Leita í fréttum mbl.is

Frábær fundur með Bjarna

Ben í kópavogi rétt áðan Aldrei hefur verið jafn troðfullt í Sjálfstæðishúsinu og á þessum fundi það ég man.

Bjarni flutti yfirlit yfir stöðu mála og rakti þverstæðurnar í áróðri vinstri flokkanna 10. Þeir krefðust hærri launa um leið og þeir krefðust hærri skatta á þau laun. Þeir krefðust gjaldfrelsis þjónustu og ókeypis þessa og hins en um leið hærri ríkisútgjalda. En hvaðan eiga peningarnir að koma? Úr vösum ykkar skattgreiðendur góðir.

Þetta sama fólk var fremst í flokki við að vilja borga Icesave, það var á móti þjóðaratkvæði um Svavarssamningana eins og Bjarni lagði þá til á Alþingi.Þetta sama fólk dró Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Það hló að Sjálfstæðisflokknum fyrir að boða skattalækkanir og vilja þjóðaratkvæði um inngönguna í ESB áður en lagt var upp í aðildarumsóknina. Nú vilja allir þessir flokkar hækka skatta til að geta staðið undir útdeilingu ókeypis uppátækja sinna.

Nú heimtaði sama fólkið og studdi síðustu ríkisstjórn að Ísland gangi í ESB og taki upp EVRUNA sem er í bráðri hættu um þessar mundir með 50 % atvinnuleysi ungs fólks í sumum löndum.  Við höfum aðgang að innri markaðnum þó að við séum lausir við kostnaðinn af ESB sem Bretar vildu ekki lengur una.Hvað er að þessu fólki?

Sjálfstæðisflokkurinn einn boðar skattalækkanir. Hann hefur sýnt fram á að þetta var hægt. Hann sótti peninga í slitabúin sem fyrri ríkisstjórn gerði ekkert í og lækkaði með því skuldir ríkissjóðs. Þá segir Smári McCarthy að það sé allt í lagi að fá hér 50 % atvinnuleysi því þá hafi fólk tíma til að gera eitthvað annað.

Mikill einhugur ríkti á fundinum um að flokksmenn yrðu að berjast hart fyrir kosningarnar eftir viku. Hringja í aðra, og hvetja þá. Til dæmis stakk einn upp  á að allir þeir eldri hringdu í barnabörn sín fyrir kosningarnar. Í heitu pottunum og allstaðar sem fólk hittist yrði baráttan að fara fram.

Kominn er tími til að fólk opni augun og fari að hugsa hvernig umhorfs er á Íslandi um þessar mundir. Og hvert verður framhaldið ef Sjálfstæðisflokkurinn verður settur til hliðar og Píratar taka við? Fólk verður að hlusta og hugsa.

Að sinni rek ég ekki þennan frábæra fund með Bjarna  frekar en sjón var vissulega sögu ríkari.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Bjarni Ben var fyrst á móti  Icesave Svo hlynntur  Icesave svo á móti, hann fór í 540 gráður í því máli. TRÚVERÐUGT?

Steindór Sigurðsson, 22.10.2016 kl. 13:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eftir flókna krítíska hagnaðarferla fallinna einkabanka, reynir á ráðherra að fara gætilega. og á einhverjum tímapunkti var stórveldið ESb meira ógnandi en þægilegt getur talist auk líkindaspár proffanna að leið okkar lægju norður og niður líkt og N-Kórea og Kúbu ,,ef þið heimsku hænsn borgið ekki,,. Gaman!Nei! gott! já! Að gefast aldrei upp fyrir óréttinum.     

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2016 kl. 15:49

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur þú aldrei skipt um skoðun að yfirveguðu máli?

Bjarni var fylgjandi síðustu samningum sem Lee Bucheit gerði, sá hljómaði upp á bortabrot af Svavarssamningunum. En þjóðin var á öðru máli, ar á meðal ég hvað sem Bjarni sagði..

Ég var einu snni ESB sinni fyrir meira en 40árum, það var öðruvísi en það er í dag. En ég snérist

Halldór Jónsson, 22.10.2016 kl. 18:24

4 identicon

Voru 10 flokkar sem studdu Svavars Icesave? Ég hélt að þeir væru bara 2

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 00:08

5 identicon

um 30 ár síðan ég rambaði á samstoðufund aldraðra á austurvelli, um léleg kjor sín.

Líklega sem betur fer fyrir fjórflokkinn að 99% þessa fólks er látið.

Því miður hefur ungt fólk ekki hafa haft vit á því að bera virðingu fyrir því að það sjált mun renna út á soludegi áhrifa.

Það er vissulega skomm ef eldra fólk hefur þau áhrif á born sín og barnaborn að viðhalda því óréttlæti sem fjórflokkurinn hefur lofað að bæta í áratugi.

L. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 01:26

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Heldur einhver að Píratar muni geta famkvæmt eitthvað af þ´vi sem þeir eru að fimbulfamba um?

Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 08:41

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver af þessum nýgræðingum  skyldi verða forseti Alþingis? Hvernig skyldi það nú ganga?

Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband