Leita í fréttum mbl.is

Vatnaskil vinstrimanna

eru líklega nákvæmlega núna.

Samfylkingarbræðingurinn hefur runnið sitt skeið á enda. Ég finn til samúðar með Oddnýju og útfararstjóranum Loga. Voru þau Össur, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún ekki hin eitruðu peð sem leiddu Samfylkinguna til grafar?

Stendur ekki VG frammi fyrir því núna að geta fengið að leiða vinstra fólk til áhrifa í íslenskum stjórnmálum á ný? Ef þau geta komist út fyrir hinn gamla hugarheim sinn þá gefst þeim hugsanlega tækifæri til að safna sálum sanntrúaðra saman í jarðbundinn demókrataflokk sem fólk fer að virða sem alvöru stjórnmálaflokk fremur en sérvitringaklúbb Steingríms Jóhanns og Björns Vals Gíslasonar?

Hefur ekki Katrín Jakobsdóttir nú tækifæri til að hefja flokkinn upp til afgerandi áhrifa í komandi kjaraviðræðum sem bíða við sjóndeildarhringinn sem ógnandi þrumuský? Samstarf hennar við jarðbundnari menn og yfirvegaða eins og Bjarna og Sigurð Inga gætu gert hana að þeim ábyrga stjórnmálamanni sem vinstri menn vantar svo sárlega eftir öfgatíðina? Skilað þjóðinni nýjum fjórflokki sem hana sárvantar í stað kraðaksins?

Gætu ekki verið vatnaskil vinstrimanna framundan?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband