Leita í fréttum mbl.is

Jón Ólafsson ritstjóri

 

1850–1916
Jón var fæddur 20. mars 1850 á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur séra Ólafs Indriðasonar og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur frá Dölum. Hann var tekinn í Reykjavíkurskóla þrettán ára gamall 1863 og lauk þaðan fyrra hluta brottfararprófs 1868. Hann gerðist þá ritstjóri tímaritsins Baldurs sem hann ritstýrði til 1870. Tvisvar hrökklaðist hann úr landi vegna skrifa sem ergðu stjórnvöld, en hann þótti hvassyrtur og óbanginn við að senda tóninn þangað sem honum fannst að ætti við. Hann var ekki síst þekktur fyrir kveðskap sinn en hann orti til dæmis 21 árs gamall
 
 
„Máninn hátt á himni skín.“
 
 

Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.
Líf og tími líður og liðið er nú ár.

Bregðum blysum á loft bleik þau lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum dunar ísinn grár.

Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Nú er veður næsta frítt, nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi, blaktir líf í tíð.

Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Komi hver sem koma vill! Komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli, dunar ísinn blár.

Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Fær þú unað, yndi' og heill öllum vættum lands.
Stutt er stund að líða, stígum þétt vorn dans.

Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.
Líf og tími líður og liðið er nú ár.

Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hverfur stund.

Lag:         Færeyskt Þjóðlag
Texti:       Jón Ólafsson

 
Jón gerði ekki kröfu um að vera talinn skáld. En hann vildi eiga lítinn skáldateig útaf fyrir sig. Og fékk hann líklega útmældan hjá þjóðinni.
 
Honum var þó létt um að yrkja og margar vísur hans lifa. Hann skrifaði stafrófskver sem var gefið út í 16000 eintökum á þeim tíma. Kennslubækur í hagfræði og mörgu öðru.
 
Hann var alla ævi í fjárhagsbasli og orti um líf sitt:
 
"Ungum lék mér löngun á
að lifa til að skrifa;
sköp hafa því skipt, ég má
skrifa til að lifa."
 
Hann lýsti sjálfum sér svo:
 
"Eg fór hálfan hnöttinn kring
og hingað kom ég aftur.
Ég átti bara eitt þarflegt þing,
og það var góður kjaftur."
 
Síðasta vísa hans var svona:
 
"Höndin skelfur heyrnin þverr
 helst þá sálarkraftur.
 Sjónin nokkuð ágæt er
 og aldrei bilar kjaftur"
 
Hver er svo þjóðskáld?
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er að velta fyrir mér ártölunum,en á Kolfreyjustöðum var séra Haraldur,hlýtur að hafa fengið brauðið næst á eftir sr.Ólafi.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2016 kl. 02:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór. átt þú kvæðið. ALASKA.

Ég hvíli í svölum skugga Grænna greina

í grasi mjúku sjávarhamra við.

Hér finnur hjartað fró og létti meina

við fugla söng og mararbáru nið.

Tvö vers í viðbót.

Mig grunar að hann hafi ort þetta þegar hann var á Kodiak eyju november 1874 en hann fór í leiðangra þaðan líklega til Homer og það svæði.

Ég á rit sem hann skrifaði og gefið út af goverment printing office 1874 en hann var búinn að fá leifi til að stofna nýlendu í Alaska.mig minnir að forsetin hafi verið Grant en 1874 voru forseta skipti svo það gæti hafa verið Fillomre Ég heyrði þegar ég bjó þarna að það væru enn Íslendingar frá þessum þrem sem fóru og tveir voru eftir þegar hann fór að ná í fólkið sem svo ákvað að fara norður. Það var mesta ólukka íslendinga segi ég en þetta var rétt fyrir gullæðið.  

Valdimar Samúelsson, 5.11.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Norður átti að vera norður að Winnepeg vatni. 

Valdimar Samúelsson, 5.11.2016 kl. 15:13

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Valdimar, þetta vissi ég ekki. Hvar er eitthvað nánar um þetta?

Já honum hefur liðið vel þarna ungum manninum með miklu draumana.

Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband