Leita í fréttum mbl.is

Sannleikskorn Sigmundar

Davíðs koma fram sem gneistar í grein hans í Morgunblaðinu í dag. Mér finnast sumir vera nokkuð bjartir og lýsa upp í þokunni. Tökum dæmi:

"..Stöðugt er dregið úr valdi kjörinna fulltrúa almennings og það fært annað en ábyrgðin þó skilin eftir hjá pólitíkusunum. Úr því verður hættuleg skekkja, vald án ábyrgðar og ábyrgð án valds. Það sem er þó verst er að með því er valdið tekið af almenningi og fært til ólýðræðislegs kerfis. Kerfisræði tekur við af lýðræði"..

"..Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál. Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar."..

"...Hvernig má það t.d. vera að enginn flokkur á Íslandi þorir að segja að hann vilji ganga í Evrópusambandið, jafnvel ekki flokkar sem voru stofnaðir út á það eitt? Í staðinn er talað í kringum hlutina með innihaldslausum frösum."..

"..Augljóslega þurfa menn svo oft að geta miðlað málum til að ná meirihluta en svo kölluð samræðustjórnmál eru í raun ekki annað en samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum."..

Mér finnst Sigmundur grípa á málum sem eru sannleikskorn fast og ákveðið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Orðið sannleiki er ekki til í fleirtölu
og það sama gegnir um orðið sannleikur.

Orðmyndin sannleiki skipaði heiðurssess
hjá Þorsteini Erlingssyni (Brautin:
„þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr")

og með sínu lagi einnig hjá HKL:

„Sá sannleiki sem ekki getur rímað … það er einginn sannleiki. Rímið er sannleiki útaf fyrir sig ef það er rétt.“

Tek heilshugar undir það sem fram kemur í pistli þínum um
Sigmund og grein hans í Morgunblaðinu.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 16:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Raunar vissi ég þetta með sjálfum mér, fann bara ekki rétta orðið sem voru sannleikskorn. Kannski bara breyti ég þessu.

Halldór Jónsson, 15.11.2016 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband