Leita í fréttum mbl.is

Hvar er maður eiginlega staddur?

finnst mér Ögmundur Jónasson spyrja sjálfan sig á vefsíðu sinni þegar hann veltir fyrir hvernig Viðreisnarforkólfarnir skilgreina sjálfa sig.

Ögmundur segir m.a:

"....

Ég hef hingað til talið mína pólitík vera sæmilega hófstillta. Ég hef ekki viljað selja almannaeignir í hendur gróðaafla og viljað standa vörð um náttúruna, stuðla að jöfnuði í samfélaginu, velferðarkerfi sem ekki mismunar og að réttindi minnihlutahópa væru jafnan virt.

Mér hefur fundist ég vera eins konar frjálslyndur miðjumaður.

Hægri sinnaðir markaðshyggjumenn hafa á hinn bóginn litið á sjónarmið mín sem öfgafulla vinstripólitík og hef ég látið mér það í léttu rúmi liggja enda alltaf viljað gangast við vinstri sinnuðum sjónarmiðum mínum af fyrrgreindum toga. Ég hef einnig vel getað fallist á að líta á þá sem miðjumenn sem er sama hvor leiðin farin er, einkavæðing eða almannavæðing, samkeppni eða samvinna.

Þannig hefur til dæmis Framsókn viljað láta skilgreina sig - opin í báða enda. Á grundvelli afstöðuleysis til átakamálanna hefur Framsókn fundið út að miðjan hljóti að skilgreinast sem værukærð og afstöðuleysi, alla vega að því marki að geta unað við hvora niðurstöðuna sem er, þótt ég verði að játa að mér finnist Framsókn ekki gera sjálfri sér hátt undir höfði með slíku tali og eiga reyndar miklu betra skilið í ljósi hugsjónabaráttu samvinnumanna innan hennar vébanda í gegnum tíðina. En þannig hafa framsóknarmenn engu að siður viljað hafa þetta, vera miðjumenn. 

En nú semsagt eru frjálshyggjumennirnir Pawel, Þorsteinn Víglundsson, SA forstjóri, og Benedikt formaður líka orðnir miðjumenn og Hanna Katrín Friðriksson, sem getur ekki beðið eftir „skipulagsbreytingum" í heilbrigðiskerfinu, er líka þarna á róli; allt þetta fólk sýnist mér hætt að vilja gangast við sjálfu sér, hætt að vera til hægri eða aðhyllast ýtrustu markaðshyggju, nú er það bara miðjufólk og ekki nóg með það,  "frjálslynt miðjufólk".

Hvar skyldi ég nú staðsetjast á þessu nýja pólitíska landakorti? Svei mér þá, lái mér hver sem vill, alveg er ég að verða kolruglaður eins og henti hana Lísu þegar hún gekk inn í Undraland höfundar síns, Lewis Carroll.


Það verður fróðlegt að skyggnast um í nýju Undralandi íslenskra stjórnmála á komandi tímum þar sem allir eru orðnir frjálslyndir og gæfir miðjumenn - alla vega á meðan verið er að umbylta velferðarþjóðfélaginu í anda nýuppgötvaðrar hófsemi.  

sjá m.a. http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/11/04/ef-thid-erud-hofstilltir-midjumenn-tha-er-eg-lisa-i-undralandi/  "

Satt að segja botna ég sjálfur ekkert í þessum flokki Viðreisn. Hvað hann ætlar eiginlega að reisa við? Hvað er svona kirfilega hrunið að Benedikt telur sjálfsagt að Forsetinn feli honum, algerum byrjanda í pólitík, að leiða stjórnarmyndunarviðræður?

Er hann að tala um aðildarviðræðurnar að ESB sem þurfi að reisa við? Er hann að tala um að endurvekja afstöðuna til Icesave þar sem greiðsluvilji Íslendinga hrundi í þjóðaratkvæði? Er hann að tala um að vísa dómi Evrópudómstólsins frá og biðja um að fá að borga Icesave? Við Íslendingar iðrumst svo beisklega á Kúbu norðursins?

Hvað er það sem þarf að reisa við? Benedikt sjálfan? Þorstein Pálsson? Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur? 

Hefur ekki formaður stjórnmálaflokks sem hegðar sér af þvílíku óraunsæi sem Benedikt Jóhannesson hefur gert, ekki málað sig út í horn?  Má ekki ætla að flestir aðrir kostir hljóti að koma fyrr til skoðunar en þegar farið verður að reisa þessa Viðreisn við?

Ég get alveg tekið undir með Ögmundi Jónassyni að ég hef ekki hugmynd um hvar ég er staddur í pólitíkinni ef Viðreisn er það sem koma skal. Ég hef oft hlustað á Ögmund tala af skynsemi. En hef ég heyrt eitthvað skynsamlegt frá þessu framantalda  fólki eftir að þeir reistust svona kirfilega við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðreisn er hreinræktaður frjálshyggjuflokkur með glóbalískan undirtón. Eins langt til hægri og við komumst.

Menn mega ekki gleyma að krafan um inngöngu í evrópubandalagið átti sér rætur hjá útrásinni fyrir hrun. Leikvöllur krónunnar var of lítill. 

Ég hef fylgst með viðreisn frá stofnun og það eina sem þeir hugðust reisa við eða endurvekja var aðlögunarferlið að ESB. Fyrst og fremst eru þeir þó að hugsa um gjaldmiðilinn, enda ræða þeir lítið uk aðra kosti eða galla sambandsins. Viðreisn er af rótum útrásarinnar og banksteranna og er að endurvekja kröfuna um nýjan gjaldmiðil sem útrásin vildi svo ólm fá. Ekkert annað vakir fyrir Viðreisn. Þeir eru strengjabrúður fjármálaheimsins.

Ég les ýmis varphljóð í Ögmundi þarna. Hann er að gefa sjálfstæðisflokknum undir vænginn og jafnvel framsókn líka. Markmiðin eru ekki svo ólík hjá þessum flokkum þegar grannt er skoðað, vinstri grænir eru kannski ekki svo langt til vinstri. Ég held að það sé mikið til í því hjá honum.

Ögmundi hugnast ekki píratar og hann sér klárlega í gegnum það hverjum Viðreisn þjónar. Stefna Viðreisnar er ósættanleg stefnum annarra flokka nema þess minnsta.

Kannski er hann að kasta fram hugmynd um sterka meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks. Ég tel það óvitlaust ef svo er og máske lang besta lendingin í stjórnarmyndun í þessu ástandi.

Framsóknarflokkurinn hefur fram að þessu verið að ósekju eins og pólitískur holdsveikisjúklingur í samhengi stjórnarmyndunnar fram að þessu. Hvers vegna, er mer ekki ljóst. Eru menn hræddir við virka í athugasemdum hjá vísi eða hjaralausan skrílinn sem safnast á austurvöll við minnsta tilefni og heimtar pólitíska upplausn og byltingu byltingarinnar vegna. Við eigum betra skilið, en að láta það fólk stjórna framtíð okkar.

SVF er besta niðurstaðan. Langbesti balansinn sem hægt er að hugsa sér. Ögmundur er að bjóða í dans. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2016 kl. 22:31

2 identicon

Í Aleppo, Homs og Mosul eru þúsundir hunda. Bestu vinir mannsins. Þeir þjást jafn mikið og fólkið. Getum við ekki tekið á móti flóttahundum líka? Þar sem þeir eru flóttahundar þurfa þeir ekki að fara í einangrun í Hrísey né framvísa neinum pappírum.

sh (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 00:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flottur Ögmundur, Halldór! Takk fyrir að birta þetta.

Og glöggur er Jón Steinar einnig sem fyrri daginn.

Jón Valur Jensson, 8.11.2016 kl. 04:42

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Steinar, þar urðum við einu sinni alveg sammála. Skarplega athugað hjá þér enda búinn að kynnast bæði Birgittu og Jóni Gnarr sem dópuðu að eigin sögn hjá þér í skólanum fyrir vestan og lásu CheGuevara.Hafa þau eitthvað breytst?

Halldór Jónsson, 8.11.2016 kl. 08:25

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ján Jóna Valur, velkominn í hópinn.

Halldór Jónsson, 8.11.2016 kl. 08:25

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já sh, þetta er skarplega athugað, að mér skyldi ekki detta þetta í hug. Ég er bara sjallú eins og þær sögðu í gamla daga. Það hljóta að  vera þarna líka kettir?

Halldór Jónsson, 8.11.2016 kl. 08:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Vg fer í samstarf við viðreisn nú, þá eru þeir að endurtaka svikin frá stjörnarmyndun 2009. Það verðu ekki liðið. Evrópuandstæðingar sem yfirgáfu flokkin þá eru komnir aftur að hluta og nú ríður á fyrir Vg að vanda sig.

Ef þeir eru að taka mið af því að vilji versus andstaða við Esb hafi verið fifty fifty þegar flokkurinn var sem minnstur eftir afhroðið 2013, þá eru þeir aldeilis að lesa rangt í spilin. Nú ætti hlutfallið að ver 65-70% andstaða, eftir að týndu sauðirnir komu aftur til bæjar.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2016 kl. 10:08

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kata Svandís og co eru fastar í einfelningslegri vinstri hægri skilgreiningu í stað málefnadrifinna stjórnmála. Það gæti orðið þrándur í götu að eiga við fólk sem lítur á stjórnmál eins og átök knattspyrnuliða.

Geðklofi slíkrar skilgreiningar er m.a. sá að í grunninn eru vinstrimenn glóbalistar og reka hagsmuni stórkapítalsins framar því að hugsa um sjálfstæði og sjálfbærni. Alþjöðavæðingin er þeirra forté. Dæmi er Fjölmenningin sem miðar að því að fletja út menningu og koma á einhverskonar monocultur, sem er andstaða fjölmenningar og fjölbreytni. Þar á Vg margt sameiginlegt með Viðreisn. Vinstrimenn verða að fara að skilgreina og skoða eðli sannfæringar sinnar og afleiðingar hennar. 

Markmiðið er að uppræta grunngildi samfélagsins og bjóða upp á gildislausa moðsuðu alþjöðavæðingarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2016 kl. 11:13

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Jón Steinar

Halldór Jónsson, 8.11.2016 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband