Leita í fréttum mbl.is

Trump eða Hillary?

það er spurningin?

Ég er alls ekki mjög hrifinn af mörgu sem herra Trump hefur látið sér um munn fara.En ég verð að viðurkenna að hann kann að tala svo sem fólk vill heyra. Þess vegna sleppur hann úr hverri óskiljanlegri klemmunni af annarri.

En að vera að nugga honum karlinum á áttræðisaldri upp úr einhverri gamalli vitleysu sem höfð var eftir honum einhvern tímann fyrir löngu um kerlingamál, það hefur fráleitt með það að gera hvernig hann muni reynast. Hvort hann hafi ennþá einhverja náttúru skiptir minna máli en hvað hann ætlar að gera sem Forseti.

Trump segist ætla að breyta mörgu sem Bandaríkjamönnum líkar. Vill endurreisa gömlu landnemagildin sem mörgum finnst hafa tapast. Og það sem er gott fyrir Bandaríkin er gott fyrir allan heiminn.

Frú Hildiríður(nú verður einhver femínistinn vitlaus yfir að ég sé að uppnefna hana) verður sjötug á næsta ári svo varla er hún mikið að spekúlera í beðmálum lengur frekar en hann Dónaldur.

Hvað hún geti gert fyrir Bandaríkin og heiminn er bara það sem kjósendur spyrja að. Verður hún framhald af utanríkisstefnu Obama eða kemst ný hugsun að í Hvítahúsinu með henni sem Forseta. En þó margir séu ekkert sérlega ánægðir með störf hennar sem utanríkisráðherra,einkanlega í arabiska vorinu, þá er hún vön í stjórnsýslunni.

Ég er víst búinn að segja að ég styðji Trump umfram Hillary. Ég er fjandann ekkert að bakka með það núna.

Áfram Trump!

(En ég hef nú yfirleitt verið óheppinn í Forsetkosningum allt frá séra Bjarna og upp úr)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband