Leita í fréttum mbl.is

Enn um kennaratíðindi

Ómar Ragnarson telur í athugasemd við síðustu færslu að laun kennara í gamla daga hafi verið það góð að þeir hafi byggt sér einbýlishús. Mig minnir nú að kennararnir í mínum skólum hafi búið í kring um okkur á svipuðum íbúðum og við á Snorrabrautinni.Þar voru engin einbýlishús fyrr en löngu seinna.

                                                                    kennaralaun                                                                                                                           


        

 

 

 

 

 

 

    

Það sést að Ísland er langt á eftir með kennaralaun án þess að ég geti lagt dóm á áreiðanleika töflunnar. Einhver bjó hana til og sá einhver er að reyna að sanna eitthvað.Einhvern tímann vigtuðu betri lífeyrisréttindi inn í kjör kennara.

En mínir þankar snérust ekki um launin fyrst og fremst, þau er annar hlutur. Ég bið ykkur lesendur að að spyrja börn úr grunnskóla sem þið þekkið hvort þau geti margfaldað eða deilt á blaði. Og ef þau geta það, spyrjið hvar þau lærðu það? Ég held að þau séu fá sem kunni margföldunartöfluna.

Og spyrjið svo um bekkinn þeirra, hvort þeim finnist að kennarinn eigi í svo miklum vandræðum með nokkra krakka að hin þurfi að bíða. Spyrjið svo hversu marga karlkyns kennara þau hafi? Spyrjið þau út í agann í bekknum?

Eru kennarar hamingjusamir eða ekki í störfum sínum í grunnskólanum? Hata þeir starfið og vilja þeir endilega gera eitthvað annað? Hefur þetta verið kannað? Hvernig er ástandið í raun og veru? Er eitthvað hlustað á raddir kennara eða eru það apparatshniggarnir í ráðuneytunum sem slá taktinn?

Ég held að það sé fleiri kennaratíðindi en bara launin sem eru áreiðanlega of lág miðað við banksterana sem flá ríkisbankana eins og þeir eigi þá einir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðalatriði athugasemdar minnar var að laun kennara hafi verið svipuð og Alþingismanna hér á árum áður. 

Ómar Ragnarsson, 14.11.2016 kl. 18:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það staðreynd?

Halldór Jónsson, 14.11.2016 kl. 21:13

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég held að þetta geti verið rétt hjá Ómari en þá er ekki tekið tillit til þess, að þingmenn héldu oftast öðrum launum en þingfararkaupi og það skapaði þeim kjör, sem voru þegar öllu var á botninn hvolft, betri en kennara. 
http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/2184151/

Sigurbjörn Sveinsson, 14.11.2016 kl. 23:33

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrsti skóli sem ég lenti í var Laugarnesskóli og þar neyddi minn fyrsti kennari mig til að míga á gólfið, veruleg niðurlæging. 

Næsti skóli sem ég var í var á Hvammstanga og þar var gott að vera enda lærði ég þar reikning ýmiskonar og lestur, en lestur er grundvöllur als þess sem ég síðar lærði.

Ekki man ég hvað kennarinn hét, en ég hef oft þakkað honum í huganum fyrir gæskuna og vitið. 

Næsti skóli sem ég lenti í var Austurbæjarskólinn og þar lærði ég nákvæmlega ekki neitt,fyrr en í tólfárabekk en þá fengum við kennarann í brúnufötunum. 

Lágvaxin  snaggaralegan karl í brúnum fötum og frá fyrsti mínútu var komin á agi og regla í bekknum og ég gat setið í mínu sæti og lært, öfugt við öll hin árin leiðinlegu í Austurbæjarskólanum.  Rolur eru ekki hentugir kennarar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2016 kl. 23:54

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessar ábendingar Sigurbjörn.

Hroðaleg lýsing hjá þér Hrólfur, þvílíkt. Ég kem ekki þessum á brúnu fötunum fyrir mig, ég var í Austurbæjarskólanum. En þar voru nokkrir góðir kennarar.

Halldór Jónsson, 15.11.2016 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband