23.10.2016 | 11:46
Gengisfesta Benedikts
birtist á Sprengisandi.Hann prédikar gengisfall vegna útflutningsatvinnuveganna og ferðamennskunnar. Íslenska krónan sé of sterk.
Síðan segir hann að vextir á Íslandi muni lækka í kjölfar myntráðsins sem er að binda krónuna við Evruna. Hann fer með allskyns tölur um hvað vextir séu lágir í nágrannalöndum. En skyldi hann aldrei hafa spurt um almenna yfirdráttarvexti í Þýskalandi til dæmis. Það eru vextir sem atvinnuvegirnir búa við. Það eru ekki lægstu húsnæðisvextir sem finnast heldur mældir í tugum prósenta þegar verst lætur.
Hann er sem sagt á móti þeirri lífskjarabót sem almenningur hefur sótt í lækkandi innflutningsverð. Lækkun vörugjalda og tolla er honum ekki í huga.
Síðan vill hann leggja auðlindagjald og setja kvótann á markað í sjávarútveginum sem stefnir honum í þveröfuga átt.
Hann ætlar að mynda innviðasjóði í hverju kjördæmi fyrir gróðann af kvótasölunni. Helmingur þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu á greinilega ekkert að fá af því. Og þýðingarmikið sé að fólk eigi að hætta að deila um þessar skoðanir Benedikts því þær séu réttar.
Hann segir hinsvegar ekkert um það hvernig hann ætlar að stjórna þeim myntráði sem hér á landi ræður. Eru það ekki stéttarfélögin sem hafa skrúfað upp kaupið og verðbólguna til þessa?
Hvernig ætlar hann að fást við innlenda verðbólgu með fastgengi? Látum markaðinn ráða segir hann. Er 50 % atvinnuleysi eins og er víða í Evrópu svar við slíku?
Er hann með ráð gegn mánaðalöngum verkföllum lækna, flugumferðarstjóra og fleiri. Nær hann samstöðu um stöðugleika eins og hann talar um? bara ef hann er á Alþingi? Sér einhver hversu fólk er meira reiðubúið að hlusta á Benedikt en Bjarna?
Fólk fái að vinna lengur en núverandi eftirlaunaaldri nemur segir Benedikt. Skyldu margir ríkisstarfsmenn gína við þessu? Til dæmis fólk á verðtryggðum lífeyri. Hvað skyldi Steingrímur J. Sigfússon fá þegar hann hættir?
Svo heldur Benedikt blaðamannafund um Myntráð og sjávarútvegsmál.Hann talar um sátt í sjávarútvegi um rekstrarumhverfi. Þeir verði sáttir ef auðlindagjaldið fari ekki í 38 milljarða eins og vinstri stjórnin lagði til heldur eitthvað meira en 4 milljarðar eins og nú. Sanngjarnir vextir eru 3-4 %, það eru vextirnir á því fé sem sjávarútvegur á að setja í kvótakaupin.
Myntráð og markaðstenging í sjávarútvegi. Það er enginn á móti kvótakerfinu sem sýnir að Viðreisn nær samstöðu um sína lausn.Þetta er niðustaða Benedikts eftir framboðfundi á Austfjörðum.
Gengislækkun þegar í stað er alveg nauðsynleg fyrir byggðirnar. Þess vegna verði efnd hátíðleg loforð um þjóðaratkvæði um að vinda sér í framhald aðildarviðræðna. Náum við víðtækri samstöðu um aðildarsamninginn sem fæst þá göngum við inn. Valfrelsi ríki í neytendamálum. Kjósendur velji áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Læturðu brjóta á þessum málum spyr Kristján? Samstöða um markaðslausnir og kvótauppboði? Já, Benedikt er heldur á því þó að beint svar fáist ekki.
Jafnlaunastefna, hann vill samstöðu um þetta. Þetta er ekki stjórnlyndi segir hann heldur ekki bann við mismunun sem er annað en stjórnlyndi.
Virðing er nauðsynleg fyrir öldruðum segir Benedikt. Bankarnir segja fólki upp 65 ára, ríkið 67 ára eða 70 Hver árgangur sem hverfur leiðir til taps 1 % af VFL.
Hann er spurður um hættuna á þenslu framundan þegar 500 störf á vantar á Keflavík á ári næstu ár. Skýr svör fást ekki um þetta nema það að við Íslendingar séum á hættulegum tímapunkti.
Hann segir samt greinilega ekki hægt að standa við 200 milljarða viðbótarútgjöld(líklega eins og formaður Samfylkingar boðar).
Mörg opinber verkefni séu framundan t.d. í vegagerð. Ekki svigrúm til skattalækkana við þær aðstæður. Hann talar um vaxtalækkun niður í 2-3 % hjá ríkissjóði. Manni skilst að Benedikt kunni að útvega slíka vaxtalækkun?
Hverjum skyldi ríkissjóður annars skulda sem Benedikt getur fengið til að lækka vextina svona niður í þetta sem hann nefnir, 2-3 %. Veit hann hvaða vexti ríkissjóður sé annars að borga? Eru þá samningamenn ríkissjóðs allir lélegir í fjármálum sem kunna ekki að semja um lánakjör? Már og Seðlabankinn kunni ekki að fá bestu vexti? Greinilega efast Benedikt um þetta atriði.
Austur á landi vilja menn gera mörg jarðgöng segir Benedikt. Hann hefur sagt þeim að það er ekki hægt að klára öll jarðgöng á 3 árum. Frekar á 30 árum!. Skyldu þeir Austfirðingar hafa klappað mikið fyrir því?
Benedikt hugsar þá greinilega ekki í gjaldtöku-jarðgöngum sem borga sig sjálf. Jafnvel á einkaframtaksgrundvelli sem myndi hugsanlega gera kleyft að gera fleiri göng samtímis?
Hann er greinilega ríkisframkvæmdamaður og hugsar í gjaldfrjálsum göngum eins og á Vestfjörðum og Héðinsfirði. Við viljum ekki halla á ríkissjóði segir svo Benedikt. Þess vegna getum við ekki lækkað skatta núna segir Benedikt.
Rikissjóður á eignir upp á 500 milljarða í bönkum. Það verður ekki hægt að afsetja það í skyndi segir Benedikt. Ef við skuldsetjum ríkið þá erum við að skuldsetja börnin okkar segir Benedikt enn fremur. Það er því greinilega ekki hægt að lækka skatta í góðærinu núna að mati Benedikts.
Ljúka Landspítalanum núna vill Viðreisn. Við erum núna líka á tímamótum til þess að rífa okkur upp úr farinu þegar aðeins 15 % þjóðarinnar bera traust til Alþingis. Viðreisn er með lausnir á því sem öðru á stefnumóti við framtíðina á næsta laugardag.
Í heild finnst þessum bloggara Benedikt vera fremur þokukenndur um efnahagsmálin ef ekki mótsagnakenndur. Gengisfelling eigi að færa sjávarútveginum kjarabætur. Á sama tíma ætlar hann að selja frá þeim kvótann á uppboði og hækka þar með gjaldtökuna af sjávarútveginum? Hann minnist ekki á þá kjararýrnun almennings sem verður af gengisfellingunni góðu. Verða ekki dýrari bílar,dýrara bensín dýrari vara það sem að almenningi snýr? Og Húsnæðislánin, hækka þau ekki yfirleitt við gengisfellingu?
Finnst engum nema mér þetta vera mótsagnir fremur en raunhæfar lausnir?
Benedikt sleppur við að vera spurður um afstöðu sína til almenns viðskiptasiðferðis á Íslandi. Hefði þó verið áhugavert umræðusvið sem almenningur hefur áhuga fyrir.
Hefur Benedikt þessa miklu yfirsýn yfir hvaða mál eru erfiðust í íslensku þjóðfélagi?
Hefur hann raunhæfar tillögur um hvernig hann ætlar að fást við innanlandsmál eftir að myntráði hefur verið komið á fót?
Hefur hann skýrt hversvegna atvinnuleysi myndast í sumum Evrulöndunum í Evrópusambandinu?
Er gengisfesta og myntráð Benedikts trúverðug stefna í efnahagsmálum Íslendinga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Ég hlustaði nú á þennan þátt og ÞVÍLÍKT BULL OG LÝÐSKRUM HEF ÉG EKKI HEYRT SÍÐAN GUNNARSSTAÐA MÓRI OG "VINSTRI HJÖRÐIN" VORU AÐ "RÚSTA" LANDINU Á SÍÐASTA KJÖRTÍMABILI. Það náttúrulega fer best á því að þessi maður og allt hans hyski halli sér að "Vinstri Hjörðinni", sem hefur sömu markmið og hann. Hefur öfundina að leiðarljósi og vegna hennar ætlar hann að "rústa" sjávarútveginum, vill ganga í ónýtt ESB, taka upp evru sem er bara tímaspursmál hvenær springur og hann tekur undir flest stefnumálin hjá vinstra liðinu.
Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 13:45
Bretar hrukku á sínum tíma út úr EMU-myntsamstarfinu. Til að það henti hérlendis, þarf efnahagssveiflan á Íslandi að vera í fasa við efnahagssveifluna á evru-svæðinu. Því fer víðs fjarri. Þess vegna er "myntráð", fastgengisstefna eða tenging við evru efnahagslegt glapræði.
Bjarni Jónsson, 23.10.2016 kl. 14:41
Mjög flott greining hjá þér Bjarni. þetta er útskýring sem er svo einföld og vel sögð að jafnvel hörðustu INNLIMUNARSINNAR hljóta að skilja hana.....
Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 15:05
Jóhann og Bjarni, Davíð Oddsson bemti einmitt á þetta sem þú segir kollegi Bjarni þegar Evrumálin komu til umræðu í hans forsætisráðhera tíð. Hér er allt önnur sveifla en hjá landluktu ríkjunum í Evrópu. Íslendingar eru sjóveldi eins og Bretar sem við eigum meira sameiginlegt með efnahagslega en Þjóðverjum og Frökkum.
En því miður Jóhann, þá held ég að þeir skilji þetta ekki innlimunarsinnarnir. Kratar fara ekki á sjó nema til að reka Bæjarútgerðir.
Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 15:41
Benedikt skrifað þessa grein 2008,
http://heimur.is/2009/03/02/islenska-kronan-memoriam
Fyrir þann sem skilur hugtakið fiat peningur þá er engin vafi á að Benedikt veit ekkert um peninga sem hagstjórnartæki, sem er allt í góðu ef hann hefði vit á að halda kjafti um málefnið en því miður blaðrar hann þess þvælu sína út í eitt.
Guðmundur Jónsson, 23.10.2016 kl. 16:32
Guðmundur, takk fyrir að benda á þetta:
Niðurlagið á greinini er svona í apríl 2009:
"Úr því sem komið er verður efnahagsjafnvægi ekki náð nema með inngöngu í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið. Ef sjálfstæðismenn bera gæfu til þess að samþykkja umsóknarbeiðni í Evrópusambandið er von til þess að tengja megi krónuna við evru fljótlega. Í kjölfarið getum við svo kvatt þessa ónýtu mynt sem enginn treystir lengur. Farið hefur fé betra.
Benedikt Jóhannesson"
Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 18:08
Vill Benedikt flokkseigandi kannast við þessi orð ennþá?
Vill hann ganga í Evrópusambandið eða vill hann ekki ræða það núna af því að það er betra að bíða færis eins og kródíll í vatnsborðinu?
Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 18:09
Valið er um Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk sem vilja varðveita fullveldi landsins eða landssöluflokkana alla til vinstri. Og af þeim er VG hættulegstur því hann er búinn að svíkja og ljúga og gerir það þessvegna léttilega aftur.Steingrímur J. Sigfússon er gersanlega samviskulaus maður og selur hvað sem er fyrir eigin völd og ábata. Hann er búinn að sanna það áður.
Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.