Lilja Mósesdóttur. Lyklafrumvarp hennar hefði bjargað mörgum heimilum.
Jarðfræðiþekking þín vó þyngra en hagfræðikunnátta hennar og um að gera að losna við hana sem fyrst úr stjórninni.
* Jón Bjarnason stóð vörð um fullveldið og makrílkvótann, sem þið Össur vilduð semja um við ESB. Jón vildi setja samskonar kvóta á makrílinn og var á skötuselnum, en fékk ekki. Þú vildir losna við Jón úr ráðuneytinu. Það tókst sem betur fer ekki fyrr en í lokin.
*Þið læstuð niður skjöl í meira en 100 ár vegna persónuverndar, sem tók við af bankaleynd. Hvað er svo ljótt að skal falið 4-5 kynslóðum?
*Þið senduð reglulega tilkynningar um það hversu mikið ástand heimila og fyrirtækja hefði batnað undir ykkar stjórn. Hvernig gat annað gerst, þegar þeir verst settu höfðu misst íbúðir sínar og mörg þúsund fyrirtæki farið á hausinn?
Við það bættist landflótti fólks sem ekki átti sér viðreisnar von í landinu okkar góða. Er ekki ljóst að þeir sem lifðu af stóðu betur en hinir, sem þið gáfuð veiðileyfi á? Þú munt segja þetta tóma dellu miðað við hvað þið skiluðuð góðu búi þrátt fyrir rústirnar sem þú tókst við.
Ég spyr, hvernig hefði þetta endað hjá ykkur hefði almættið ekki blessað þjóðina með makríl og túristum? Hvað væri skuldin há hefði ykkur tekist að fá að greiða Icesave og deila makrílnum með ESB? Að lokum:
Er trúverðugt að svara því sem kemur fram í skýrslu Vigdísar með því að skýrslan sé klippiplagg og ekki-skýrsla full af stafsetningarvillum? Reyna svo að gera Vigdísi ótrúverðuga hjá alþýðu manna með í senn ísmeygilegum og illyrmislegum ásökunum rætnifullra rægitungna um gegndarlaust og einskis nýtt hjal um stafsetningarstagl.
Þykir mér sýnt að trúverðugleiki Vigdísar vaxi við að þú, Steingrímur, reynir að gera hana ótrúverðuga. "
Sigurður á þakkir skildar fyrir að skrifa þessa króniku. Hún má ekki gleymast múna þegar VG er að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum.
Steingrímur J. Sigfússon er hinn illi andi á bak við brosmildan formanninn.Hans saga má ekki gleymast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mikið asskoti er ég sammála þessu. Og stelpugreyið þarf að burðast með þessi lík í lestinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2016 kl. 10:13
Þetta er hrollvekjandi lesning. Kannski er það einmitt bros formannsins sem gerir þetta allt svo krípí.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 11:04
Halldór blogg dagsins hjá þér er frábært. Ég kann ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa ógeði mínu á Steingrími J.Sigfússyni. En Halldór nú er að koma að kosningum. Hvað get ég kosið ? Ég er í vandræðum.
Ekki get ég kosið gjörspilltan Sjálfstæðisflokkinn. Undir skjóli Sjálfstæðisflokksins þrífst meint gríðarleg spilling varðandi sjavarauðlindina. Þá má líka nefna Borgun sem féll í fang vina og ættingja formanns Sjálfstæðisflokksins. Það væri hægt að hafa hér langa upptalningu um Spilltan Sjálfstæðisflokk. Kynni þjóðarinnar af Sjálfstæðisflokknum og fólk sem ber einhverja virðingu fyrir sannfæringu sinni, kysi aldrei Spillingu sem er fylginautur Sjálfstæðisflokksins. Ekki get ég kosið ESB sinna.. Hvað ég að kjósa.
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 11:29
Eddi vinur minn.
Það má ekki persónuger Sjálfstæðisflokkinn við Bjarna Benediktsson og ættmenn hans. Formenn koma og fara.
En hugsjón Sjáflstæðisflokksins er á lífi frá 1929 hvað sem erfiðleikunum núna líðar. Við verðum að vinna að málefnum flokksins innanfrá. Komdu þangað og við skulum berjast við hvern sem er þar.
Það er langur vegur um að ekki séu margir þar inni sem eru fúlir eins og þú og ég. Látum ekki kommakvikindin, samflokksmenn Steingríms Jóhanns, stjórma okkur.
Ef þú kýsti ekki Sjálfstæðisflokkinn, eða þá bara Framsókn, þá ertu að kjósa Steingrím og illþýðið allt sem þú vilt ekki.
Sjálfstæðisstefnan er svona frá 1929
"Að ísland verði ævinlega frjálst og fullvalda ríki.
Að vinna í innanlandsmálum að framsækinni og víðsýnni umbótastefnu á grundvelli athafnafrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Það hefur enginn séð ástæðu til að breyta einum staf í þessu síðan þá.
Flokkurinn hreinsar sig sjálfur. Sjáðu Hanna Birna er farin, Þorgerður Katrín er farin. Þorsteinn Pálsson er farinn.Benedikt flokkseigandi og braskari úr Nýherja og TM-gjaldþrotinu er farinn. Bjarni fer ef hann nýtur ekki trausts meirihlutans.Á meðan berst hann eins og ljón fyrir okkur og gerir margt fjandi vel.
Eddi minn, hættu þessari fýlu og vertu maður til að berjast með okkur hægri mönnum.
Halldór Jónsson, 18.10.2016 kl. 13:07
Margt ágætt í greininni sem vísað er til í upphafsfærslunni.
En ég held að allir ættu að hafa það í huga að "stelpugreyið" (það fellur líklega utan pólítískrar rétthugsunar og virðist vera hugtak sem er afsprengi hins illa "feðraveldis" lol) hefur aldrei verið ósammála Steingrími J. um einn einasta hlut.
Aldrei að ég man tekið aðra afstöðu en Steingrímur.
Vissulega er hún þekkilegri og brosmildari, en hún er boðberi nákvæmlega sömu pólítísku stefnunnar og Steingrímur.
G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 13:21
Það er lík alstaðar Ásthildur, bæði á sjó og landi.
Eyjólfur Jónsson, 18.10.2016 kl. 13:49
Halldór minn. Hverjir eru í sárum vandræðum nú í aðdraganda kosninga ? Það er fjölmennur hópur fólks. Hvaða fólk er það ? Ef skimað er yfir hópinn kemur í ljós að þetta er fólk sem man eins og við, gamla góða Sjálfstæðisflokkinn. Í skjóli nýja Sjálfstæðisflokksins eru máttarstólpar brotnir niður og eyðilagðir og vil ég t.d nefna hvernig komið er fyrir löggæslu landsins. Löggæslan er kominn á hættulegt stig vegna þekkingarleysis. Þú nefndir að Hanna Birna væri farin, það er mjög gott. Í hennar tíð sem ráðherra lögreglumála tókst henni að flæma burt úr starfi lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins. Hún fann konu með gott flokksskírteini sem gerð var að lögreglustjóra og nú hefur komið í ljós að hún er óhæf, og óhæfi hennar er að skapa hættustig,bæði fyrir starfsfólk löggæslunnar og ekki síður borgara sem byggja Höfuðborgarsvæðið. Halldór þessi hópur sem ég nefndi hér að ofan, og ásamt okkur, erum lítil peð sem sést best á bréfi Bjarna sem hann ritaði til kjósenda þann 22 april 2013 með þekktum loforðum. Svona gerðu ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins í þeim Sjálfstæðisflokki sem við munum, og margir sakna.
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 15:17
Hér gleymist að jefna alvarlegasta glappaskotið, en það er salan á Danska bankanum FIH.
Ríkistjórn Geir Haarde tók veð í þeim banka fyrir 60 milljarða láni til Kaupþings til að reyna að halda bankastarfsemi á floti eftir hrunið. Þeir vissu þá ekki að Kaupþing hafði kokkað bækur sínar svo herfilega að þeir áttu um 90% í sjálfum sér.
Már og Steingrímur innleystu þetta veð og seldu bankann á 103 milljarða, sem reyndar var talsvert meira en veðið hljöðaði uppá. Vogunarsjóðirnir sem keyptu þennan banka á þessum spottprís af Steingrími seldu hann strax aftur á 1200 milljarða.
Hefði Steingrímur fengið sannvirði fyrir bankann, hefði snjóhengjan horfið eins og dögg fyrir sólu og tap okkar á hruninu orðið að litlu sem engu.
Það er svo rétt að minna á að við fórum á hausinn þótt afkoma ríkissjóðs sé með besta móti. Blóminn af íslensku atvinnulífi og eignum eru nú í erlendri eigu. Arðurinn flýgur úr landi sem aldrei fyrr. Þökk sé viðskiptaviti Steingríms og Más.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 15:24
Eddi vinur
Það eru allir peð í Sjálfstæðisflokknum. Það eru peðin sem bakka sinn peðaforingja upp svo úr verður drottning sem til bardaga dugir. Flokkur er hinsvegar tilfinningavera eins og Þorgerður Katrín spilaði á þegar hún grét sig inn í embættið aftur sem hún var búin að missa. En flokkurinn er langhlaupari, hann hreinsar af sér óværuna þótt oft taki of langan tíma. En hvar annarsstaðar finnurðu fólkmeð einhverju viti? Og með því að kjósa ekki þá ertu að kjósa með þeim sem vilja þér illt.
Já Jón Steinar, takk fyrir að minna á þetta. Þessi svívirða er ekki á hvers manns vörum. Það má ekki gleyma þessu.
Það hefði nú munað um milljarð í þeirri sölu.
Halldór Jónsson, 18.10.2016 kl. 16:05
Þegar ég las þetta þá kom upp í huga mér eitt orð...sögufölsun
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 16:12
Það munaði ellefuhundruð milljörðum. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 20:37
Frábær pistill Halldór.Það er rétt Eyjólfur það eru fleiri lík enn ekkert jafn úldið og ógeðslegt eins og hann Steingrímur
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 21:43
Stórmerkilegt Jón Steinar
þetta slær nú allt annað út hjá þessum mesta fjármálaafglapa Íslandssögunar sem hélt víst að hann væri að bjarga þjóðinni með þvi að éta Sómasamlokur í ráðuneytinu meðan félagi Svavar möndlaði Icesave eins og hann nennti.
Nei, fólk hlýtur að vera heilalaust sem endurkýs svona mann.
Halldór Jónsson, 18.10.2016 kl. 22:31
Jón Steinar. Liggur þetta fyrir? Ef satt er þá er þetta það merkilegasta sem ég hef séð árum saman. Ef ekki, þá er frekar ómerkilegt að halda þessu fram.
immalimm (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 23:41
Núna las ég frétt um thad ad VG maelist med 19% fylgi.
Eru Ílendingar algjorir hálvitar..??
Ef fer fram sem horfir, thá á thessi thjód
bara skilid ad vera med allt í drullu og
vitleysu. Greinilegt er ad klárinn saekir
thangad sem hann er kvaldastur.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 07:11
Komminn Immalimm segir þig ljúga Jón Steinar.Hvar eru upplýsingarnar um þetta á einföldu máli?
Já, Siggi vinur, þetta er með ólíkindum. Er þjóðin í sjálfsmorðshugleiðingum eins og Læmingjahjörð sem ryðst fram af bjargbrúninni?
Halldór Jónsson, 19.10.2016 kl. 07:48
Immalimm og aðrir sem koma af fjöllum.
Ég bendi mönnum bara á að googla "sala seðlabankinn FIH " til dæmis. Þetta var mikið deilumál, sem var kæft af fjölmiðlum. Hér skrifar Hannes Hólmsteinn um þetta
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1296413/
Kannski kemst þetta í hámæli aftur þegar símtal Geirs og Davíðs verður birt í kvöld, en þetta 75 milljarða lán til bankans var með allsherjarveði í FIH. 1200 milljarða banka, sem Steingrímur og Már innleystu á 103 milljarða.
Það að menn komi af fjöllum nú við að heyra þetta segir manni að vel hafi tekist til af fjölmiðlum útrásarinnar að þagga þetta í hel auk þess sem RUV passar sig á að varpa ekki skugga á VG og Samfylkinguna. Verður fróðlegt að sjá spinnið sem þeir taka á þetta í kvöld.
Það voru mætir menn sem börðust fyrir því að þetta mál yrði rannsakað án árangurs.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2016 kl. 15:52
Ágæti gestgjafi!
Hvernig finnur þú það út að ég sé kommi?
Innlegg mitt ber það ekki með sér á nokkurn hátt.
Ef að innlegg Jóns er sannleikanum samkvæmt þá er hlutur Steingríms enn verri en ég taldi hann vera og er þá mikið sagt.
Sé það ekki sannleikanum samkvæmt er það ómerkilegt. Þetta á við hvort sem maðurinn heitir Steingrímur, Davíð eða Donald.
Svona nafnaköll eru þér til vansa og ekki til að auka virðingu fyrir þér. Ég mun samt telja þau til mistaka af þinni hálfu og hafa þig áfram í heiðri sem ötulan og hugrakkan baráttumann gegn íslamiseringu og annarri klikkun.
immalimm (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.