5.11.2016 | 12:44
Laugardagsfundur
hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi fór fram að vanda þótt ekkert fyrirmenni hefði boðað komu sína. Á þriðja tug fólks kom samt og voru menn beðnir að segja eitthvað í pontu sem þeim dytti hug.
Fram kom mikið traust á formanni flokksins Bjarna Benediktssyni.Fólk var sammála um að hann hefði leitt flokkinn afburða vel í kosningabaráttunni og fólk treysti honum í stjórnarmyndunarviðræðunum sem yfir standa. Undirstrikuðu fundarmenn þetta með dynjandi lófataki.
Mörg sjónarmið komu fram um möguleg stjórnarmynstur. Einn taldi það myndi vera gott í komandi kjaraviðræðum að hafa Katrínu Jakobs í hlutverki forsætisráðherra. Hún væri þá brimbrjótur stjórnarinnar sem væri hugsanlega stjórnkænska og Bjarni yrði þá áfram fjármálaráðherra. Út á við yrði þetta lyftistöng fyrir Ísland með fleiri konur í stjórninni.
Menn ræddu sögu Sjálfstæðisflokksins. Einn taldi stjórnkerfið gjalda gamals hringsnúnings flokksins í virðisaukaskattsmálum þegar ferðamannaiðnaðurinn skilaði ekki þeim tekjum sem hann gæti vegna gamalla ráðstafana. Við hefðum látið bankana fara á hausinn í stað Þessa að prenta handa þeim næga peninga eins og annarsstaðar var gert. Við værum í dag að borga kostnaðinn af þessu með hærri vöxtum sem við réðum ekki við.
Annar benti á að lífeyrissjóðakerfið væri ekki einboðið rétt þegar kæmi að vaxtagreiðslum. Unga fólkið gæti ekki tekið lán á þeim vöxtum sem eldri sjóðsfélagarnir krefðust fyrir sig og sinn lífeyri. Það væri grundvöllur umræðunnar þegar fólk vildi taka upp aðra mynt eða binda krónuna við erlendan gjaldmiðil. Gjaldfærslur sveitarfélaganna á lífeyrisskuldbindingum, jafnvel uppsafnaðar, væru hrikalegar og hefði mikil áhrif á gæði þjónustunnar.
Spurningar komu upp um lífeyrissjóðakerfið í heild. Hvort rétt væri yfirleitt að viðhalda því í núverandi mynd. Hvað þá að magna það upp ennfremur eins og ráðgert er. Hvort það væri hið eina rétta með öllu því misræmi sem þar er að finna?
Hinn leitandi andi var sannarlega viðstaddur þennan fund hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þó að kosningaspenningurinn væri að mestu liðinn hjá. Fundarmenn voru sammála um að flokknum hefði gengið vel í kosningunum þegar hann leiddi í öllum kjördæmum. Fólkið hefði hafnað vinstri stjórn og kallað á Sjálfstæðisflokkinn til að verða kjölfestuna á komandi tíma.
Framundan væru alvarlegir tímar erfiðra kjaraviðræðna sem enginn sæi hvernig fara myndu. Nýfallin Kjaradómur hefði ekki verið góð byrjun á þeim viðfangsefnum.
Einn ræðumaður spurði þeirrar óþægilegu spurningar hvort enginn hefði virkilega séð þetta fyrir með Kjaradóm og áhrif hans?Íslenskir stjórnmálamenn eyddu mestri sinni orku í efnahagsráðstafanir sem væru afleiðing af kjaramálum. Erlendis væri þetta ekki svo. Þær fengjust menn við brýnni mál.
Þessi Laugardagsfundur varð betri en enginn að dómi bloggarans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Fremur hvimleitt: gerist nú áframhaldandi dekur þitt, við þessa flokks ómynd, sem orðin er, Halldór minn.
Laugardags fundir ykkar Kópavogsbúa - minna einna helzt á cellu fundi Bolchévíka Leníns, og allrar þeirrar ónáttúru, sem hann og hans lið stóðu fyrir, austur í Rússlandi, í undanfara og eftirleik falls Keisaradæmisins Aust- Rómverska og Rússneska:: um og eftir 1917.
Margumtalaður Sjálfstæðisflokkur (líkt: hinum 5 - 6, sem kosningu hlutu 29. Október s.l.) stendur einfaldlega fyrir síaukinni skattpíningu og gjaldafargani, úr vösum landsmanna, án þess að sýna nokkurn lit á betrun þar.
Dæmi :
Ríkisútvarpið, með öðru hvoru megin við 300 starfsmanna hér á landi / (í Færeyjum útvarps og sjónvarps þar, eru þeir innan við 95 - 99, t.d., og dugir fyllilega).
Allur þorri vegafjár (Olíugjald / Benzíngjald og Bifreiðagöld, að ógleymdu Kolvetnis gjaldinu) fer í rekstur hinna og þessarra gælu battería, í stað þess að fara í vegi og brýr, og það ráðslag styðja ALLIR flokkarnir reyndar, undir drep.
Virðisaukaskattur: er enn 24% / í stað þess að 10% ættu að nægja, og þar með allur Svartur markaður hyrfi, fyrir utan lækkun allra annarra skatta - beinna og óbeinna, t.d.
Væri Sjálfstæðisflokurinn rekinn - á forsendum hugsjóna og hugmyndafræði stofnenda hans, undir leiðsögn Jóns heitins Þorlákssonar Landsverkfræðings og félaga hans 1929, værum við einfaldlega að tala um allt aðra hluti í dag, Verkfræð ingur góður !
Með beztu kveðjum / engu að síður - af Suðurlandi //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 14:25
Takk fyrir þennan pistil Halldór og gott að vita að sjálfstæðisfólk í Kópavogi lætur sitt ekki eftir liggja að vanda. Og ert þú ekki með næstum 100% mætingu síðusta áratuginn eða lengur?
Jón Baldur Lorange, 5.11.2016 kl. 17:50
Óskar minn Helgi
Ekki býstu við að stjórnarandstöðuflokkunum sé treystandi til að lækka hér vaskinn og gera við alla vegi og brýr? Þurfum við ekki að vera raunsæir og gera okkur grein fyrir að tímar Jóns Þorlákssonar koma ekki aftur. Og sífelldur innflutningur á fólki sem er ekki líklegat að vilja vinna í þessu þjóðfélagi bætir hér ekki um.
Jón Baldur, ég sakna þess að þú kemur aldrei. Mér finnst ég fara út af þessum fundum fróðari en þegar ég kom. Eins og Bjarni Benediktsson sagði: Pólitíkin hefur gert mig að betri manni en ég var. Ég tek undir þetta, maður hefur gott af að fá að hlusta á aðra.
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 18:24
Sæll vertu
Ekki er ég nú á því að fundurinn hafi verið uppbyggilegur, en ég efa ekki að þú segir rétt frá. Núll prósent vextirnir í Evrópu eru merki um alvarlegan brest. Þrjú prósent raunvextir eru merki um hið gagnstæða. Þá er fjarstæða að halda að peningaprentun til handa gjalþrota bönkum geti nokkru sinni orðið til góðs. Svoan má áfram halda.
Það hefði ekki veitt af einhverjum til að svara svona hugmyndum.
Bestu kveðjur
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 18:48
Þeim var svarað, þarns var fólk sem skilur hagfræðina Einar.
Það sem veldur lágu vaxtastigi í Evrópu núna er gríðarlegt innstreymi peninga frá milljarði sparenda í Kína sem vilja bara fá að geyma peningana sína ókeypis. Lífeyrissjóðirnir okkar kynda vaxtaokrið hérlendis, við þurfum að fá Kínapeninga hingað og borga þeim ekkert fyrir geymsluna eða er ekki svo? 3.5 % ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða er ekki lengur raunhæf. Ég hal að þessir greifar fái ekki þennan gróða þó þeir fari til útlanda.
Ég veit ekkio hvað Loyds-TSB er að greiða í rentu núna, en ég held að það hljóti að vera nálægt núllinu ef ekki í mínus.
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 19:34
held ekki hal
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 19:35
Komið þið sælir - á ný !
Halldór Verkfr. !
Nei: því fer mikið víðs fjarri, að ég reiknaði með einhverjum stökkbreytingum skatta- og gjalda fargansins, af hálfu vinstra liðsins:: og allra sízt, héðan af.
Því ankannalegra er - að þínir flokksfélagar skuli leitazt við, að halda ástandinu óbreyttu, eins og ég áréttaði hér, að ofan.
Afætu stofnanirnar: eru / og verða ekkert betri viðureignar, þó þær njóti áframhaldandi velvildar flokksfélaga þinna, Halldór minn.
Svo - langt, í frá.
Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 20:35
Gott að heyra að það er líf í félagsskapnum. Berðu konu þinni kveðju mína með þakklæti fyrir stuðninginn út í bílinn minn,dagana fyrir kosningar.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2016 kl. 21:57
Takk Helga, Steinunn biður að heilsa þér og þakkar fyrir skemmtunina
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 22:02
Óskar Helgi
þú ert nú aðeins að róast sýnsit mér.
Halldór Jónsson, 5.11.2016 kl. 22:02
Þetta hefur verið góður fundur hjá ykkur þarna í Kópavogi og það var ekki að mínu viti vitlausasta spurningin, þessi um kjararáð, svo oft sem það hefur valdið deilum og sannast sagna þá hélt ég að það væri löngu jarðað og yfirkeyrt með traktorum, en það er ljóslega bara draumur eða fáránleg ímyndun.
Það er full ástæða til að sína Bjarna traust, þegar við búum við flokk sveimandi formanna sem kosnir voru af kjánum af eintómri trú en engu viti.
Margir flokka styrkja ekki lýðræðið og ég legg til að þessi ónýti ruslahaugur sem við kusum, snari sér í að mynda stjórn og þegar hún springur af eintómum fíflaskap við bros Lísu í undralandi með jólaköttinn í baksætinnu, þá kjósum við aftur og aftur þangað til að við verðum leið á því og handveljum okkur foringja.
Nóga höfum við handleggina þó þeir hafi legið í dvala til tuktunar síðan á síldarárunnum fyrir austan.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.11.2016 kl. 09:35
Komið þið sæl - sem fyrr !
Halldór Verkfr. !
Mestan part: hefir rólyndið svifið yfir vötnum / í hinum fyrri athugasemdum mínum hér ofar, sem og nú:: þó ærin væru tilefnin til hins gagnstæða, fornvinur góður.
Hrólfur Vélfr. !
Væri ekki árangursríkara: að handvelja leiðtogana strax / í stað þess að reyna að ná þeim fram, í innihalds- og fremur árangurslausum kosningum, Eyrbyggi góður ?
Sjáum - hversu : Ítölum / Svíum og Spánverjum, auk fjölda annarra, hefir mislukkast kosninga kraðakið:: stundum oft á ári, Hrólfur minn - án nokkurrar vitrænnar niðurstöðu.
Bjarni Benediktsson t.d.: núverandi handhafi stjórnar myndunar umboðs, er svona ámóta galgopi og sveimhugi, eins og Stefán krati Löfven í Svíþjóð, sem er þessa dagana að svæla innborna Svía út úr landinu, til þess að móttaka ruzlaralýð frá Sómalíu, sem og Mið- Austurlöndum og nágrenni þeirra, þess í stað.
Finnst þér mikið gefandi - fyrir svona liðleskjur, eins og Bjarna: hérlendis, sem og Löfven, fyrir hönd Svíanna, Hrólfur minn ?
Bjarni er: sams konar gufa gagnvart innrásarliði Múhameðs, eins og : Birgitta / Óttar Proppé / Sigurður Ingi / Katrín Jakobsd. / Benedikt Jóhannesson og Logi Már í örfylkingu kratanna (Samfylkingunni), Hrólfur Vélfræðingur.
Íslendingar - hafa lítið við svona lúpur að gera, í sínum framvarðarsveitum, gott fólk !!!
Með þeim sömu kveðjum - sem öllum fyrri, og áður/
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 13:35
Já og svo kemur mega vitleysan, það klikkar ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.11.2016 kl. 14:11
Ástæða þess að vaxtastig á meginlandi Evrópu er lágt, - heitir Evra. Hér verður aldrei neitt með viti peningastjórnunarlega séð með krónu. Peningastjórnun hér með krónu getur aðeins orðið mis vitlaus. Aldrei góð eða góðar afleiðingar ss. lágt vaxtastig.
Sjallar og elítan, sérhagsmunaklíkur allskonar, vilja ekki að almenningur fái notið gæða Evrunnar og ESB.
Hissa á að þetta hafi ekki frést til Kópavogs.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.11.2016 kl. 22:21
Komið þið sæl - sem jafnan !
Ómar Bjarki !
Ég hélt: að Holtaþokuvæli þínu, í þágu hins fáránlega Evrópusambands tæki að linna, með hryðjuverkum Merkel og vina hennar, með tilstuðlan þeirra, að óheftu flæði INNRÁSARLÝÐS, frá ýmsum Múhameðsku landanna, en þú forherðist enn, í þinni glýju, fyrir hinu algjörlega misheppnaða Fjórða ríki, þeirra Brusselinga / með Berlínar fjarstýringunni.
Veistu ekki enn Ómar - að Visegrad ríkin : Tékkland / Ungverjaland / Slóvakía og Pólland eru að stemma sívaxandi stigu við Afríska og Mið- Austurlanda fólkinu, sem veður yfir nágranna okkar í austri, í fullkomnu ofstæki og villimennzku Saúdí- Arabíska erindrekstrarins.
Þar fyrir utan: er Evru garmurinn á hverfanda hveli eða, ... hvernig skýrir þú stigmögnum styrkleika Svissneska Frankans t.d. Ómar Bjarki, með hverjum deginum sem líður, á meðan Evru ræksnið steytir stömpum óvissu- og frekari rénunar ?
Jú - jú, rétt er það aftur á móti: sérhagsmuna klíkur þingflokkanna innlendu verða eftir sem áður ógeðfelldari, með hverjum deginum sem líður, en, ..... það breytir ekki nokkrum hlut, um gliðnun og áframhaldandi rotnun Evrópu sambandsins þíns, Ómar minn.
Hversu marga staurana: sem þú og þínir líkar, kjósið að rembast við - ennþá !
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 00:26
'omar, hefurðu ekki velt fyrir hversvegna atvinnuleysið sé 50 sumstaðar í ESB en 2.4 % héran?
Halldór Jónsson, 7.11.2016 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.