4.11.2016 | 22:45
Ferð Hákonar til Alaska 1945
hefur áreiðanlega verið afdrifaríkari en ferð afa hans Jóns Ólafssonar meira en hálfri öld fyrr. En Jón fór þangað ævintýraferð í þeim tilgangi að finna land þangað sem hann gæti flutt alla Íslendinga til að frelsa þá frá dönsku djöflunum sem kúguðu alþýðuna að hans mati eins og Íslendingar lásu skammstöfunina DDPA, merki danska steinolíufélagsins. Nema Íslendingar vildu hvergi fara og Jón kom seinna aftur sjálfur til landsins og bar þar beinin 1916 66 ára gamall.
Ég rakst á gamlar minningar um Hákon föðurbróðir minn Bjarnason skógræktarstjóra Ríkisins og ferð hans til Alaska í stríðslok. Það er ástæða til að minnast þess að hann kom þá með Lúpínuna 3. nóvember 1945. Lúpínan er því orðin 71 árs í landinu. Samt eru þeir Íslendingar til sem amast við henni af því að hún sé ekki innfædd. Ef til vill sama fólkið og vill opna hér landamærin fyrir hverskyns flóttafólki frá framandi löndum en þolir ekki bláar Lúpínubreiðurnar sem leggja undir sig nauðbitin holt og grjót í nágrenni Reykjavíkur og víðar.
Í blaðagrein sem Hákon Bjarnason skrifaði í Tímann 18. desember 1952 segir svo:
Með aukinni þekkingu á náttúrunni og lögmálum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög einstaklingar og þjóðfélög eru háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarðvegur og veðrátta, ræður allri þróun mannkynsins.
Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig en tortímingu yfir afkvæmi sín.
Morgunblaðið rifjar í dag upp í dálki sínum, Þetta gerðist að hinn 3. nóvember 1945 hafi Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, komið heim úr þriggja mánaða ferð til Alaska og haft meðferðis fræ af lúpínu sem óx þar villt um allt, eins og hann sagði í viðtali við blaðið. Þetta muni vera upphaf lúpínuræktar hérlendis.
Þremur dögum síðar, 6. nóvember 1945, birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem rætt er við Hákon sem segist í spjalli við blaðið vera sannfærðari um það en áður að í engu betra loftslagi í Alaska en íslenska loftslagið er, vaxi stórfelldir skógar, einkum af sitkagreni. Þar vestra sé líka miklu meiri fjölbreytni í gróðri en hér, finna megi ný fóðurgrös og fjölda nýrra trjátegunda.
Þá segir Hákon orðrétt: Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska.
HÁKON BJARNASON skógræktarstjóri er mjög ánægður yfir ferð sína til Alaska. Hann er kominn heim eftir 3 mánaða ferð, sannfærðari en áður um framtíðarmöguleika íslenskrar skógræktar.
Hann kom hingað loftleiðis á laugardaginn var.
Í gær komst hann að orði á þessa leið um það sem fyrir hann hafði borið í Alaska og það sem hann þar hafði komist að raun um í stuttu máli:
Jeg er sannfærðari um það en áður, af því nú hefi jeg sjeð það sjálfur með eigin augum, að í engu betra loftslagi í Alaska, en íslenska loftslagið er, vaxa stórfeldir skógar, einkum af sitkagreni.
Í gróðurríki Alaska eru mikið fleiri plöntutegundir en hjer á landi, þó loftslag sje mjög svipað. Geri jeg ráð fyrir að þar sjeu þrefalt fleiri tegundir en hjer á landi. Margar ættir eru til þar, sem als ekki eru til hjer. En af þeim ættum, sem eru til á báðum stöðunum, eru mikið fleiri tegundir þar en hjer. Þar eru t.d. 7 tegundir af melgrasi, en aðeins ein hjer. - Þarna vestur frá ættum við að geta fundið og flutt inn hingað ný fóðurgrös.
Að ógleymdu trjáfræinu. - Við vorum saman við fræsöfnun um tíma Vigfús Jakobsson og jeg og höfðum nokkra menn með okkur. Söfnuðum einkum fræi af sitkagreni. Mikið var af fræi á sitkagreninu í sumar. Verður fræið sem við söfnuðum að sjálfsögðu þreskt fyrir vestan. Vonast jeg til að við fáum hingað ca. 100 pund af trjáfræi.
- Hverjar nýjar tegundir tókst þú með þjer?
Jeg á von á einum 15-20 tegundum, sem eru nýjar fyrir Ísland. Meðal þeirra er hávaxinn bláberjarunni, sem jeg er viss um að geti þroskast hjer. Annars er ómögulegt að gera sjer grein fyrir því í fljótu bragði, hve mikið við getum grætt á því í framtíðinni að fá hingað ýmsar plöntutegundir frá Alaska.
Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska.
- Hvernig er umhorfs í Alaska?
- Það er saga að segja frá því, segir Hákon. Þó ættum við Íslendingar mörgum fremur að geta skilið og gert okkur grein fyrir því, hvernig landið er. - Því það er mjög líkt Íslandi á margan hátt, ef maður hugsar sjer íslensku fjöllin og margfaldar hæð þeirra með þrem og fjórum. Þar eru skriðjöklar og svo hrikaleg fjöll, að það sem hjer sjest af því tagi eru smámunir og sandar við sjó eins og Skeiðarár og Breiðamerku-sandar. Í dal kom jeg með fokjarðvegi, sem minnir mjög á jarðveg og landslag á Rangárvöllum. Nema hvað ábúð landsins hefir ekki enn komið uppblæstri af stað.
- Og fólkið?
- Alveg prýðilegt. - Menn þar vestra vilja alt fyrir okkur gera. Þeim þykir gaman að því að geta greitt götu okkar. Og við munum hafa mikil not af greiðvikni þeirra í framtíðinni. Því áframhaldandi samband við Alaska verður nauðsynlegt fyrir íslenska skógrækt og til mikils gagns fyrir jarðrækt okkar yfirleitt. Það er jeg alveg viss um, segir Hákon af hjartans sannfæringu.
Hákon hélt sambandi við Alaska alla sína embættistíð og á hans vegum fóru ungir skógfræðingar vestur og héldu starfi Hákonar áfram. þeir fluttu hingað nýjar tegundir og kvæmi. Alaskaöspin hefur gerbreytt ásýnd allra íslenskra bæja síðan þetta gerðist.Og Sitkagrenið er drottning barrtrjáa í íslenskri mold. Innflytjandi eins og landi hennar Alaskalúpínan sem er sannkallað þjóðarblóm Íslendinga.
Margir halda því fram að starf Hákonar fyrir Ísland hafi gert landið betra en það var áður.
Myndi ekki einhverjir óska sér að hljóta slík eftirmæli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll frændi
Þar sem þú minnist á Jón Ólafsson og Alaska:
Jón Ólafsson ritstjóri og skáld
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1032538/
Þar má finna bækling hans sem ég setti eitt sinn í eins konar rafrit:
„Alaska, Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar um stofnun íslenskrar nýlendu"
http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/files/alaska-lysing_a_landi_og_lands-kostum_0_0.pdf
Ágúst H Bjarnason, 4.11.2016 kl. 23:23
Takk fyrir þetta frændi, þú hefur unnið stórvirki í þessu sem fleiru. Það er gaman að fara á þessa snerla og fræðast um þetta allt. Ég hef alderi lesið bók Hjartar um Alaskaförina, þú hefur áreiðanlega gert það.Ég las ævintýramanninn hans Gilsar vinar míns Guðmundssonar þess heiðursmanns og sundfélaga til margra ára og fannst hún frábær.
Við Gils gáfum út 60 ljóð eftir Jón sem hann átti hugmyndina að og valdi ljóðin, þú átt þá bók er það ekki? Gils nefnilega taldi Jón Ólafsson til höfuðskálda svo við bösluðumst í það verk fyrir hans hvatningar. Nú sé eg eftir því að hafa ekki haft fleiri kvæði hans í bókinni þar sem hann orti margt gullvægt.Þetta kver seldist auðvitað ekki neitt og ég á einhver eintök sem ég er ekki búinn að farga.
Mére fannst makalaust þetta með stafrófskverið í þessu risaupplagi eftir aldamótin, hann hefu bókstaflega kennt kynslóðum íslendinga að lesa. Nýryðin hans eins og LINDARPENNI eru snilld. Manstu fleiri sem rekja má til hans Jóns? Við ættum að gefa það út aftur. Það yrði örugglega hvellur ef við gerðum það því hann er ekki með neinn pempíuskap og barnasálfræði í sumum köflunum.
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.