19.10.2016 | 14:19
Kjarabætur eldri borgara
"Miklar úrbætur á kjörum ellilífeyrisþega eru framundan með breytingum á lögum um almannatryggingar.
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir að þetta séu mestu kjarabætur sem eldri borgarar hafa fengið í áraraðir.
Allir njóti frítekjumarks óháð tekjum, bótaflokkar séu sameinaðir og króna á móti krónu skerðingin afnumin. Almannatryggingakerfi eldri borgara verði einfaldara, réttlátara og gagnsærra"
Svo segir í SES-blaðinu sem segir frá fundi Bjarna með eldri Sjálfstæðismönnum í vikunni sem leið.
Bjarni sýndi dæmi með útreikningi sem sýna raunverulegu áhrif lagabreytinga sem ríkisstjórnin fékk samþykkt sem lög á Alþingi fyrir þinglok. Auðvitað hafa komið fram raddir sem finna þessu allt til foráttu. En allt um það þá liggja þessi dæmi á borðinu.
Eru þeir til sem eru svo talnafróðir að segja þetta staðlausa stafi?
Eftir þessum opinberu dæmum þá stendur svart á hvítu að kjör eldri borgara munu batna vegna aðgerða Sjálfstæðisflokksins.
Búast menn við að þetta fái að vera í friði eftir kosningar? Hvað var fyrsta verk Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra VG í vinstri stjórnarninni árið 2009?
Björgvin Guðmundsson myndi vera með það á hreinu að minnsta kosti og líklega margir fleiri.
Hverjir meðal aldraðra vilja eiga náttstað undir exi Steingríms J. Sigfússonar og flokks hans Vinstri Grænna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Þetta er nú högg fyrir neðan beltisstað varðandi gagnrýni þína á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem árið 2009 stóð frammi fyrir 216 milljarða ríkissjóðshalla sem var afleiðing af hruni sem var aftur alfeiðing af stjórnarstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árin 1995 til 2007. Sú ríksstjórn stóð frammi fyrir því að verða að hækka skatta verulega og draga stórlega úr ríkisútgjöldum til að forða landinu frá gjaldþroti. Þeir lækkuðu ekki bætur almannatrygginga til tekjulágra heldur juku aðeins tekjutengingar þannig að sparnaðurinn kæmi að mestu niður á þeim lífeyrisþegum sem best höfðu það.
Þetta er allt annað en staðan á þessu kjörtímabili enda tók ríkisstjórn Sigmundar Davíoðs við góðu búi þar sem fyrri ríkisstjórn var búin að reysa landið úr kreppunni og koma gríðalegum halla ríkisfjármála í plús. Núverandi ríkisstjórn byggir á því ásamt fjölgun ferðamanna en ekki af eigin verkum.
Þær breytingar sem nú er verið að gera á almannatryggingakrfinu er ekki verk Sjálfstæðisflokksins fremur en annarra flokka. Þetta er í samræmi við niðurstöðu þverpólitískar nefndar sem var fyrst undir stjórn Péturs Blöndal og síðar Þorsteins Sæmundssonar og hún byggði á niðurstöðu annarrar nefndar sem var undir stjórn Árna Gunnarsssonar. Þær breytingar sem voru gerðar frá tillögu nefndarinnar komu frá Eygló Harðardóttur en hún er ekki ráðherra Sjálftæðisflokksins.
Og það er ástæða fyrir því að Bjarni hefur aðeins sýnt hvernig þetta kemur út fyrir ellilífeyrisþega með heimilisuppbót sem eru um fjórðungur ellilífeyrisþega. Það er vegna þess að það eru bara þeir sem eru að hækka upp í lágmarkslaun því þarna er í gangi blekkingarleikur með því að hækka heimilisuppbótina umfram aðra. Þrír fjórðu hlutar ellilífeyrisþega sem eru ekki með heimilisuppbót fá mun minni hækkanir.
Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í tvígang greitt atkvæði á móti tillögum minnihlutaflokkanna um enn meiri hækkanir til lífehyrisþega og þannig komið í veg fyrir það. Ef breytingartillaga minnihlutaflokkanna hefði verið samþykkt hefð ellilífeyrisþeginn í dæminu sem var með samtals 100 þús. kr. í tekjur fengið 3.300 kr. meira á mánuði en sá sem var með 150 þús. kr. í tekjur 5.500 kr. meira á mánuði.
En gagnvart þeim sem væru með sömu tekjur og væru ekki með heimilisuppbót eins og þrír fjórðu hlutar ellilíferisþega og með sömu tekjur þá hefðu þeir allir fengið 13.416 kr. meira á mán. árið 2017 en þeir fá samkvæmt þessum lögum og 21.081 kr. meira á mánuði árið 2018. Það er því alveg klárt að með stórnarandstöðuflokkana í ríkisstjórn eftir kosningar muni elli- og örorkulífeyrisþegar lifa við betri kör en ef núverandi stjórnarflokkar verða við völd og þá sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkurinn verður við völd.
Elli- og örorkulífeyrisþegar ættu því allra síst að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er það er von um bætt kjör sem þeir láta stjóarna atkvæði sínu.
Sigurður M Grétarsson, 19.10.2016 kl. 17:13
Sigurður M, það verður seint um þig sagt að þú sért ekki upplýstur um kerfismálin eins og fram kemur í ritgerð þinni. Er ekki heimilsuppbótin hugsuð fyrst og fremst til að rétta hag þeirra verst settu, öryrkja og elli lífeyrisþega? Á ekki Tryggingakerfið í heild að virka þannig að það sé þeim smáu hlíf og skjöldur en ekki vera bara gróðalind fyrir alla? Ég hef skilið það þannig.
Hvernig geturðu fullllyrt að tillögur þeirra í stjórnarsndtöðunni hefðu verið betri og skaffað meiri peninga til fólksins. Hvaðan koma peningarnir til ríkisins? Ekki frá fólkinu?' Fylgdi þeim einhver leiðbeining um hvernig fjárins skyldi aflað? Td. með auðlegðarskatti, stóreignaskatti eða sölu veiðileyfa?. Fylgdu engin fjárlög tillögunum? Ef ekki fylgdi neitt um tekjur ríkisins til að mæta þessu voru þær ekki bara ábyrgðarlaust snakk út í bláinn?
Halldór Jónsson, 19.10.2016 kl. 22:53
Nei þetta er rangt hjá þér. Það er framfæarsluuppbótin sem nú ver verið að leggja niður sem var til að rétta hag þeirra verst setetu. Heimilisuppbótin er einungis til þeirra sem búa einir í íbúð. Því fá til dæmis hjón með engar aðrarr tekjur en bætur TR ekki heimilisuppbót. Heldur ekki einhleypir lífeyrisþegar sem búa með öðrum þar með talið eigin börnum eldri en 18 ára eða eldri en 20 ára ef þau eru í námi. Elli- eða örorkulífeyrisþegi sem leigir herbergi en ekki íbúð fær heldur ekki heimilisuppbót því henn telst hafa hagræði af samabúð með öðrum. Þeir sem fá heimilisuppbótina fá hana upp í töluverðar tekjur enda henni ekki ætlað að bæta sérstaklega hag þeirra verst settu heldur einungis til að hjálpa til við aukakistnað fem felst í því að búa einn í íbúð.
Það er þess vegna sem það er blekkingarleikur að þykjast vera að ná bótum upp í lágmarslaun þegar það er aðeins fjórðungur ellilífeyrisþega sem fær það tryggi að hann nái því. Tekjulausir ellilífeyrisþegar sem ekki búa einir í íbúð fara upp í 227 þús. á næsta ári þegar lágmarkslaun fara í 280 þús. Árið 2018 fara bætur þeirra upp í 237 þús. þegar lágmarkslaun fara upp í 300 þús. Það vantar því 25% upp á að tekjulausir ellifeyrisþegar sem ekki búa einir í íbúð nái lágmarkslaunum en svo mikið bil á bótum almmannatrygginga og lágmarkslaunum held ég að hafa aldrei verið til staðar það sem af er þessari öld. Ekki einu sinni í kreppunni vantaði svo mikið upp á lágmarkslaunin.
Mér sýnist vanþekking á þessu kerfi frekar vera þín megin en mín megin.
Sigurður M Grétarsson, 20.10.2016 kl. 08:05
Ég gleymdi að svara spurningunni varðandi fjármögnun. Stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að fjármagna sínar áherslur í þessu máli með sama hætti og ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fjármagna sínar aðgerðir. Með sköttum. En ríkisstjórnin er ekkert búinn að fjármagna þær breytingar sem hún var að standa fyrir. Þessar breytingar koma ekki til framkvæmda fyrr en hún er farin frá og því kemur það í hlut nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar að fjármagna þær. Það er því ekki beint trúverðugt þegar ríkisstjórnarflokkar sem í tvígang hafa hafnað tillögum stjórnarandstöðuflokkanna um bætt kjör elli- og örorkulífeyrisþega þegar þeir sjálfur hafa þurft að finna leið til að fjármagna þær en henda síðan inn 11 milljarpa pakka fyrir þessa hópa tveimur vikum fyrir kosningar sem taka gildi eftir að þeir eru farnir frá völdum. Og þegar við bætist að látið er líta svo út að um mun glæsilegri aðgerðir sé að ræða en raunin er á með blekkingum sem þeir vita að almenningur áttaar sig ekki á vegna þess hversu kerfið er flókið þá ætti það að hringja öllum viðvörunarbjöllum þeirra kjósenda sem vilja hag elli- og örorkulífeyrisþega sem bestan.
Sigurður M Grétarsson, 20.10.2016 kl. 08:15
SMG að fara með staðlausa stafi að mestu sem vant er. Ekki bregst hann væntingum okkar í moldviðri sínu.
Kæri Halldór, það var Árni Páll þáverandi félagsmálaráðherraa í ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans sem átti sem fyrsta ver sitt í ráðherrastóli að skerða lífeyri eldri borgara og öryrkja.
Kannski SMG rifji þetta upp, af alkunnri „visku“ sinni ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2016 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.